Svaraði kallinu frá Ben Stiller Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. febrúar 2025 07:00 Ólafur Darri í hlutverki sínu sem herra Drummond í annarri seríu af Severance. Apple TV+ Ólafur Darri Ólafsson leikari er fyrir löngu orðinn einn allra þekktasti leikari sem Ísland hefur alið af sér. Það skal því engan undra að hann fer með stærðarinnar hlutverk í annarri seríu af sjónvarpsþáttunum Severance sem eru í leikstjórn Ben Stiller. Ólafur segir að vinátta þeirra frá fornu fari, Walter Mitty dögunum á Íslandi, hafi orðið til þess að leikstjórinn hafi hóað í hann vegna hlutverksins. „Hann hefur alltaf einhvern veginn verið svo indæll en vonandi finnst honum ég líka bara sæmilegur leikari,“ segir Ólafur Darri Ólafsson léttur í bragði í samtali við Vísi. Severance eru þættir úr smiðju bandarísku streymisveitunnar Apple Plus og þáttagerðarmannsins Dan Ericson, sem átti hugmyndina og skrifaði handritið. Ólafur Darri ræddi Walter Mitty ævintýrið í sjónvarpsþættinum Fókus árið 2014. Sagðist hafa verið „starstruck“ þegar hann hitti Ben Stiller í fyrsta sinn. Severance er dystópískur sálfræðitryllir um starfsmenn Lumon fyrirtækisins sem undirgangast aðgerð á heila sem skilja að minningar þeirra um vinnuna annars vegar og allt annað hinsvegar. Adam Scott fer með aðalhlutverkið en tvískipt persóna hans kemst ásamt vinnufélögum og vinum að ýmsum dularfullum leyndarmálum fyrirtækisins. Ólafur Darri fer með hlutverk eins dularfullra yfirmanna fyrirtækisins í seríu tvö, herra Drummond. Fyrsta serían kom út árið 2022. Síðan hafa aðdáendur beðið óþreyjufullir eftir framhaldi sem nú er loksins mætt og fyrstu tveir þættirnir eru komnir út. Hefur markaðsherferð vegna þáttarins vakið mikla athygli en sem dæmi komu leikarar sér fyrir í „skrifstofubásum“ á stærstu lestarstöð New York borgar á háannatíma fyrr í mánuðinum. Vináttan lifað „Ég þurfti ekki að fara í prufu, sem er oft frábært. Stundum er gott að fara í prufu, stundum er gott að finna sig í hlutverkinu áður en maður fær það,“ segir Ólafur Darri. Vinátta þeirra Ben Stiller nær aftur til ársins 2013 þegar Ólafur Darri fór með hlutverk í „íslensku“ kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty þar sem Stiller hélt um leikstjórnartaumana og fór jafnframt með aðalhlutverkið. Þar fór Ólafur Darri með hlutverk drukkins þyrluflugstjóra í myndinni sem var að hluta til tekin upp á Íslandi. Síðan þá hefur vinátta þeirra verið rækilega skrásett, meðal annars birtust fréttir og myndbönd af því þegar þeir félagar áttu endurfundi á Stykkishólmi og féllust í faðma árið 2022. „Á þeim tíma sem ég vann með honum er hann náttúrulega bara einhver sem ég hafði litið upp til í mjög langan tíma og hann er náttúrulega bara ein af stærstu kvikmyndastjörnum í heimi. Í seinni tíð hefur hann svo verið að færa sig meira yfir í leikstjórn og kannski að það kúlmínerist að einhverju leyti í þessum þáttum þar sem maður sér bara hans handbragð út um allt. Það er svo ótrúleg vinna sem er lögð í þetta og þetta er svo vel gert.“ Ljóst er af gömlum fréttum að Ben Stiller hefur alla tíð dáðst af leiklistarhæfileikum Ólafs Darra. Hann segir að Stiller hafi nokkrum sinnum áður viljað fá hann til liðs við sig í hin ýmsu verkefni. „Já ég lék þarna örlítið cameo hlutverk í Zoolander 2 á sínum tíma og svo man ég að hann var búinn að finna mér hlutverk í The Escape at Dannemora en því miður held ég að ég hafi verið í tökum á Ófærð, þannig ég komst ekki á þeim tíma,“ segir Ólafur Darri. Nú hafi hinsvegar allt gengið upp. Vill hvorki síma né stóla á setti Ben Stiller ræddi nýverið reglur sem hann hefur tileinkað sér í leikstjórn en hann sagði frá því í hlaðvarpinu Working It Out að hann hefði bannað síma á settinu