Sprungin dekk og ónýtar felgur Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 12:59 Nokkrar af holunum sem myndast hafa á vegum í umhleypingum nú um helgina. Vegagerðin hefur staðið í ströngu við viðgerðir. Vegagerðin Stórar og djúpar holur á Hellisheiði og í Kömbum hafa gerta ökumönnum lífið leitt í morgun. Vegagerðin vinnur að viðgerðum á holunum, sem orðið hafa til eftir umhleypingar síðustu daga. Úrhellisrigning er á Snæfellsnesi, vatn hefur flætt yfir vegi á Vesturlandi og varað er við skriðuhættu á Vestfjörðum. Vegagerðin fékk fyrstu tilkynningar um holur á þjóðveginum á Suðurlandi í gær, að sögn Svans Bjarnasonar svæðisstjóra fyrir suðursvæði hjá Vegagerðinni. Aðstæður eru verstar á tveimur stöðum, annars vegar neðst í Kömbunum við Hveragerði á leið til Reykjavíkur og hins vegar á gatnamótunum við Hamragilsveg að Hellisheiðarvirkjun. „Þar eru að myndast slæmar holur, mynduðust í gær, og þá var kallaður út mannskapur hjá okkur til að fara að fylla í holur. Svo hefur þetta gerst aftur í nótt og margir bílar lentu í þessu í morgun, heyrðist mér,“ segir Svanur. Vinnuflokkur Vegagerðina fyllti þessa í holu við gatnamótin að Hellisheiðarvirkjun, sem reyndist ökumönnum einna illskeyttust.vegagerðin Umhleypingar síðustu daga fari illa í slitlögin, og afleiðingarnar verði gjarnan þessar. Vinnuflokkar muni reyna að fylla í verstu holurnar með malbiki. Svanur er ekki með nákvæma tölu yfir ökumenn sem orðið hafa fyrir tjóni en þeir gætu verið allt að tuttugu. „Þetta eru svo hvassar holur og sérstaklega þarna við Hamragilsveginn, þar eru holurnar svo djúpar að þær eru komnar niður í mölina, og þá eru þetta mjög slæm högg sem menn verða fyrir og þá skemmast dekk og jafnvel felgur,“ segir Svanur. Hann beinir því til vegfarenda á svæðinu að fara varlega, ástandið gæti orðið viðvarandi næstu daga. Úrhelli í Grundarfirði Á vesturhluta landsins þurfa vegfarendur einnig að fara með gát, af annarri ástæðu þó. Þar er varað við vatnsveðri og skriðuhættu, einkum á Vestfjörðum. Jón Kristinn Helgason fagstjóri skriðuvöktunar á Veðurstofunni segir tilkynningar hafa borist um vatnavexti við Raknadalshlíð á Barðastrandavegi og á Kleifarheiði. „Svo er töluverð úrkoma á Snæfellsnesinu líka þó að það svæði þoli miklu meiri úrkomu. Það er mikið búið að skilja sig við mæla í Grundarfirði, 185 millimetrar á síðustu tuttugu og fjórum tímum sem er mjög mikið. Og þar flæðir eitthvað að mér skilst. Eina tilkynning um grjóthrun sem við höfum fengið er í Ólafsvíkurenni,“ segir Jón Kristinn. Vegagerð Hveragerði Ölfus Umferð Veður Tengdar fréttir Margar slæmar holur á Hellisheiði Vegagerðin hefur varað við að mjög mikið sé af slæmum holum á Hellisheiðinni eftir umhleypingar síðustu daga. 10. febrúar 2025 08:39 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
Vegagerðin fékk fyrstu tilkynningar um holur á þjóðveginum á Suðurlandi í gær, að sögn Svans Bjarnasonar svæðisstjóra fyrir suðursvæði hjá Vegagerðinni. Aðstæður eru verstar á tveimur stöðum, annars vegar neðst í Kömbunum við Hveragerði á leið til Reykjavíkur og hins vegar á gatnamótunum við Hamragilsveg að Hellisheiðarvirkjun. „Þar eru að myndast slæmar holur, mynduðust í gær, og þá var kallaður út mannskapur hjá okkur til að fara að fylla í holur. Svo hefur þetta gerst aftur í nótt og margir bílar lentu í þessu í morgun, heyrðist mér,“ segir Svanur. Vinnuflokkur Vegagerðina fyllti þessa í holu við gatnamótin að Hellisheiðarvirkjun, sem reyndist ökumönnum einna illskeyttust.vegagerðin Umhleypingar síðustu daga fari illa í slitlögin, og afleiðingarnar verði gjarnan þessar. Vinnuflokkar muni reyna að fylla í verstu holurnar með malbiki. Svanur er ekki með nákvæma tölu yfir ökumenn sem orðið hafa fyrir tjóni en þeir gætu verið allt að tuttugu. „Þetta eru svo hvassar holur og sérstaklega þarna við Hamragilsveginn, þar eru holurnar svo djúpar að þær eru komnar niður í mölina, og þá eru þetta mjög slæm högg sem menn verða fyrir og þá skemmast dekk og jafnvel felgur,“ segir Svanur. Hann beinir því til vegfarenda á svæðinu að fara varlega, ástandið gæti orðið viðvarandi næstu daga. Úrhelli í Grundarfirði Á vesturhluta landsins þurfa vegfarendur einnig að fara með gát, af annarri ástæðu þó. Þar er varað við vatnsveðri og skriðuhættu, einkum á Vestfjörðum. Jón Kristinn Helgason fagstjóri skriðuvöktunar á Veðurstofunni segir tilkynningar hafa borist um vatnavexti við Raknadalshlíð á Barðastrandavegi og á Kleifarheiði. „Svo er töluverð úrkoma á Snæfellsnesinu líka þó að það svæði þoli miklu meiri úrkomu. Það er mikið búið að skilja sig við mæla í Grundarfirði, 185 millimetrar á síðustu tuttugu og fjórum tímum sem er mjög mikið. Og þar flæðir eitthvað að mér skilst. Eina tilkynning um grjóthrun sem við höfum fengið er í Ólafsvíkurenni,“ segir Jón Kristinn.
Vegagerð Hveragerði Ölfus Umferð Veður Tengdar fréttir Margar slæmar holur á Hellisheiði Vegagerðin hefur varað við að mjög mikið sé af slæmum holum á Hellisheiðinni eftir umhleypingar síðustu daga. 10. febrúar 2025 08:39 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
Margar slæmar holur á Hellisheiði Vegagerðin hefur varað við að mjög mikið sé af slæmum holum á Hellisheiðinni eftir umhleypingar síðustu daga. 10. febrúar 2025 08:39