Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. febrúar 2025 20:50 Guðrún Hafsteinsdóttir býður fram krafta sína til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir segist bjóða sig fram sem sameinandi afl fyrir alla Sjálfstæðismenn. Nái hún kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins verði allar deilur skildar eftir í fortíðinni. Guðrún tilkynnti um formannsframboð fyrir fullum Sal í dag. Guðrún boðaði til fundar í Salnum í Kópavogi með þriggja daga fyrirvara, sem flestir töldu fyrir fram að Guðrún myndi nýta til að bjóða sig fram í embætti formanns. „Með þetta að leiðarljósi, að byggja upp, að skapa samstöðu, og ná árangri, tek ég auðmjúk við hinum fjölmörgu áskorunum sem mér hafa borist og ég býð fram krafta mína til að leiða Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði Guðrún. Margt var um manninn á fundinum í dag, en þar mátti meðal annars sjá sitjandi þingmenn, sveitarstjóra, og Ágústu Johnson, eiginkonu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem tilkynnti í upphafi viku að hann myndi ekki gefa kost á sér til formanns. „Það kom gríðarlegur fjöldi af Suðurnesjum, og líka gríðarlegur fjöldi líka austan Hellisheiðar, og fólk kom víða að, alls staðar að landinu og það kom gleðilega á óvart.“ Guðrún lagði í ræðu sinni áherslu á að sameina Sjálfstæðisflokkinn, en undanfarin ár hefur nokkuð verið fjallað um átök innan hans, meðal annars milli Áslaugar Örnu, mótframbjóðanda Guðrúnar til formanns, og Guðlaugs Þórs. „Ég er að bjóða mig fram sem sameinandi afl, og þá ef að ég verð valin af mínum flokksmönnum, þá leggjum við allar deilur aftur fyrir okkur og hefjum nýja vegferð.“ Næsti formaður fái ærin verkefni, nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í stjórnarandstöðu á þingi í fyrsta sinn síðan 2013. „En það verður líka verkefnið, það eru sveitarstjórnarkosningar á næsta ári, og það voru tíðindi í gær til dæmis úr borginni. Það er verkefni auðvitað að Sjálfstæðisflokkurinn nái borginni aftur til sín og stýri henni hér af festu og dugnaði, áræðni, og komi hlutum í framkvæmd sem ekki hefur verið gert og þá er ég til dæmis að nefna samgöngur og húsnæðismál.“ Guðrún hlakki til formannsslags við Áslaugu, og mögulega fleiri. „Ég hlakka mest til þess að fara um landið, hitta flokksmenn og landsmenn alla og ræða sjálfstæðisstefnuna og frelsishugsunina og hvernig við ætlum að halda hér íslandi áfram í fremstu röð allra ríkja.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fleiri fréttir Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Sjá meira
Guðrún boðaði til fundar í Salnum í Kópavogi með þriggja daga fyrirvara, sem flestir töldu fyrir fram að Guðrún myndi nýta til að bjóða sig fram í embætti formanns. „Með þetta að leiðarljósi, að byggja upp, að skapa samstöðu, og ná árangri, tek ég auðmjúk við hinum fjölmörgu áskorunum sem mér hafa borist og ég býð fram krafta mína til að leiða Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði Guðrún. Margt var um manninn á fundinum í dag, en þar mátti meðal annars sjá sitjandi þingmenn, sveitarstjóra, og Ágústu Johnson, eiginkonu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem tilkynnti í upphafi viku að hann myndi ekki gefa kost á sér til formanns. „Það kom gríðarlegur fjöldi af Suðurnesjum, og líka gríðarlegur fjöldi líka austan Hellisheiðar, og fólk kom víða að, alls staðar að landinu og það kom gleðilega á óvart.“ Guðrún lagði í ræðu sinni áherslu á að sameina Sjálfstæðisflokkinn, en undanfarin ár hefur nokkuð verið fjallað um átök innan hans, meðal annars milli Áslaugar Örnu, mótframbjóðanda Guðrúnar til formanns, og Guðlaugs Þórs. „Ég er að bjóða mig fram sem sameinandi afl, og þá ef að ég verð valin af mínum flokksmönnum, þá leggjum við allar deilur aftur fyrir okkur og hefjum nýja vegferð.“ Næsti formaður fái ærin verkefni, nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í stjórnarandstöðu á þingi í fyrsta sinn síðan 2013. „En það verður líka verkefnið, það eru sveitarstjórnarkosningar á næsta ári, og það voru tíðindi í gær til dæmis úr borginni. Það er verkefni auðvitað að Sjálfstæðisflokkurinn nái borginni aftur til sín og stýri henni hér af festu og dugnaði, áræðni, og komi hlutum í framkvæmd sem ekki hefur verið gert og þá er ég til dæmis að nefna samgöngur og húsnæðismál.“ Guðrún hlakki til formannsslags við Áslaugu, og mögulega fleiri. „Ég hlakka mest til þess að fara um landið, hitta flokksmenn og landsmenn alla og ræða sjálfstæðisstefnuna og frelsishugsunina og hvernig við ætlum að halda hér íslandi áfram í fremstu röð allra ríkja.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fleiri fréttir Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Sjá meira