Hlín til liðs við Leicester City Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. janúar 2025 18:02 Hlín átti frábært tímabil með Kristianstad á síðustu leiktíð og hefur nú samið við Refina í efstu deild kvenna á Englandi. Kristianstad Leicester City hefur fengið Hlín Eiríksdóttur, framherja íslenska landsliðsins í knattspyrnu, í sínar raðir. Hlín lék áður með Kristianstad í Svíþjóð. Emma Sanders á BBC, breska ríkisútvarpinu, greindi frá því fyrr í dag að Leicester City væri á höttunum eftir framherja og að Hlín væri efst á blaði. Understand Leicester City are hoping to bring in Iceland forward Hlin Eiriksdottir on a permanent deal from Kristianstads before the deadline closes. #lcfc— Emma Sanders (@em_sandy) January 30, 2025 Nú hefur Leicester - sem er í harðri fallbaráttu og þarf sárlega á mörkum að halda - tilkynnt komu Hlínar. Liðið er sem stendur í 11. sæti af tólf liðum, fjórum stigum frá Crystal Palace sem situr í botnsætinu eftir tólf leiki. Refirnir hafa aðeins skorað fimm mörk í deildinni og vonast til að Hlín veiti liðinu innblástur fram á við. „Ég er virkilega ánægð með að vera komin og hlakka til að byrja að æfa með liðinu. Ég kem hingað með mikinn metnað og vilja til að vinna. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig,“ sagði Hlín við undirskriftina. Hin 24 ára gamla Hlín skrifaði undir samning til loka tímabilsins 2027 og getur tekið þátt strax í næsta leik sem er gegn Everton á sunnudaginn kemur. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira
Emma Sanders á BBC, breska ríkisútvarpinu, greindi frá því fyrr í dag að Leicester City væri á höttunum eftir framherja og að Hlín væri efst á blaði. Understand Leicester City are hoping to bring in Iceland forward Hlin Eiriksdottir on a permanent deal from Kristianstads before the deadline closes. #lcfc— Emma Sanders (@em_sandy) January 30, 2025 Nú hefur Leicester - sem er í harðri fallbaráttu og þarf sárlega á mörkum að halda - tilkynnt komu Hlínar. Liðið er sem stendur í 11. sæti af tólf liðum, fjórum stigum frá Crystal Palace sem situr í botnsætinu eftir tólf leiki. Refirnir hafa aðeins skorað fimm mörk í deildinni og vonast til að Hlín veiti liðinu innblástur fram á við. „Ég er virkilega ánægð með að vera komin og hlakka til að byrja að æfa með liðinu. Ég kem hingað með mikinn metnað og vilja til að vinna. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig,“ sagði Hlín við undirskriftina. Hin 24 ára gamla Hlín skrifaði undir samning til loka tímabilsins 2027 og getur tekið þátt strax í næsta leik sem er gegn Everton á sunnudaginn kemur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira