Shiffrin segist of hrædd og ver ekki titilinn á HM Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 14:46 Mikaela Shiffrin þarf tíma til að jafna sig andlega eftir slysið í nóvember. Getty/Paul Brechu Bandaríska skíðadrottningin Mikaela Shiffrin segist vera að glíma við áfallastreituröskun (e. PTSD) eftir slysið í nóvember. Hún treysti sér því ekki til þess að reyna að verja heimsmeistaratitil sinn í stórsvigi á HM í Austurríki. Shiffrin, sem unnið hefur 99 heimsbikarmót á sínum glæsilega ferli, var stálheppin að ekki skyldi fara verr þegar það stakkst gat á kvið hennar við fall á heimsbikarmóti í Killington í nóvember. Shiffrin ætlaði þar að ná þeim miklu tímamótum að vinna sitt hundraðasta heimsbikarmót en er núna enn að jafna sig andlega eftir slysið. Þrátt fyrir að vera mætt á HM þá hefur Shiffrin nú ákveðið að taka ekki þátt í stórsviginu á mótinu en keppt verður í því á fimmtudaginn. „Ég er andlega hindruð frá því að komast á næsta stig í hraða og að setja kraft í beygjurnar,“ sagði Shiffrin í talskilaboðum til AP fréttastofunnar. „Þessi mikla sálræna barátta, sem er eins og áfallastreituröskun, er enn meiri glíma en ég bjóst við. Ég hélt að þegar við myndum lenda í Evrópu og fengjum reglulegar æfingar þá myndi ég bæta mig skref fyrir skref, og að ástríðan og löngunin til að keppa myndu yfirstíga allan ótta sem ég glímdi við,“ sagði Shiffrin. Keppir í liðakeppni á morgun Ekki liggur fyrir hvað það var sem stakkst inn í kvið Shiffrin í nóvember en hún hefur sjálf sagt líklegast að um toppinn á skíðastaf hennar hafi verið að ræða. Aðeins hafi munað millímetrum að meiðslin gætu orðið lífshættuleg. Shiffrin sneri aftur til keppni í síðasta mánuði þegar hún varð í 10. sæti í svigi á móti í Frakklandi og hún stefnir enn á að keppa í svigi, sem er hægari og því hættuminni grein en stórsvig, á HM á laugardaginn. Shiffrin ætlar einnig að keppa á morgun í nýju liðakeppninni þar sem tveir og tveir keppa saman í liði, þar sem annar keppandi keppir í svigi en hinn í bruni, og samanlagður tími gildir. Shiffrin mun því keppa í svigi með Breezy Johnson sem keppir í bruni en Johnson er nýkrýndur heimsmeistari í bruni. Skíðaíþróttir Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Sjá meira
Shiffrin, sem unnið hefur 99 heimsbikarmót á sínum glæsilega ferli, var stálheppin að ekki skyldi fara verr þegar það stakkst gat á kvið hennar við fall á heimsbikarmóti í Killington í nóvember. Shiffrin ætlaði þar að ná þeim miklu tímamótum að vinna sitt hundraðasta heimsbikarmót en er núna enn að jafna sig andlega eftir slysið. Þrátt fyrir að vera mætt á HM þá hefur Shiffrin nú ákveðið að taka ekki þátt í stórsviginu á mótinu en keppt verður í því á fimmtudaginn. „Ég er andlega hindruð frá því að komast á næsta stig í hraða og að setja kraft í beygjurnar,“ sagði Shiffrin í talskilaboðum til AP fréttastofunnar. „Þessi mikla sálræna barátta, sem er eins og áfallastreituröskun, er enn meiri glíma en ég bjóst við. Ég hélt að þegar við myndum lenda í Evrópu og fengjum reglulegar æfingar þá myndi ég bæta mig skref fyrir skref, og að ástríðan og löngunin til að keppa myndu yfirstíga allan ótta sem ég glímdi við,“ sagði Shiffrin. Keppir í liðakeppni á morgun Ekki liggur fyrir hvað það var sem stakkst inn í kvið Shiffrin í nóvember en hún hefur sjálf sagt líklegast að um toppinn á skíðastaf hennar hafi verið að ræða. Aðeins hafi munað millímetrum að meiðslin gætu orðið lífshættuleg. Shiffrin sneri aftur til keppni í síðasta mánuði þegar hún varð í 10. sæti í svigi á móti í Frakklandi og hún stefnir enn á að keppa í svigi, sem er hægari og því hættuminni grein en stórsvig, á HM á laugardaginn. Shiffrin ætlar einnig að keppa á morgun í nýju liðakeppninni þar sem tveir og tveir keppa saman í liði, þar sem annar keppandi keppir í svigi en hinn í bruni, og samanlagður tími gildir. Shiffrin mun því keppa í svigi með Breezy Johnson sem keppir í bruni en Johnson er nýkrýndur heimsmeistari í bruni.
Skíðaíþróttir Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Sjá meira