Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2025 16:24 Björgunarsveitarfólk stóð vaktina við Grindavíkurveg þegar síðasta eldgos hófst í nóvember. Vísir/Vilhelm Skertur viðbragðstími veðurstofu og styttri tími til rýminga er eitthvað sem hafa þarf í huga þegar dvalið er í Grindavík í vondu veðri, að sögn veðurfræðings. Enn aukast líkur á eldgosi á Reykjanesskaga. Kvikusöfnun undir Svartsengi nálgast sama mark og fyrir síðasta kvikuhlaup og eldgos í nóvember. „Það er sama staða núna og hefur verið síðustu daga. Við erum komin inn á þetta tímabil þar sem líkur á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi eru farnar að aukast. Þetta heldur allt áfram með því sama,“ segir Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Nema ekki minni skjálfta í illviðri Slæmt veður og snjóþyngsl geta haft áhrif á getu mælitækja Veðurstofunnar til að nema undanfara kvikuhlaups, en rólegt veður er á svæðinu þessa stundina. „Staðan á mælikerfunum er góð núna. Við erum á milli lægða þannig að það er ekkert sem truflar jarðskjálftamælana okkar núna. Það verður lægðagangur næstu vikuna, þannig að það mun koma tími þar sem viðbragðsgetan okkar er örlítið skert.“ Taka verður veðrið með í reikninginn Kristín hvetur fólk til að taka mið af veðrinu þegar dvalið er í og við Grindavík. „Þegar það er mjög vont veður þá skerðir það viðbragðstímann okkar. Þá sjáum við ekki þessa allra minnstu skjálfta sem eru allra fyrstu merkin um að það sé eitthvað að gerast. Þegar það er vont veður þá skerðir það líka getu fólks sem er á svæðinu til að rýma, því þá getur verið erfitt fyrir Vegagerðina til að halda vegum opnum og svoleiðis. Það getur verið gott fyrir fólk að taka það með í reikninginn þegar það ákveður að vera á svæðinu í mjög slæmu veðri,“ sagði Kristín. Síðdegis á morgun tekur gul veðurviðvörun gildi á Suðurlandi og þá má eiga von á vestan 15 til 23 metrum á sekúndu með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Sú viðvörun gildir til klukkan níu annað kvöld. Samlita viðvörun hefur þá verið gefin út fyrir svæðið klukkan sex á miðvikudag, og endist hún fram yfir hádegi daginn eftir. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Veður Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Sjá meira
Kvikusöfnun undir Svartsengi nálgast sama mark og fyrir síðasta kvikuhlaup og eldgos í nóvember. „Það er sama staða núna og hefur verið síðustu daga. Við erum komin inn á þetta tímabil þar sem líkur á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi eru farnar að aukast. Þetta heldur allt áfram með því sama,“ segir Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Nema ekki minni skjálfta í illviðri Slæmt veður og snjóþyngsl geta haft áhrif á getu mælitækja Veðurstofunnar til að nema undanfara kvikuhlaups, en rólegt veður er á svæðinu þessa stundina. „Staðan á mælikerfunum er góð núna. Við erum á milli lægða þannig að það er ekkert sem truflar jarðskjálftamælana okkar núna. Það verður lægðagangur næstu vikuna, þannig að það mun koma tími þar sem viðbragðsgetan okkar er örlítið skert.“ Taka verður veðrið með í reikninginn Kristín hvetur fólk til að taka mið af veðrinu þegar dvalið er í og við Grindavík. „Þegar það er mjög vont veður þá skerðir það viðbragðstímann okkar. Þá sjáum við ekki þessa allra minnstu skjálfta sem eru allra fyrstu merkin um að það sé eitthvað að gerast. Þegar það er vont veður þá skerðir það líka getu fólks sem er á svæðinu til að rýma, því þá getur verið erfitt fyrir Vegagerðina til að halda vegum opnum og svoleiðis. Það getur verið gott fyrir fólk að taka það með í reikninginn þegar það ákveður að vera á svæðinu í mjög slæmu veðri,“ sagði Kristín. Síðdegis á morgun tekur gul veðurviðvörun gildi á Suðurlandi og þá má eiga von á vestan 15 til 23 metrum á sekúndu með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Sú viðvörun gildir til klukkan níu annað kvöld. Samlita viðvörun hefur þá verið gefin út fyrir svæðið klukkan sex á miðvikudag, og endist hún fram yfir hádegi daginn eftir.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Veður Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Sjá meira