Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2025 16:10 Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó. AP/Marco Ugarte Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta umfangsmiklum tollum á Mexíkó. Í staðinn munu yfirvöld þar senda tíu þúsund hermenn að landamærum ríkjanna og auka þar eftirlit. Hermenn þessir eiga að hafa það helsta verkefni að draga úr flæði fentaníls og fólks yfir landamærin. Fentaníl er öflugt og mjög ávanabindandi ópíóðalyf sem dregið hefur fjölda Bandaríkjamanna til dauða á undanförnum árum. Frestun tollanna er til eins mánaðar og á þeim tíma eiga frekari viðræður milli ráðamanna ríkjanna að eiga sér stað. Ekkert hefur breyst varðandi tolla á vörur frá Kanada og hækkun á tolla á vörur frá Kína, sem taka eiga gildi á morgun. Sjá einnig: Hvað gengur Trump til með tollum? Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segir að Trump hafi heitið því að reyna að draga úr flæði bandarískra skotvopna til Mexíkó, sem yfirvöld þar hafa lengi mótmælt og reynt að koma í veg fyrir. Á blaðamannafundi í Mexíkó sagði Sheinbaum að hún hefði fundið fyrir miklum stuðningi innan Mexíkó en einnig meðal forsvarsmanna fyrirtækja í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt BBC sagði hún marga slíka hafa rætt við sig og að þeir hafi spilað stóra rullu í að þetta samkomulag hafði náðst. Viðskiptatengls Bandaríkjanna og Mexíkó eru mjög náin og þá sérstaklega þegar snýr að framleiðslu bíla. Í færslu á samfélagsmiðli sínum segir Trump að samtal hans og Sheinbaum hafi verið mjög vinalegt og að hún hafi samþykkt að senda áðurnefnda hermenn að landamærunum þegar í stað. Þá segist hann hlakka til þess að eiga í viðræðum við Mexíkóa og reyna að ná samkomulagi milli ríkjanna. Trump sagði einnig að hann hefði rætt við Justin Trudau í dag og myndir ræða við hann aftur. Eins og áður segir taka tollar Trumps gagnvart Kanada gildi á morgun og hafa ráðamenn í Kanada heitið sambærilegum viðbrögðum. New York Times hefur eftir háttsettum ráðamanni í Kanada að þar á bæ séu menn ekki vongóðir um að þeim standi til boða sambærileg lausn og fannst í Mexíkó. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Tengdar fréttir Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar. 3. febrúar 2025 06:22 Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að sagan sýni að tollastríð séu aldrei af hinu góða og gagnist engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún segir að gott samband okkar við Bandaríkin hafi verið okkur gríðarlega dýrmætt og mikilvægt sé að samskipti þar á milli séu góð. Ekkert bendi enn til þess að Ísland lendi í tollaálögum Trumps. 2. febrúar 2025 20:32 Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Tollastríð er hafið í Norður-Ameríku eftir að Donald Trump boðaði háa tolla á þrjú af stærstu viðskiptaríkjum Bandaríkjanna. Þetta eru gríðarlega slæmar fréttir að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem segir ástæðu til að hafa áhyggjur af þróuninni. Tollastríð geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagsæld og lífskjör á Íslandi. 2. febrúar 2025 14:00 Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett á tolla á vörur frá helstu viðskiptalöndum Bandaríkjanna. Mexíkó og Kanada taka því ekki þegjandi og hljóðalaust og boða tolla á móti. 2. febrúar 2025 11:47 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Hermenn þessir eiga að hafa það helsta verkefni að draga úr flæði fentaníls og fólks yfir landamærin. Fentaníl er öflugt og mjög ávanabindandi ópíóðalyf sem dregið hefur fjölda Bandaríkjamanna til dauða á undanförnum árum. Frestun tollanna er til eins mánaðar og á þeim tíma eiga frekari viðræður milli ráðamanna ríkjanna að eiga sér stað. Ekkert hefur breyst varðandi tolla á vörur frá Kanada og hækkun á tolla á vörur frá Kína, sem taka eiga gildi á morgun. Sjá einnig: Hvað gengur Trump til með tollum? Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segir að Trump hafi heitið því að reyna að draga úr flæði bandarískra skotvopna til Mexíkó, sem yfirvöld þar hafa lengi mótmælt og reynt að koma í veg fyrir. Á blaðamannafundi í Mexíkó sagði Sheinbaum að hún hefði fundið fyrir miklum stuðningi innan Mexíkó en einnig meðal forsvarsmanna fyrirtækja í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt BBC sagði hún marga slíka hafa rætt við sig og að þeir hafi spilað stóra rullu í að þetta samkomulag hafði náðst. Viðskiptatengls Bandaríkjanna og Mexíkó eru mjög náin og þá sérstaklega þegar snýr að framleiðslu bíla. Í færslu á samfélagsmiðli sínum segir Trump að samtal hans og Sheinbaum hafi verið mjög vinalegt og að hún hafi samþykkt að senda áðurnefnda hermenn að landamærunum þegar í stað. Þá segist hann hlakka til þess að eiga í viðræðum við Mexíkóa og reyna að ná samkomulagi milli ríkjanna. Trump sagði einnig að hann hefði rætt við Justin Trudau í dag og myndir ræða við hann aftur. Eins og áður segir taka tollar Trumps gagnvart Kanada gildi á morgun og hafa ráðamenn í Kanada heitið sambærilegum viðbrögðum. New York Times hefur eftir háttsettum ráðamanni í Kanada að þar á bæ séu menn ekki vongóðir um að þeim standi til boða sambærileg lausn og fannst í Mexíkó. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Tengdar fréttir Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar. 3. febrúar 2025 06:22 Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að sagan sýni að tollastríð séu aldrei af hinu góða og gagnist engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún segir að gott samband okkar við Bandaríkin hafi verið okkur gríðarlega dýrmætt og mikilvægt sé að samskipti þar á milli séu góð. Ekkert bendi enn til þess að Ísland lendi í tollaálögum Trumps. 2. febrúar 2025 20:32 Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Tollastríð er hafið í Norður-Ameríku eftir að Donald Trump boðaði háa tolla á þrjú af stærstu viðskiptaríkjum Bandaríkjanna. Þetta eru gríðarlega slæmar fréttir að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem segir ástæðu til að hafa áhyggjur af þróuninni. Tollastríð geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagsæld og lífskjör á Íslandi. 2. febrúar 2025 14:00 Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett á tolla á vörur frá helstu viðskiptalöndum Bandaríkjanna. Mexíkó og Kanada taka því ekki þegjandi og hljóðalaust og boða tolla á móti. 2. febrúar 2025 11:47 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar. 3. febrúar 2025 06:22
Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að sagan sýni að tollastríð séu aldrei af hinu góða og gagnist engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún segir að gott samband okkar við Bandaríkin hafi verið okkur gríðarlega dýrmætt og mikilvægt sé að samskipti þar á milli séu góð. Ekkert bendi enn til þess að Ísland lendi í tollaálögum Trumps. 2. febrúar 2025 20:32
Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Tollastríð er hafið í Norður-Ameríku eftir að Donald Trump boðaði háa tolla á þrjú af stærstu viðskiptaríkjum Bandaríkjanna. Þetta eru gríðarlega slæmar fréttir að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem segir ástæðu til að hafa áhyggjur af þróuninni. Tollastríð geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagsæld og lífskjör á Íslandi. 2. febrúar 2025 14:00
Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett á tolla á vörur frá helstu viðskiptalöndum Bandaríkjanna. Mexíkó og Kanada taka því ekki þegjandi og hljóðalaust og boða tolla á móti. 2. febrúar 2025 11:47