Arteta vonsvikinn Aron Guðmundsson skrifar 5. febrúar 2025 12:31 Mikel Arteta ræðir hér við sína menn Vísir/Getty Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, er vonsvikinn með þá staðreynd að félaginu hafi ekki tekist að bæta nýjum leikmanni við leikmannahóp sinn í nýafstöðnum félagsskiptaglugga. Vonir stuðningsmanna Arsenal voru bundnar við að félagið myndi sækja framherja í glugganum í ljósi meiðsla Gabriel Jesus sem verður lengi frá eftir að hafa slitið krossband og þá er Bukayo Saka enn frá vegna meiðsla. Þjóðverjinn Kai Havertz hefur borið hitann og þungann sem framherji liðsins upp á síðkastið. Arsenal kannaði ýmsa möguleika í félagsskiptaglugganum, gerði meðal annars tilboð í Ollie Watkins framherja Aston Villa og könnuðu möguleikann á því að sækja Mathys Tel frá Bayern Munchen en sá endaði hjá Tottenham á láni út tímabilið. Arsenal mætir Newcastle United í kvöld í seinni leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins og á blaðamannafundi fyrir leikinn lýsti Arteta yfir vonbrigðum sínum. „Við vorum með skýr markmið. Að leita leiða til þess að bæta leikmannahópinn með ákveðinni týpu af leikmönnum. Við náðum því ekki og erum því vonsviknir en erum þó einnig meðvitaðir um að við viljum aðeins ákveðna týpu af leikmönnum. Við þurfum að vera agaðir í okkar nálgun og við vorum það að mínu mati,“ sagði Arteta á blaðamannafundinum. Aðspurður hvort hann væri sérstaklega pirraður út í þá staðreynd að félaginu hafi ekki tekist að bæta við framherja svaraði Arteta því neitandi. „Vegna þess að við gerðum okkar besta, fórum rétt að hlutunum,“ sagði Arteta. „Auðvitað getum við dregið lærdóm frá þessu, getum það alltaf, en svo verðum við að halda áfram. Það er engin leið að vita á þessari stundu hvort það hefði verið betra að semja við einhvern eða ekki. Við munum líklegast fá svar við þeirri spurningu í lok tímabilsins.“ Arsenal er sem stendur í 2.sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem á einnig leik til góða. Þá er Arsenal komið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar, á fyrir höndum leik kvöldsins í undanúrslitum deildarbikarsins en er úr leik í enska bikarnum eftir tap gegn Manchester United. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Sjá meira
Vonir stuðningsmanna Arsenal voru bundnar við að félagið myndi sækja framherja í glugganum í ljósi meiðsla Gabriel Jesus sem verður lengi frá eftir að hafa slitið krossband og þá er Bukayo Saka enn frá vegna meiðsla. Þjóðverjinn Kai Havertz hefur borið hitann og þungann sem framherji liðsins upp á síðkastið. Arsenal kannaði ýmsa möguleika í félagsskiptaglugganum, gerði meðal annars tilboð í Ollie Watkins framherja Aston Villa og könnuðu möguleikann á því að sækja Mathys Tel frá Bayern Munchen en sá endaði hjá Tottenham á láni út tímabilið. Arsenal mætir Newcastle United í kvöld í seinni leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins og á blaðamannafundi fyrir leikinn lýsti Arteta yfir vonbrigðum sínum. „Við vorum með skýr markmið. Að leita leiða til þess að bæta leikmannahópinn með ákveðinni týpu af leikmönnum. Við náðum því ekki og erum því vonsviknir en erum þó einnig meðvitaðir um að við viljum aðeins ákveðna týpu af leikmönnum. Við þurfum að vera agaðir í okkar nálgun og við vorum það að mínu mati,“ sagði Arteta á blaðamannafundinum. Aðspurður hvort hann væri sérstaklega pirraður út í þá staðreynd að félaginu hafi ekki tekist að bæta við framherja svaraði Arteta því neitandi. „Vegna þess að við gerðum okkar besta, fórum rétt að hlutunum,“ sagði Arteta. „Auðvitað getum við dregið lærdóm frá þessu, getum það alltaf, en svo verðum við að halda áfram. Það er engin leið að vita á þessari stundu hvort það hefði verið betra að semja við einhvern eða ekki. Við munum líklegast fá svar við þeirri spurningu í lok tímabilsins.“ Arsenal er sem stendur í 2.sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem á einnig leik til góða. Þá er Arsenal komið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar, á fyrir höndum leik kvöldsins í undanúrslitum deildarbikarsins en er úr leik í enska bikarnum eftir tap gegn Manchester United.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Sjá meira