Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Kjartan Kjartansson skrifar 30. janúar 2025 14:21 Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er ekki sátt við arftaka sinn í foyrstu Kristilegra demókrata. AP/Martin Meissner Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands eftirmann sinn í leiðtogasæti Kristilegra demókrata fyrir að hafa nýtt sér stuðning öfgahægriflokks til þess að koma ályktun í gengum þingið í gær. Fátítt er að Merkel blandi sér í dægurþras stjórnmála eftir að hún lét af embætti. Þýska þingið samþykkti naumlega ályktun Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, um að herða tökin á landamærunum í kjölfar þess að afgangskur hælisleitandi stakk tvo til bana í síðustu viku. Atkvæði þingmanna Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) þurfti til að ályktunin yrði samþykkt en til þessa hafa aðrir flokkar svarið af sér samstarf við hann. Olaf Scholz, kanslari og leiðtogi Sósíaldemókrata, sakaði Merz um að rjúfa samstöðu flokkanna frá því eftir tíma nasismans um að útiloka öfgahægrimenn. Merz sagðist harma að hafa þurft að reiða sig á stuðning AfD en að það ætti ekki að spilla fyrir málinu. Þingkosningar verða haldnar í Þýskalandi 23. febrúar og skoðanakannanir benda til þess að AfD gæti orðið næststærsti flokkurinn á eftir Kristilegum demókrötum. Ákvörðun Merz um að koma ályktuninni í gegn með hjálp AfD varð til þess að Merkel, sem var leiðtogi Kristilegra demókrata og kanslari um árabil, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún minnti á að Merz hefði sjálfur sagt að ekki ætti að samþykkja nein mál með stuðningi flokksins fyrir kosningar í nóvember. „Ég tel að það sé rangt að telja sig ekki lengur skuldbundinn af þessari tillögu og að mynda með fullri meðvitund meirihluta með AfD í atkvæðagreiðslu í þýska þinginu 29. janúar,“ sagði fyrrum kanslarinn. Hvatti hún allra lýðræðissinna flokka til þess að standa saman og gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að koma í veg fyrir árásir eins og þá sem varð tilefni ályktunarinnar sem hægrimenn á þinginu samþykktu í gær. Merz tók við af Merkel þegar hún lét af embætti árið 2021. Hann er sagður íhaldssamari en hún, sérstaklega í innflytjendamálum. Í síðustu viku gagnrýndi hann forvera sinn þegar hann sagði að Þýskaland hefði haft „misráðna hælis- og innflytjendastefnu“ í áratug í stjórnartíð Merkel. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Fleiri fréttir Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Sjá meira
Þýska þingið samþykkti naumlega ályktun Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, um að herða tökin á landamærunum í kjölfar þess að afgangskur hælisleitandi stakk tvo til bana í síðustu viku. Atkvæði þingmanna Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) þurfti til að ályktunin yrði samþykkt en til þessa hafa aðrir flokkar svarið af sér samstarf við hann. Olaf Scholz, kanslari og leiðtogi Sósíaldemókrata, sakaði Merz um að rjúfa samstöðu flokkanna frá því eftir tíma nasismans um að útiloka öfgahægrimenn. Merz sagðist harma að hafa þurft að reiða sig á stuðning AfD en að það ætti ekki að spilla fyrir málinu. Þingkosningar verða haldnar í Þýskalandi 23. febrúar og skoðanakannanir benda til þess að AfD gæti orðið næststærsti flokkurinn á eftir Kristilegum demókrötum. Ákvörðun Merz um að koma ályktuninni í gegn með hjálp AfD varð til þess að Merkel, sem var leiðtogi Kristilegra demókrata og kanslari um árabil, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún minnti á að Merz hefði sjálfur sagt að ekki ætti að samþykkja nein mál með stuðningi flokksins fyrir kosningar í nóvember. „Ég tel að það sé rangt að telja sig ekki lengur skuldbundinn af þessari tillögu og að mynda með fullri meðvitund meirihluta með AfD í atkvæðagreiðslu í þýska þinginu 29. janúar,“ sagði fyrrum kanslarinn. Hvatti hún allra lýðræðissinna flokka til þess að standa saman og gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að koma í veg fyrir árásir eins og þá sem varð tilefni ályktunarinnar sem hægrimenn á þinginu samþykktu í gær. Merz tók við af Merkel þegar hún lét af embætti árið 2021. Hann er sagður íhaldssamari en hún, sérstaklega í innflytjendamálum. Í síðustu viku gagnrýndi hann forvera sinn þegar hann sagði að Þýskaland hefði haft „misráðna hælis- og innflytjendastefnu“ í áratug í stjórnartíð Merkel.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Fleiri fréttir Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent