Martínez með slitið krossband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. febrúar 2025 18:30 Martínez liggur eftir í leiknum gegn Palace. Strax var ljóst að meiðslin væru alvarleg. Alex Dodd/Getty Images Lisandro Martínez, miðvörður Manchester United, er með slitið krossband og spilar ekki meira á þessari leiktíð. Ólíklegt er að hann spili meira á þessu ári. Martínez varð fyrir meiðslum í 2-0 tapi Man United á heimavelli gegn Crystal Palace. Strax var ljóst að meiðslin væru alvarleg en Martínez bað samstundis um skiptingu og hélt um hné sitt. Hann var í kjölfarið borinn af velli. Eftir leik sagði Rúben Amorim, þjálfari liðsins, að um væri að ræða alvarleg meiðsli. Nú greinir The Sun, ásamt fleiri miðlum, frá því að Martínez hafi slitið krossband í hné. Hinn 27 ára gamli Martínez fylgdi Erik ten Hag til Manchester frá Ajax. Eftir erfiða byrjun sýndi Martínez sínar bestu hlíðar á sinni fyrstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Undir lok leiktíðar varð hann hins vegar fyrir meiðslum á rist sem eltu hann inn í aðra leiktíð sína hjá félaginu. Eftir nokkra leiki meiddist hann aftur á fæti þar sem hann hafði farið alltof snemma af stað eftir meiðslin á fyrstu leiktíð sinni í Manchester. Hann var frá keppni þangað til í janúar á síðasta ári þegar hann sneri til baka en náði aðeins þremur leikjum áður en hann meiddist illa á hné. Hann var meiddur þangað til í lok mars þegar hann kom inn af bekknum gegn Brentford. Það gaman entist þó stutt þar sem Martínez varð fyrir meiðslum á kálfa í leiknum og var frá keppni allt þangað til undir loka tímabils. Hann náði síðustu deildarleikjum liðsins sem og þegar það vann Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Martínez hefur verið mikilvægur í annars slöku liði Man United það sem af er leiktíð. Þá hafði hann fundið markaskóna sína og verður erfitt fyrir Amorim að fylla skarð hans í öftustu línu, bæði er kemur að varnarleik sem og uppspili. Martínez hefur spilað 91 leik fyrir Manchester United til þessa. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Martínez varð fyrir meiðslum í 2-0 tapi Man United á heimavelli gegn Crystal Palace. Strax var ljóst að meiðslin væru alvarleg en Martínez bað samstundis um skiptingu og hélt um hné sitt. Hann var í kjölfarið borinn af velli. Eftir leik sagði Rúben Amorim, þjálfari liðsins, að um væri að ræða alvarleg meiðsli. Nú greinir The Sun, ásamt fleiri miðlum, frá því að Martínez hafi slitið krossband í hné. Hinn 27 ára gamli Martínez fylgdi Erik ten Hag til Manchester frá Ajax. Eftir erfiða byrjun sýndi Martínez sínar bestu hlíðar á sinni fyrstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Undir lok leiktíðar varð hann hins vegar fyrir meiðslum á rist sem eltu hann inn í aðra leiktíð sína hjá félaginu. Eftir nokkra leiki meiddist hann aftur á fæti þar sem hann hafði farið alltof snemma af stað eftir meiðslin á fyrstu leiktíð sinni í Manchester. Hann var frá keppni þangað til í janúar á síðasta ári þegar hann sneri til baka en náði aðeins þremur leikjum áður en hann meiddist illa á hné. Hann var meiddur þangað til í lok mars þegar hann kom inn af bekknum gegn Brentford. Það gaman entist þó stutt þar sem Martínez varð fyrir meiðslum á kálfa í leiknum og var frá keppni allt þangað til undir loka tímabils. Hann náði síðustu deildarleikjum liðsins sem og þegar það vann Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Martínez hefur verið mikilvægur í annars slöku liði Man United það sem af er leiktíð. Þá hafði hann fundið markaskóna sína og verður erfitt fyrir Amorim að fylla skarð hans í öftustu línu, bæði er kemur að varnarleik sem og uppspili. Martínez hefur spilað 91 leik fyrir Manchester United til þessa.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira