Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2025 20:47 José María del Nido Carrasco, núverandi forseti Sevilla, er hér til hægri að ræða málin við Jose Castro Carmona þegar sá síðarnefndi var forseti Sevilla. Getty/ Jonathan Moscrop José María del Nido Carrasco, forseti Sevilla, sakar risanna í Real Madrid um að eyðileggja spænska fótboltann með herferð sinni gegn dómurum í La Liga. Forráðamenn Real Madrid voru æfir eftir 1-0 tap á móti Espanyol 1. febrúar síðastliðinn. Félagið sendi í kjölfarið inn formlega og mjög harðorða kvörtun til spænska knattspyrnusambandsins. Það mátti lesa út úr því að dómarastéttin væri á móti Real Madrid og sýndi það með ákvörðunum sínum í leikjum liðsins. Real heimtaði líka að fá að heyra samskipti á milli dómara leiksins þegar ákveðið var að reka ekki Carlos Romero af velli fyrir brot á Kylian Mbappé. Romero skoraði seinna sigurmarkið í leiknum. Real Madrid hélt því fram að með þessum dómi hafi dómarakerfið á Spáni misst allan trúverðugleika. Del Nido Carrasco ræddi yfirlýsingu Real Madrid við DAZN sjónvarpsstöðina fyrir leik Sevilla á móti Barcelona um helgina, leik sem Sevilla tapaði síðan 4-1. „Við verðum að greina á milli þess að kalla eftir betra dómarakerfi og því að gagnrýna svona harðlega einstaka dóma. Þetta er óþolandi og óásættanlegt. Með þessu bréfi gera þeir lítið úr heiðri og trúverðugleika dómaranna og keppninnar. Fótboltaheimurinn þarf að fordæma opinberlega slíka yfirlýsingu sem gerir lítið úr heiðarleika fótboltans,“ sagði Del Nido Carrasco. Hann telur að Real Madrid noti alla sína miðla sem og aðra miðla sem þeir hafa ítök í til að dæla út óhróðri um dómgæslu og annað sem þeir eru ekki sáttir við. „Það sem er verst við þetta er að Real Madrid er að reyna að eyðileggja spænskan fótboltann, með Real Madrid TV og öðrum hætti. Við getum ekki sætt okkur við það að félag eins og Real Madrid reyni að útrýma okkur svona,“ sagði Del Nido Carrasco. „Við styðjum fullkomlega við bakið á dómurum. Við sættum okkur ekki við að það sé vegið að heiðri þeirra. Madrid vill setja pressu á þá og koma í veg fyrir að þeir hafi frelsi til að taka ákvarðanir sínar,“ sagði Del Nido Carrasco. Spænski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Sjá meira
Forráðamenn Real Madrid voru æfir eftir 1-0 tap á móti Espanyol 1. febrúar síðastliðinn. Félagið sendi í kjölfarið inn formlega og mjög harðorða kvörtun til spænska knattspyrnusambandsins. Það mátti lesa út úr því að dómarastéttin væri á móti Real Madrid og sýndi það með ákvörðunum sínum í leikjum liðsins. Real heimtaði líka að fá að heyra samskipti á milli dómara leiksins þegar ákveðið var að reka ekki Carlos Romero af velli fyrir brot á Kylian Mbappé. Romero skoraði seinna sigurmarkið í leiknum. Real Madrid hélt því fram að með þessum dómi hafi dómarakerfið á Spáni misst allan trúverðugleika. Del Nido Carrasco ræddi yfirlýsingu Real Madrid við DAZN sjónvarpsstöðina fyrir leik Sevilla á móti Barcelona um helgina, leik sem Sevilla tapaði síðan 4-1. „Við verðum að greina á milli þess að kalla eftir betra dómarakerfi og því að gagnrýna svona harðlega einstaka dóma. Þetta er óþolandi og óásættanlegt. Með þessu bréfi gera þeir lítið úr heiðri og trúverðugleika dómaranna og keppninnar. Fótboltaheimurinn þarf að fordæma opinberlega slíka yfirlýsingu sem gerir lítið úr heiðarleika fótboltans,“ sagði Del Nido Carrasco. Hann telur að Real Madrid noti alla sína miðla sem og aðra miðla sem þeir hafa ítök í til að dæla út óhróðri um dómgæslu og annað sem þeir eru ekki sáttir við. „Það sem er verst við þetta er að Real Madrid er að reyna að eyðileggja spænskan fótboltann, með Real Madrid TV og öðrum hætti. Við getum ekki sætt okkur við það að félag eins og Real Madrid reyni að útrýma okkur svona,“ sagði Del Nido Carrasco. „Við styðjum fullkomlega við bakið á dómurum. Við sættum okkur ekki við að það sé vegið að heiðri þeirra. Madrid vill setja pressu á þá og koma í veg fyrir að þeir hafi frelsi til að taka ákvarðanir sínar,“ sagði Del Nido Carrasco.
Spænski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Sjá meira