Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2025 09:52 Brynjar Níelsson, lögmaður og fyrrverandi þingmaður. Vísir/Vilhelm Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara telur að Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sé hæfastur umsækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Jónas Þór Guðmundsson er talinn hæfastur sem dómari við Héraðsdóm Reykjaness. Embættin tvö voru auglýst til umsóknar 15. nóvember. Auk Brynjars sóttu þau Arndís Anna Kr. Gunnarsdóttir, lögmaður, og Sindri M. Stephensen, dósent og settur héraðsdómari, um embættið við Héraðsdóm Reykjavíkur. Öll þrjú voru þau talin uppfylla almenn hæfisskilyrði. Þegar tekið hafði verið tillit til allra þeirra þátta sem umsækjendurnir voru metnir út frá taldi nefndin Brynjar hæfastan. Hæfnismatið byggðist meðal annars á menntun, reynslu af dómstörfum, lögmanns- og málflutningsstörfum, stjórnsýslustörfum, fræðistörfum, stjórnun og öðru sem gæti nýst dómara. Brynjar og Sindri voru taldir jafnfærir í að semja dóma. Brynjar var alþingismaður frá 2013 til 2021 en áður starfaði hann sem hæstaréttarlögmaður. Eftir að hann lét af þingsetu var hann aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og síðar séfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar til í júlí. Hann sat sjálfur í dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti frá 2010 til 2012. Jónas Þór Guðmundsson, lögmaður og dómaraefni. Var stjórnarformaður Landsvirkjunar í áratug Arndís og Sindri sóttu einnig um embættið við Héraðsdóm Reykjaness. Jónas Þór var talinn hæfastur hvað varðaði reynslu og menntun. Sindri var aftur talinn jafnhæfur og Jónas Þór í að semja dóma. Jónas Þór er lögmaður sem hefur flutt mál bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Hann sat í kjararáði frá 2006 til 2018, þar á meðal sem formaður frá 2014 til 2018 og var oddviti yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis frá 2007 til 2016. Þá var hann formaður Lögmannafélags Íslands frá 2010 til 2015. Þá var Jónas Þór stjórnarformaður Landsvirkjunar í tíu ár frá 2014 til 2024 og frá 2022 formaður matsnefndar samkvæmt lögum um lax- og silungaveiði. Hann hefur einnig sinnt stundakennslu við lagadeildir bæði Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómstólar Stjórnsýsla Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Embættin tvö voru auglýst til umsóknar 15. nóvember. Auk Brynjars sóttu þau Arndís Anna Kr. Gunnarsdóttir, lögmaður, og Sindri M. Stephensen, dósent og settur héraðsdómari, um embættið við Héraðsdóm Reykjavíkur. Öll þrjú voru þau talin uppfylla almenn hæfisskilyrði. Þegar tekið hafði verið tillit til allra þeirra þátta sem umsækjendurnir voru metnir út frá taldi nefndin Brynjar hæfastan. Hæfnismatið byggðist meðal annars á menntun, reynslu af dómstörfum, lögmanns- og málflutningsstörfum, stjórnsýslustörfum, fræðistörfum, stjórnun og öðru sem gæti nýst dómara. Brynjar og Sindri voru taldir jafnfærir í að semja dóma. Brynjar var alþingismaður frá 2013 til 2021 en áður starfaði hann sem hæstaréttarlögmaður. Eftir að hann lét af þingsetu var hann aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og síðar séfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar til í júlí. Hann sat sjálfur í dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti frá 2010 til 2012. Jónas Þór Guðmundsson, lögmaður og dómaraefni. Var stjórnarformaður Landsvirkjunar í áratug Arndís og Sindri sóttu einnig um embættið við Héraðsdóm Reykjaness. Jónas Þór var talinn hæfastur hvað varðaði reynslu og menntun. Sindri var aftur talinn jafnhæfur og Jónas Þór í að semja dóma. Jónas Þór er lögmaður sem hefur flutt mál bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Hann sat í kjararáði frá 2006 til 2018, þar á meðal sem formaður frá 2014 til 2018 og var oddviti yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis frá 2007 til 2016. Þá var hann formaður Lögmannafélags Íslands frá 2010 til 2015. Þá var Jónas Þór stjórnarformaður Landsvirkjunar í tíu ár frá 2014 til 2024 og frá 2022 formaður matsnefndar samkvæmt lögum um lax- og silungaveiði. Hann hefur einnig sinnt stundakennslu við lagadeildir bæði Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómstólar Stjórnsýsla Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði