Ari Freyr og Ólafur Ingi sameinaðir á ný í U21-landsliðinu Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2025 11:01 Ari Freyr Skúlason er á leið í nýtt verkefni hjá KSÍ eftir að hafa verið landsliðsmaður um árabil. MYND/STÖÐ 2 SPORT Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður gullaldarliðs Íslands í fótbolta, verður aðstoðarþjálfari U21-landsliðsins í komandi leikjum. Ari mun því aðstoða Ólaf Inga Skúlason en þeir voru saman í íslenska A-landsliðinu um árabil og fóru til að mynda saman á HM í Rússlandi 2018. Ari leysir af hólmi Lúðvík Gunnarsson sem verður staddur í öðru verkefni með U17-liði karla, þegar U21-landsliðið mætir Ungverjalandi og Skotlandi í vináttuleikjum á Pinatar Arena á Spáni í mars. Fyrri leikurinn er við Ungverjaland föstudaginn 21. mars klukkan 13 og sá seinni við Skotland þriðjudaginn 25. mars klukkan 13. Ari, sem á að baki 83 A-landsleiki og lék tíu leiki fyrir U21-landsliðið á sínum tíma, lagði skóna á hilluna haustið 2023 og sneri sér að þjálfun. Hann sinnir í dag þjálfarastarfi hjá Norrköping þar sem hann hjálpar ungum leikmönnum að fóta sig í aðalliði félagsins. U21-landsliðið undirbýr sig með leikjunum í mars fyrir komandi undankeppni fyrir EM 2027. Liðið leikur í C-riðli með Frakklandi, Sviss, Færeyjum, Lúxemborg og Eistlandi. Fyrsti leikur Íslands er við Færeyjar 4. september. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
Ari mun því aðstoða Ólaf Inga Skúlason en þeir voru saman í íslenska A-landsliðinu um árabil og fóru til að mynda saman á HM í Rússlandi 2018. Ari leysir af hólmi Lúðvík Gunnarsson sem verður staddur í öðru verkefni með U17-liði karla, þegar U21-landsliðið mætir Ungverjalandi og Skotlandi í vináttuleikjum á Pinatar Arena á Spáni í mars. Fyrri leikurinn er við Ungverjaland föstudaginn 21. mars klukkan 13 og sá seinni við Skotland þriðjudaginn 25. mars klukkan 13. Ari, sem á að baki 83 A-landsleiki og lék tíu leiki fyrir U21-landsliðið á sínum tíma, lagði skóna á hilluna haustið 2023 og sneri sér að þjálfun. Hann sinnir í dag þjálfarastarfi hjá Norrköping þar sem hann hjálpar ungum leikmönnum að fóta sig í aðalliði félagsins. U21-landsliðið undirbýr sig með leikjunum í mars fyrir komandi undankeppni fyrir EM 2027. Liðið leikur í C-riðli með Frakklandi, Sviss, Færeyjum, Lúxemborg og Eistlandi. Fyrsti leikur Íslands er við Færeyjar 4. september.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira