Greint er frá skemmdum sem urðu á búnaði í færslu á Facebook-síðu skíðasvæðanna. Þótt eldingar séu tíðar í Bláfjöllum hafi þær verið óvenjumiklar í fárviðrinu sem gekk yfir landið á miðvikudag og fimmtudag.
Kóngurinn, stólalyfta í Kóngsgili sem flytur fólk í vinsælustu skíðaleiðirnar í Bláfjöllum, er þar sagður verða ógangfær í einhverja daga. Eldingar sem fylgdu óveðrinu hafi skemmt bæði stóra og smá rafmagnshluti þrátt fyrir fjölda eldingavara. Auk lyftunnar og stýribúnaðarins sem hafi alls konar smærri rafmagnssvissar brunnið.
Lokað verður á skíðasvæðunum í Bláfjöllum vegna veðurs í dag. Vonir standa þó til að hægt verði að opna á morgun.