Newcastle lét draum Víkings rætast Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2025 09:00 Víkingur Ólafsson birti myndir af sér á heimavelli Newcastle þar sem hann sá Anthony Gordon og félaga tryggja sér sæti í úrslitaleik. Instagram/@vikingurolafsson og Getty „Hvílíkt kvöld í Newcastle!“ skrifaði Grammy-verðlaunahafinn Víkingur Heiðar Ólafsson á Instagram eftir að hafa verið sérstakur gestur á leik Newcastle og Arsenal í enska deildabikarnum í gærkvöld. Þar með rættist gamall draumur píanóleikarans. Víkingur segir frá því á Instagram að hann hafi elskað og dáð lið Newcastle frá 11 ára aldri. Kvöldið hafi því verið algjörlega dásamlegt en hann fékk að sjá Newcastle vinna 2-0 sigur og tryggja sér sæti í úrslitaleiknum á Wembley, með samtals 4-0 sigri í einvíginu. Víkingur fékk höfðinglegar móttökur á St James‘ Park og komst í návígi við stjörnur Newcastle-liðsins alveg við völlinn, auk þess sem hann fékk góðar veitingar og þá fékk Grammy-verðlaunahafinn kort með meðal annars íslensku orðunum: „Mikið til hamingju!“ „Takk @nufc fyrir að bjóða mér á þennan goðsagnakennda leik og fyrir að taka svona höfðinglega á móti okkur,“ skrifar Víkingur á Instagram. Hann er staddur í Newcastle vegna tónleika í The Glasshouse í kvöld, með Konunglegu norrænu sinfóníuhljómsveitinni sem Dinis Sousa stýrir. Þeir Víkingur og Sousa voru saman á leiknum í gær. View this post on Instagram A post shared by Víkingur Ólafsson (@vikingurolafsson) „Þetta var alveg dásamlegt kvöld, æskudraumur að rætast því ég hef fylgst með og dáð þetta lið síðan ég var 11 ára. Það að vinna Arsenal með svona fumlausum hætti og komast í úrslitaleikinn var bara með ólíkindum og ég mun aldrei gleyma hávaðanum á leikvanginum,“ skrifar Víkingur, í lauslegri þýðingu, og bætir við að þetta hafi verið skemmtilegur forleikur að tónleikunum í kvöld. Víkingur sá Jacob Murphy koma Newcastle yfir á 20. mínútu gegn Arsenal í gær, og Anthony Gordon bætti við öðru eftir mistök Arsenal-manna snemma í seinni hálfleik. Newcastle mætir annað hvort Liverpool og Tottenham á Wembley en þau mætast í hinum undanúrslitaleiknum í kvöld. Enski boltinn Tengdar fréttir Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari segist hálforðlaus eftir að hafa unnið til Grammy-verðlauna í gærkvöldi. Víkingur var búinn að undirbúa tapræðu til að fara með, hefðu verðlaunin farið annað, eins og hann taldi sjálfur allar líkur á. 3. febrúar 2025 14:32 Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Newcastle sló Arsenal út úr enska deildabikarnum í kvöld eftir 2-0 sigur í seinni undanúrslitaleik liðanna St. James Park. Newcastle er þar með einu skrefi nær fyrsta titli félagsins í ansi marga áratugi. 5. febrúar 2025 21:54 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Víkingur segir frá því á Instagram að hann hafi elskað og dáð lið Newcastle frá 11 ára aldri. Kvöldið hafi því verið algjörlega dásamlegt en hann fékk að sjá Newcastle vinna 2-0 sigur og tryggja sér sæti í úrslitaleiknum á Wembley, með samtals 4-0 sigri í einvíginu. Víkingur fékk höfðinglegar móttökur á St James‘ Park og komst í návígi við stjörnur Newcastle-liðsins alveg við völlinn, auk þess sem hann fékk góðar veitingar og þá fékk Grammy-verðlaunahafinn kort með meðal annars íslensku orðunum: „Mikið til hamingju!“ „Takk @nufc fyrir að bjóða mér á þennan goðsagnakennda leik og fyrir að taka svona höfðinglega á móti okkur,“ skrifar Víkingur á Instagram. Hann er staddur í Newcastle vegna tónleika í The Glasshouse í kvöld, með Konunglegu norrænu sinfóníuhljómsveitinni sem Dinis Sousa stýrir. Þeir Víkingur og Sousa voru saman á leiknum í gær. View this post on Instagram A post shared by Víkingur Ólafsson (@vikingurolafsson) „Þetta var alveg dásamlegt kvöld, æskudraumur að rætast því ég hef fylgst með og dáð þetta lið síðan ég var 11 ára. Það að vinna Arsenal með svona fumlausum hætti og komast í úrslitaleikinn var bara með ólíkindum og ég mun aldrei gleyma hávaðanum á leikvanginum,“ skrifar Víkingur, í lauslegri þýðingu, og bætir við að þetta hafi verið skemmtilegur forleikur að tónleikunum í kvöld. Víkingur sá Jacob Murphy koma Newcastle yfir á 20. mínútu gegn Arsenal í gær, og Anthony Gordon bætti við öðru eftir mistök Arsenal-manna snemma í seinni hálfleik. Newcastle mætir annað hvort Liverpool og Tottenham á Wembley en þau mætast í hinum undanúrslitaleiknum í kvöld.
Enski boltinn Tengdar fréttir Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari segist hálforðlaus eftir að hafa unnið til Grammy-verðlauna í gærkvöldi. Víkingur var búinn að undirbúa tapræðu til að fara með, hefðu verðlaunin farið annað, eins og hann taldi sjálfur allar líkur á. 3. febrúar 2025 14:32 Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Newcastle sló Arsenal út úr enska deildabikarnum í kvöld eftir 2-0 sigur í seinni undanúrslitaleik liðanna St. James Park. Newcastle er þar með einu skrefi nær fyrsta titli félagsins í ansi marga áratugi. 5. febrúar 2025 21:54 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari segist hálforðlaus eftir að hafa unnið til Grammy-verðlauna í gærkvöldi. Víkingur var búinn að undirbúa tapræðu til að fara með, hefðu verðlaunin farið annað, eins og hann taldi sjálfur allar líkur á. 3. febrúar 2025 14:32
Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Newcastle sló Arsenal út úr enska deildabikarnum í kvöld eftir 2-0 sigur í seinni undanúrslitaleik liðanna St. James Park. Newcastle er þar með einu skrefi nær fyrsta titli félagsins í ansi marga áratugi. 5. febrúar 2025 21:54