Irv Gotti er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. febrúar 2025 09:12 Irv Gotti sem stofnaði Murder Inc. Records árið 1998 og var áhrifamikill í hipphopp-heiminum í lok tíunda áratugarins er látinn. Getty Irv Gotti, tónlistarframleiðandi, útgefandi og stofnandi Murder Inc. Records, er látinn 54 ára að aldri. The Hollywood Reporter greinir frá andláti hans. Dánarorsök Gotti liggur ekki fyrir en hann hafði fengið nokkur heilablóðföll á síðustu árum og hafði jafnframt glímt við sykursýki. Gotti lætur eftir sig þrjú börn sín: Angie, Sonny og Jonathan Wilson. Gotti, sem hét réttu nafni Irving Domingo Lorenzo Jr., fæddist 26. júní 1970 í Hollis-hverfi í Queens. Hann hóf feril sinn sem tónlistarframleiðandi undir nafninu DJ Irv og framleiddi til að mynda Jay-Z-lagið „Can I Live“ á fyrstu plötu rapparans, Reasonable Doubt, 1996. Í lok tíunda áratugarins og í upphafi fyrsta áratugar þessarar aldar framleiddi Gotti lög fyrir DMX, Ashanti, Ja Rule, Jennifer Lopez og Aaliyuh. Framleiðslustíll Gotti einkenndist af blöndu hipphopp-takta og R&B-melódía. Morð hf. og vandræði með FBI Gotti starfaði sem A&R-maður hjá Def Jam og átti stóran þátt í því að fá DMX, Jay-Z og Ja Rule til liðs við útgáfuna. Gotti fékk leyfi hjá stjórnendum Def Jam til að stofna eigin útgáfu, Murder Inc. Records, með bróður sínum, Chris Lorenzo. Útgáfan hét í höfuðið á glæpahópnum Murder Inc. sem starfaði frá 1929-1941 og gaf út plötur fyrir Ja Rule og Vanessu Carlton en einnig plötur Gotti sjálfs. Gotti og Jay-Z fagna á tíu ára afmæli útgáfu Reasonable Doubt.Getty Murder Inc. lentu í vandræðum 2003 þegar Alríkislögreglan réðist inn á skrifstofur útgáfunnar vegna meintra tengsla hennar við eiturlyfjabaróninn Kenneth „Supreme“ McGriff. Gotti og Chris höfðu kynnst McGriff 1994 og haldið góðu sambandi við kauða. Málinu var vísað frá 2005 en skaðaði orðspör útgáfunnar allverulega. „Def Jam hefur misst einn af sínum mest skapandi hipphopp-hermönnum,“ sagði Lyor Cohen, sem var framkvæmdastjóri útgáfunnar frá 1988 til 2004. „Þegar við vorum á hnjánum kom hann með hitann og bjargaði okkur. Hann er úr fallegri fjölskyldu úr Queens og það er heiður og forréttindi að hafa þekkt hann,“ sagði Cohen. Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
The Hollywood Reporter greinir frá andláti hans. Dánarorsök Gotti liggur ekki fyrir en hann hafði fengið nokkur heilablóðföll á síðustu árum og hafði jafnframt glímt við sykursýki. Gotti lætur eftir sig þrjú börn sín: Angie, Sonny og Jonathan Wilson. Gotti, sem hét réttu nafni Irving Domingo Lorenzo Jr., fæddist 26. júní 1970 í Hollis-hverfi í Queens. Hann hóf feril sinn sem tónlistarframleiðandi undir nafninu DJ Irv og framleiddi til að mynda Jay-Z-lagið „Can I Live“ á fyrstu plötu rapparans, Reasonable Doubt, 1996. Í lok tíunda áratugarins og í upphafi fyrsta áratugar þessarar aldar framleiddi Gotti lög fyrir DMX, Ashanti, Ja Rule, Jennifer Lopez og Aaliyuh. Framleiðslustíll Gotti einkenndist af blöndu hipphopp-takta og R&B-melódía. Morð hf. og vandræði með FBI Gotti starfaði sem A&R-maður hjá Def Jam og átti stóran þátt í því að fá DMX, Jay-Z og Ja Rule til liðs við útgáfuna. Gotti fékk leyfi hjá stjórnendum Def Jam til að stofna eigin útgáfu, Murder Inc. Records, með bróður sínum, Chris Lorenzo. Útgáfan hét í höfuðið á glæpahópnum Murder Inc. sem starfaði frá 1929-1941 og gaf út plötur fyrir Ja Rule og Vanessu Carlton en einnig plötur Gotti sjálfs. Gotti og Jay-Z fagna á tíu ára afmæli útgáfu Reasonable Doubt.Getty Murder Inc. lentu í vandræðum 2003 þegar Alríkislögreglan réðist inn á skrifstofur útgáfunnar vegna meintra tengsla hennar við eiturlyfjabaróninn Kenneth „Supreme“ McGriff. Gotti og Chris höfðu kynnst McGriff 1994 og haldið góðu sambandi við kauða. Málinu var vísað frá 2005 en skaðaði orðspör útgáfunnar allverulega. „Def Jam hefur misst einn af sínum mest skapandi hipphopp-hermönnum,“ sagði Lyor Cohen, sem var framkvæmdastjóri útgáfunnar frá 1988 til 2004. „Þegar við vorum á hnjánum kom hann með hitann og bjargaði okkur. Hann er úr fallegri fjölskyldu úr Queens og það er heiður og forréttindi að hafa þekkt hann,“ sagði Cohen.
Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira