Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2025 14:06 John Ratcliffe er nýr yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. AP/Alex Brandon Forsvarsmenn leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa sent Hvíta húsinu ódulkóðaðan tölvupóst sem inniheldur nöfn allra þeirra sem ráðnir hafa verið til starfa hjá stofnuninni undanfarin tvö ár. Með þessu vildu þeir verða við forsetatilskipun Donalds Trumps um undirbúning fyrir mögulegan niðurskurð. Tölvupósturinn er ekki ríkisleyndarmál og hefur honum meðal annars verið lýst sem hörmungum fyrir starfsemi leyniþjónustunnar, ef ske kynni að hann rataði í hendur erlendra njósnara. Listinn inniheldur fornöfn fólksins og fyrsta staf eftirnafns þeirra en samkvæmt frétt New York Times er á honum fólk sem ráðið hefur verið til ýmissa starfa hjá CIA. Þar á meðal er fólk sem á að starfa leynilega í öðrum ríkjum. Margir voru sérstaklega ráðnir með Kína í huga og eru kínverskir tölvuþrjótar sagðir í stöðugri leit að upplýsingum um þetta fólk. Heimildarmenn NYT segjast hafa áhyggjur af því að listinn fari í dreifingu og þá sérstaklega til ungra starfsmanna DOGE, stofnunar Elons Musk sem standa á í umfangsmiklum niðurskurði vestanhafs. Fari listinn í dreifingu gæti hann hæglega endað í höndum njósnara annarra ríkja. Sérfræðingar sögðu NYT að þá væri tiltölulega auðvelt að bera listann saman við opinber gögn, samfélagsmiðla og annað og bera þannig kennsl á marga á honum. Heimildarmaður CNN segir marga á listanum vera með óhefðbundin nöfn sem geri auðvelt að bera kennsl á þá. Aðrir sögðu líklegt að tölvupósturinn hefði í raun bundið enda á feril margra ungra starfsmanna CIA á honum. Í yfirlýsingum til fjölmiðla segja talsmenn CIA að listinn hafi verið sendur vegna forsetatilskipunar Trumps og lagalega séð hefði annað ekki verið hægt. Fjörutíu þúsund samþykkja starfslok Wall Street Journal sagði frá því á þriðjudaginn að forsvarsmenn CIA hefðu boðið öllum starfsmönnum starfslokasamning. Þeir gætu hætt og fengið um átta mánaða laun en opinberir starfsmenn víðsvegar um Bandaríkin hafa fengið sambærilegt tilboð frá því Trump tók við embætti. Samkvæmt frétt Wasington Post hafa þessir starfsmenn frest til kvöldsins til að samþykkja tilboðið. Tilboð þetta nær til um 2,3 milljóna opinberra starfsmanna en fleiri en fjörutíu þúsund manns munu þegar hafa tekið tilboðinu í gærkvöldi. Taki ekki nægilega margir þessu tilboði stendur til að fara í umfangsmiklar uppsagnir, samkvæmt tölvupósti sem blaðamenn WP hafa undir höndum. Verkalýðsfélög um átta hundruð þúsund opinberra starfsmanna hafa höfðað mál vegna tilboðsins og verður það tekið fyrir í dómsal seinna í dag. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Tölvupósturinn er ekki ríkisleyndarmál og hefur honum meðal annars verið lýst sem hörmungum fyrir starfsemi leyniþjónustunnar, ef ske kynni að hann rataði í hendur erlendra njósnara. Listinn inniheldur fornöfn fólksins og fyrsta staf eftirnafns þeirra en samkvæmt frétt New York Times er á honum fólk sem ráðið hefur verið til ýmissa starfa hjá CIA. Þar á meðal er fólk sem á að starfa leynilega í öðrum ríkjum. Margir voru sérstaklega ráðnir með Kína í huga og eru kínverskir tölvuþrjótar sagðir í stöðugri leit að upplýsingum um þetta fólk. Heimildarmenn NYT segjast hafa áhyggjur af því að listinn fari í dreifingu og þá sérstaklega til ungra starfsmanna DOGE, stofnunar Elons Musk sem standa á í umfangsmiklum niðurskurði vestanhafs. Fari listinn í dreifingu gæti hann hæglega endað í höndum njósnara annarra ríkja. Sérfræðingar sögðu NYT að þá væri tiltölulega auðvelt að bera listann saman við opinber gögn, samfélagsmiðla og annað og bera þannig kennsl á marga á honum. Heimildarmaður CNN segir marga á listanum vera með óhefðbundin nöfn sem geri auðvelt að bera kennsl á þá. Aðrir sögðu líklegt að tölvupósturinn hefði í raun bundið enda á feril margra ungra starfsmanna CIA á honum. Í yfirlýsingum til fjölmiðla segja talsmenn CIA að listinn hafi verið sendur vegna forsetatilskipunar Trumps og lagalega séð hefði annað ekki verið hægt. Fjörutíu þúsund samþykkja starfslok Wall Street Journal sagði frá því á þriðjudaginn að forsvarsmenn CIA hefðu boðið öllum starfsmönnum starfslokasamning. Þeir gætu hætt og fengið um átta mánaða laun en opinberir starfsmenn víðsvegar um Bandaríkin hafa fengið sambærilegt tilboð frá því Trump tók við embætti. Samkvæmt frétt Wasington Post hafa þessir starfsmenn frest til kvöldsins til að samþykkja tilboðið. Tilboð þetta nær til um 2,3 milljóna opinberra starfsmanna en fleiri en fjörutíu þúsund manns munu þegar hafa tekið tilboðinu í gærkvöldi. Taki ekki nægilega margir þessu tilboði stendur til að fara í umfangsmiklar uppsagnir, samkvæmt tölvupósti sem blaðamenn WP hafa undir höndum. Verkalýðsfélög um átta hundruð þúsund opinberra starfsmanna hafa höfðað mál vegna tilboðsins og verður það tekið fyrir í dómsal seinna í dag.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira