Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. febrúar 2025 23:46 Trump sagði fréttamanni frá fyrirhuguðum tollum um borð í forsetaflugvélinni. Í sömu flugferð skrifaði hann undir plagg sem kvað á um að 9. febrúar yrði framvegis „dagur Ameríkuflóans.“ Trump hefur breytt, eða sagst vilja breyta, nafni Mexíkóflóa í Ameríkuflóa. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla leggja 25 prósenta toll á allan innflutning á stáli og áli strax á morgun. Þá muni hann einnig leggja gagnkvæma tolla á öll ríki sem hafa lagt tolla á bandarískan útflutning. Trump sagði þetta við fréttamenn er hann var um borð í forsetaflugvélinni Air Force One á leið á Ofurskálina. Samkvæmt BBC á hann að hafa sagt að tollarnir muni eiga við um „allt stál“ og ál sem flutt er inn til Bandaríkjanna. Þeir eigi að taka gildi strax á mánudaginn. Þá muni gagnkvæmu tollarnir taka gildi á þriðjudaginn eða miðvikudaginn. „Þetta er einfalt, ef þau rukka okkur, þá rukkum við þau. Þetta verður frábært fyrir alla, líka hin löndin,“ sagði Trump. Hætti við tolla á Mexíkó og Kanada Donald Trump hótaði fyrir rúmlega viku að leggja 25 prósenta toll á allar vorur frá Kanada og Mexíkó, og tíu prósenta toll á vörur frá Kína. Tollunum gegn Mexíkó og Kanada var frestað eftir að leiðtogar ríkjanna lofuðu að stórefla landamæragæslu sína með það að markmiði að draga úr flæði fentaníls og fólks yfir landamærin. Árið 2018 lagði ríkisstjórn Trumps í Bandaríkjunum 25 prósent toll á allan stálinnflutning og 10 prósent á allan álinnflutning frá Kanada, Mexíkó og Evrópusambandinu. Samkomulag náðist rúmu ári síðar um að afnema tollana gegn Mexíkó og Kanada, en þá voru gerðir viðskiptasamningar milli landanna þriggja, USMCA samkomulagið. BBC. Íslenskt ál fer að langmestu til Evrópu Í nýrri greiningu sem Samtök Iðnaðarins fóru fyrir kom fram að frá Íslandi hefðu verið fluttar út iðnaðarvörur til Bandaríkjanna og ESB fyrir um 422 milljarða króna árið 2023 samkvæmt upplýsingum frá Íslandsstofu og Hagstofu Íslands. Þá hafi vöruútflutningur iðnaðarvara til ESB numið 382 milljörðum króna, eða rétt um 91 prósenti. Þar af hafi um 300 milljarðar samanstaðið af álútflutningi. „Allt ál sem að framleitt er hér á landi fer til Evrópu meira og minna,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins. Verðmæti iðnaðarvara sem fluttar voru frá Íslandi til Bandaríkjanna numu um 40 milljörðum árið 2023, og þar var hugverkaiðnaður í aðalhlutverki. „Við erum að sjá það til dæmis að lækningavörur og tæki er það sem við flytjum mest af út til Bandaríkjanna þegar kemur að iðnaðarvörum. Síðan eru það matvæla-, drykkjar- og landbúnaðarvörur,“ segir Sigurður. Sigurður hefur sagt að mikilvægt sé fyrir Ísland að gæta hagsmuna sinna gagnvart bæði ESB og Bandaríkjunum, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan útflutning. Á vefsíðu Samtaka álframleiðanda á Íslandi er sagt frá því að allt ál sem framleitt er á Íslandi sé að uppistöðu flutt til Evrópusambandsins. Þá sé ál frá Norðuráli til að mynda selt til Rotterdam og þaðan fari það í dreifingu til annarra Evrópulanda. Það sé meðal annars notað í framleiðslu Mercedes Benz bíla, og íhluti fyrir bíla eins og felgur. Donald Trump Skattar og tollar Bandaríkin Áliðnaður Tengdar fréttir Hvað gengur Trump til með tollum? Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill beita Kanada, Mexíkó og Kína umfangsmiklum tollum og segir tolla gegn Evrópu væntanlega á næstunni. Viðbrögð markaða hafa að mestu verið á einn veg, þar sem flest ljós loga rauð í kauphöllum heimsins. 3. febrúar 2025 11:40 Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar. 3. febrúar 2025 06:22 Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Fyrirhuguðum tollahækkunum Bandaríkjanna sem áttu að beinast að Kanada hefur verið frestað. 3. febrúar 2025 22:05 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Trump sagði þetta við fréttamenn er hann var um borð í forsetaflugvélinni Air Force One á leið á Ofurskálina. Samkvæmt BBC á hann að hafa sagt að tollarnir muni eiga við um „allt stál“ og ál sem flutt er inn til Bandaríkjanna. Þeir eigi að taka gildi strax á mánudaginn. Þá muni gagnkvæmu tollarnir taka gildi á þriðjudaginn eða miðvikudaginn. „Þetta er einfalt, ef þau rukka okkur, þá rukkum við þau. Þetta verður frábært fyrir alla, líka hin löndin,“ sagði Trump. Hætti við tolla á Mexíkó og Kanada Donald Trump hótaði fyrir rúmlega viku að leggja 25 prósenta toll á allar vorur frá Kanada og Mexíkó, og tíu prósenta toll á vörur frá Kína. Tollunum gegn Mexíkó og Kanada var frestað eftir að leiðtogar ríkjanna lofuðu að stórefla landamæragæslu sína með það að markmiði að draga úr flæði fentaníls og fólks yfir landamærin. Árið 2018 lagði ríkisstjórn Trumps í Bandaríkjunum 25 prósent toll á allan stálinnflutning og 10 prósent á allan álinnflutning frá Kanada, Mexíkó og Evrópusambandinu. Samkomulag náðist rúmu ári síðar um að afnema tollana gegn Mexíkó og Kanada, en þá voru gerðir viðskiptasamningar milli landanna þriggja, USMCA samkomulagið. BBC. Íslenskt ál fer að langmestu til Evrópu Í nýrri greiningu sem Samtök Iðnaðarins fóru fyrir kom fram að frá Íslandi hefðu verið fluttar út iðnaðarvörur til Bandaríkjanna og ESB fyrir um 422 milljarða króna árið 2023 samkvæmt upplýsingum frá Íslandsstofu og Hagstofu Íslands. Þá hafi vöruútflutningur iðnaðarvara til ESB numið 382 milljörðum króna, eða rétt um 91 prósenti. Þar af hafi um 300 milljarðar samanstaðið af álútflutningi. „Allt ál sem að framleitt er hér á landi fer til Evrópu meira og minna,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins. Verðmæti iðnaðarvara sem fluttar voru frá Íslandi til Bandaríkjanna numu um 40 milljörðum árið 2023, og þar var hugverkaiðnaður í aðalhlutverki. „Við erum að sjá það til dæmis að lækningavörur og tæki er það sem við flytjum mest af út til Bandaríkjanna þegar kemur að iðnaðarvörum. Síðan eru það matvæla-, drykkjar- og landbúnaðarvörur,“ segir Sigurður. Sigurður hefur sagt að mikilvægt sé fyrir Ísland að gæta hagsmuna sinna gagnvart bæði ESB og Bandaríkjunum, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan útflutning. Á vefsíðu Samtaka álframleiðanda á Íslandi er sagt frá því að allt ál sem framleitt er á Íslandi sé að uppistöðu flutt til Evrópusambandsins. Þá sé ál frá Norðuráli til að mynda selt til Rotterdam og þaðan fari það í dreifingu til annarra Evrópulanda. Það sé meðal annars notað í framleiðslu Mercedes Benz bíla, og íhluti fyrir bíla eins og felgur.
Donald Trump Skattar og tollar Bandaríkin Áliðnaður Tengdar fréttir Hvað gengur Trump til með tollum? Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill beita Kanada, Mexíkó og Kína umfangsmiklum tollum og segir tolla gegn Evrópu væntanlega á næstunni. Viðbrögð markaða hafa að mestu verið á einn veg, þar sem flest ljós loga rauð í kauphöllum heimsins. 3. febrúar 2025 11:40 Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar. 3. febrúar 2025 06:22 Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Fyrirhuguðum tollahækkunum Bandaríkjanna sem áttu að beinast að Kanada hefur verið frestað. 3. febrúar 2025 22:05 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Hvað gengur Trump til með tollum? Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill beita Kanada, Mexíkó og Kína umfangsmiklum tollum og segir tolla gegn Evrópu væntanlega á næstunni. Viðbrögð markaða hafa að mestu verið á einn veg, þar sem flest ljós loga rauð í kauphöllum heimsins. 3. febrúar 2025 11:40
Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar. 3. febrúar 2025 06:22
Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Fyrirhuguðum tollahækkunum Bandaríkjanna sem áttu að beinast að Kanada hefur verið frestað. 3. febrúar 2025 22:05