á Severance. Honum þykir þeir afar truflandi fyrir leikara. Þá hefði hann tileinkað sér ýmsar reglur sem aðrir leikstjórar líkt og Noel Baumbach og Wes Anderson hafa í gildi á sínum tökustöðum, líkt og bann við stólum. „Ég varð nú ekkert rosalega mikið var við þetta,“ segir Ólafur Darri hlæjandi þegar þessar reglur eru bornar undir hann. Hann segist frekar hafa haft hugann við það hvar hann væri staddur sem gríðarlegur aðdáandi fyrri seríunnar þegar hann var allt í einu mættur á kaldan gang Lumox fyrirtækisins sem er svo einkennandi fyrir Severance seríuna. „Ég átti svo fyndið móment þegar ég mætti þarna í fyrsta skipti og fékk að sjá þennan gang. Það er ótrúlega fyndið að fá svona fanboy móment þegar maður sér gang einhverstaðar, sem er þessi leikmynd. Þá man ég að ég hugsaði bara: „Já ókei, þetta er í alvörunni að fara að gerast! Ég er bara hérna!“ Það var alveg geðveikt.“ Vinnustaðurinn Lumox og gangar fyrirtækisins skera sig úr flestu öðru sem hægt er að sjá á skjánum þessa dagana.Wilson Webb/Apple TV+ Fyrsta spurningin til Ben var um geiturnar Eins og fram hefur komið byggja Severance þættirnir á mikilli spennu og leyndardómum um það hvað í ósköpunum sé raunverulega að eiga sér stað á bakvið dyr hjá Lumox fyrirtækinu. Einungis tveir þættir eru komnir út af annarri seríu og vill Ólafur Darri því eðli málsins samkvæmt halda spilunum þétt að sér og lítið gefa upp um hvernig var nákvæmlega á setti eða hvaða leikara hann hitti. „Það er náttúrulega það magnaða við þennan þátt að maður vill helst ekki vita meira en á sama tíma þráir maður að vita hvað nákvæmlega er í gangi. Þannig að þetta var mikið ævintýri. Fyrsti fundurinn minn með Ben og höfundi þáttanna honum Dan var einmitt þannig að það fyrsta sem ég byrjaði á að gera var að spyrja bara: Heyrðu, hvað er málið með kiðlingana? (e. Hey, what's up with the baby goats?) En svo sá ég strax að mér og var fljótur að segja bara: Nei ég vil ekki vita þetta!“ Þar vísar Ólafur Darri til eins af mestu leyndardómum seríunnar þar sem geitur birtast síendurtekið fyrir sjónum persónanna og virðast eiga einhverskonar híbýli í vistarverum Lumox fyrirtækisins. „Þú verður eiginlega að heyra aftur í mér þegar allir þættirnir eru komnir út, því ég vil ekki tjá mig um hvern ég hitti eða með hverjum ég var að vinna fyrr en sagan öll er komin út.“ Næstum of mikið að gera Það er ótrúlegt hvað Ólafur Darri hefur haft mikið að gera að undanförnu. Honum bregður reglulega fyrir í stórum hlutverkum í erlendum sjónvarpsþáttaverkefnum. Þar má nefna þætti á borð við Netflix seríuna La Palma þar sem hann fór með hlutverk jarðfræðings og svo rómantísku gamanþættina Somebody Somewhere þar sem hann fer með hlutverk Viglundar Hjartarsonar, Íslendings sem á í rómantískum kynnum við aðalpersónu þáttanna Sam. Svo hefur Ólafur Darri nóg að gera í þáttum líkt og Ráðherranum og Reykjavík Fusion sem væntanlegir eru á árinu. En hvernig í ósköpunum hefur hann tíma í þetta allt? Ólafur Darri í La Palma ásamt norsku leikkonunni sem ber það ótrúlega nafn Thea Sofie Loch Naess.Netflix „Ég skal alveg viðurkenna að síðasta ár var kannski...ég hugsa að ég hafi fundið hvað er hámarkið af því sem maður á að gera á einu ári,“ segir Ólafur Darri hlæjandi. Hann segist hafa verið orðinn ansi lúinn undir lok ársins en sem betur fer hafi hann fengið góða hvíld í nóvember og desember og tekist að safna kröftum. „Ég náði að vera með fjölskyldunni og upplifa hugguleg jól og áramót. Þannig að núna er ég spenntur að byrja í næsta verkefni,“ segir leikarinn sem getur ekki gefið meira upp en gat þó sagst vera staddur í Lettlandi. „Mér finnst ég bara fyrst og fremst vera ótrúlega heppinn. Maður hristir stundum bara hausinn yfir því, maður skilur ekki hvernig einhver ein manneskja getur verið svo heppin að fá að gera svona mörg skemmtileg og fjölbreytt verkefni. Það er eitthvað sem maður er þakklátur fyrir.“ View this post on Instagram A post shared by HBO (@hbo) Bíó og sjónvarp Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Hann hefur alltaf einhvern veginn verið svo indæll en vonandi finnst honum ég líka bara sæmilegur leikari,“ segir Ólafur Darri Ólafsson léttur í bragði í samtali við Vísi. Severance eru þættir úr smiðju bandarísku streymisveitunnar Apple Plus og þáttagerðarmannsins Dan Ericson, sem átti hugmyndina og skrifaði handritið. Ólafur Darri ræddi Walter Mitty ævintýrið í sjónvarpsþættinum Fókus árið 2014. Sagðist hafa verið „starstruck“ þegar hann hitti Ben Stiller í fyrsta sinn. Severance er dystópískur sálfræðitryllir um starfsmenn Lumon fyrirtækisins sem undirgangast aðgerð á heila sem skilja að minningar þeirra um vinnuna annars vegar og allt annað hinsvegar. Adam Scott fer með aðalhlutverkið en tvískipt persóna hans kemst ásamt vinnufélögum og vinum að ýmsum dularfullum leyndarmálum fyrirtækisins. Ólafur Darri fer með hlutverk eins dularfullra yfirmanna fyrirtækisins í seríu tvö, herra Drummond. Fyrsta serían kom út árið 2022. Síðan hafa aðdáendur beðið óþreyjufullir eftir framhaldi sem nú er loksins mætt og fyrstu tveir þættirnir eru komnir út. Hefur markaðsherferð vegna þáttarins vakið mikla athygli en sem dæmi komu leikarar sér fyrir í „skrifstofubásum“ á stærstu lestarstöð New York borgar á háannatíma fyrr í mánuðinum. Vináttan lifað „Ég þurfti ekki að fara í prufu, sem er oft frábært. Stundum er gott að fara í prufu, stundum er gott að finna sig í hlutverkinu áður en maður fær það,“ segir Ólafur Darri. Vinátta þeirra Ben Stiller nær aftur til ársins 2013 þegar Ólafur Darri fór með hlutverk í „íslensku“ kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty þar sem Stiller hélt um leikstjórnartaumana og fór jafnframt með aðalhlutverkið. Þar fór Ólafur Darri með hlutverk drukkins þyrluflugstjóra í myndinni sem var að hluta til tekin upp á Íslandi. Síðan þá hefur vinátta þeirra verið rækilega skrásett, meðal annars birtust fréttir og myndbönd af því þegar þeir félagar áttu endurfundi á Stykkishólmi og féllust í faðma árið 2022. „Á þeim tíma sem ég vann með honum er hann náttúrulega bara einhver sem ég hafði litið upp til í mjög langan tíma og hann er náttúrulega bara ein af stærstu kvikmyndastjörnum í heimi. Í seinni tíð hefur hann svo verið að færa sig meira yfir í leikstjórn og kannski að það kúlmínerist að einhverju leyti í þessum þáttum þar sem maður sér bara hans handbragð út um allt. Það er svo ótrúleg vinna sem er lögð í þetta og þetta er svo vel gert.“ Ljóst er af gömlum fréttum að Ben Stiller hefur alla tíð dáðst af leiklistarhæfileikum Ólafs Darra. Hann segir að Stiller hafi nokkrum sinnum áður viljað fá hann til liðs við sig í hin ýmsu verkefni. „Já ég lék þarna örlítið cameo hlutverk í Zoolander 2 á sínum tíma og svo man ég að hann var búinn að finna mér hlutverk í The Escape at Dannemora en því miður held ég að ég hafi verið í tökum á Ófærð, þannig ég komst ekki á þeim tíma,“ segir Ólafur Darri. Nú hafi hinsvegar allt gengið upp. Vill hvorki síma né stóla á setti Ben Stiller ræddi nýverið reglur sem hann hefur tileinkað sér í leikstjórn en hann sagði frá því í hlaðvarpinu Working It Out að hann hefði bannað síma á settinu á Severance. Honum þykir þeir afar truflandi fyrir leikara. Þá hefði hann tileinkað sér ýmsar reglur sem aðrir leikstjórar líkt og Noel Baumbach og Wes Anderson hafa í gildi á sínum tökustöðum, líkt og bann við stólum. „Ég varð nú ekkert rosalega mikið var við þetta,“ segir Ólafur Darri hlæjandi þegar þessar reglur eru bornar undir hann. Hann segist frekar hafa haft hugann við það hvar hann væri staddur sem gríðarlegur aðdáandi fyrri seríunnar þegar hann var allt í einu mættur á kaldan gang Lumox fyrirtækisins sem er svo einkennandi fyrir Severance seríuna. „Ég átti svo fyndið móment þegar ég mætti þarna í fyrsta skipti og fékk að sjá þennan gang. Það er ótrúlega fyndið að fá svona fanboy móment þegar maður sér gang einhverstaðar, sem er þessi leikmynd. Þá man ég að ég hugsaði bara: „Já ókei, þetta er í alvörunni að fara að gerast! Ég er bara hérna!“ Það var alveg geðveikt.“ Vinnustaðurinn Lumox og gangar fyrirtækisins skera sig úr flestu öðru sem hægt er að sjá á skjánum þessa dagana.Wilson Webb/Apple TV+ Fyrsta spurningin til Ben var um geiturnar Eins og fram hefur komið byggja Severance þættirnir á mikilli spennu og leyndardómum um það hvað í ósköpunum sé raunverulega að eiga sér stað á bakvið dyr hjá Lumox fyrirtækinu. Einungis tveir þættir eru komnir út af annarri seríu og vill Ólafur Darri því eðli málsins samkvæmt halda spilunum þétt að sér og lítið gefa upp um hvernig var nákvæmlega á setti eða hvaða leikara hann hitti. „Það er náttúrulega það magnaða við þennan þátt að maður vill helst ekki vita meira en á sama tíma þráir maður að vita hvað nákvæmlega er í gangi. Þannig að þetta var mikið ævintýri. Fyrsti fundurinn minn með Ben og höfundi þáttanna honum Dan var einmitt þannig að það fyrsta sem ég byrjaði á að gera var að spyrja bara: Heyrðu, hvað er málið með kiðlingana? (e. Hey, what's up with the baby goats?) En svo sá ég strax að mér og var fljótur að segja bara: Nei ég vil ekki vita þetta!“ Þar vísar Ólafur Darri til eins af mestu leyndardómum seríunnar þar sem geitur birtast síendurtekið fyrir sjónum persónanna og virðast eiga einhverskonar híbýli í vistarverum Lumox fyrirtækisins. „Þú verður eiginlega að heyra aftur í mér þegar allir þættirnir eru komnir út, því ég vil ekki tjá mig um hvern ég hitti eða með hverjum ég var að vinna fyrr en sagan öll er komin út.“ Næstum of mikið að gera Það er ótrúlegt hvað Ólafur Darri hefur haft mikið að gera að undanförnu. Honum bregður reglulega fyrir í stórum hlutverkum í erlendum sjónvarpsþáttaverkefnum. Þar má nefna þætti á borð við Netflix seríuna La Palma þar sem hann fór með hlutverk jarðfræðings og svo rómantísku gamanþættina Somebody Somewhere þar sem hann fer með hlutverk Viglundar Hjartarsonar, Íslendings sem á í rómantískum kynnum við aðalpersónu þáttanna Sam. Svo hefur Ólafur Darri nóg að gera í þáttum líkt og Ráðherranum og Reykjavík Fusion sem væntanlegir eru á árinu. En hvernig í ósköpunum hefur hann tíma í þetta allt? Ólafur Darri í La Palma ásamt norsku leikkonunni sem ber það ótrúlega nafn Thea Sofie Loch Naess.Netflix „Ég skal alveg viðurkenna að síðasta ár var kannski...ég hugsa að ég hafi fundið hvað er hámarkið af því sem maður á að gera á einu ári,“ segir Ólafur Darri hlæjandi. Hann segist hafa verið orðinn ansi lúinn undir lok ársins en sem betur fer hafi hann fengið góða hvíld í nóvember og desember og tekist að safna kröftum. „Ég náði að vera með fjölskyldunni og upplifa hugguleg jól og áramót. Þannig að núna er ég spenntur að byrja í næsta verkefni,“ segir leikarinn sem getur ekki gefið meira upp en gat þó sagst vera staddur í Lettlandi. „Mér finnst ég bara fyrst og fremst vera ótrúlega heppinn. Maður hristir stundum bara hausinn yfir því, maður skilur ekki hvernig einhver ein manneskja getur verið svo heppin að fá að gera svona mörg skemmtileg og fjölbreytt verkefni. Það er eitthvað sem maður er þakklátur fyrir.“ View this post on Instagram A post shared by HBO (@hbo)
Bíó og sjónvarp Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira