Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2025 10:50 Donald Trump í skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í gær, þar sem hann skrifaði undir forsetatilskipanir. AP/Alex Brandon Alríkisdómari frá Rhode Island lýsti því yfir í gærkvöldi að Hvíta húsið hefði ekki orðið við skipun hans um að deila eigi út alríkisstyrkjum sem Hvíta húsið hefur stöðvað. Þetta er í fyrsta sinn sem dómari segir berum orðum að ríkisstjórn Donalds Trump sé ekki að framfylgja úrskurði en útlit er fyrir að uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í Bandaríkjunum sé í vændum. Frá því hann tók við völdum fyrir þremur vikum síðan hefur ríkisstjórn Trumps gripið til aragrúa aðgerða sem lagaleg óvissa ríkir um. Hann hefur skrifað undir fjölmargar forsetatilskipanir og dómarar hafa nokkrum sinnum gripið fram fyrir hendurnar á honum og stöðvað framfylgd skipananna tímabundið á meðan þær eiga að vera teknar til skoðunar. Aðgerðir Trumps í upphafi kjörtímabilsins ríma mjög við hið umdeilda plagg sem kallast Project 2025, sem er í einföldu máli sagt áherslulisti og leiðarvísir um það að rífa niður stjórnsýslu- og embættismannakerfi Bandaríkjanna og endurbyggja það með íhaldssamara ívafi og á á þann veg svo vald forsetaembættisins væri aukið. Sjá einnig: Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Bandamenn Trumps, eins og Elon Musk, auðugasti maður heims, og JD Vance, varaforseti, hafa lagt til að ríkisstjórnin hunsi úrskurði dómara sem þeir séu ósáttir við. Vance hefur til að mynda haldið því fram að dómarar megi ekki takmarka framkvæmdavaldið, sem er ekki rétt hjá honum. Sérfræðingar eru þegar farnir að lýsa ástandi sem stjórnarskrárkrísu. Mörg málaferli yfirstandandi John J. McConnell Jr., áðurnefndur dómari, lýsti því yfir í gær að ríkisstjórnin hefði ekki orðið við skýrri skipun hans frá 29. janúar síðastliðnum, þó hún hafi verið „skýr og ótvíræð“. Hann segir ekkert standa í vegi þess að verða við skipuninni. Strax í kjölfar þess að dómarinn lýsti vanþóknun sinni yfir áfrýjaði Hvíta húsið úrskurði hans frá 29. janúar til æðra dómstigs. Annar dómari komst í gær að þeirri niðurstöðu að brottrekstur Trumps á yfirmanni ríkisstofnunar sem hefur meðal annars það verkefni að vernda uppljóstrara innan stjórnsýslu Bandaríkjanna, væri mögulega ólöglegur. Sá maður heitir Hampton Dellinger og hefur hann höfðað mál gegn ríkisstjórninni á þeim grunni að það fari gegn lögum að reka hann. Trump hefur skrifað undir gífurlegan fjölda forsetatilskipana en margar þeirra standa á veikum grunni, lagalega séð.AÐ/Axel Brandon Hann segir lögin skýr um að forsetar geti ekki rekið hann án ástæðu. Hann þurfi að hafa verið sakaður um vanhæfi eða brot í starfi. Dellinger var í raun ráðinn af öldungadeild Bandaríkjaþings til fimm ára en Trump rak einnig í gær yfirmann siðferðisskrifstofu Bandaríkjanna, sem var einnig ráðinn af öldungadeildinni í fyrra og til fimm ára, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Dómarar hafa einnig stöðvað tilraunir Trumps til að binda enda á það að börn sem fæðast í Bandaríkjunum fái ríkisborgararétt, sem bundið er í stjórnarskrá Bandaríkjanna og tímabundið starfslokatilboð hans til opinberra starfsmanna. Þá er búið að höfða mál gegn fjölmörgum öðrum skipunum og aðgerðum Trumps og bandamanna hans. Í raun hefur ríkisstjórn Trumps komið illa út úr langflestum af þeim úrskurðum sem hafa verið gefnir út vegna aðgerða hans undanfarnar þrjár vikur. Einn dómari, sem skipaður var af Ronald Reagan, skrifaði um viðleitni Trumps til að binda enda á það að börn sem fæðist í Bandaríkjunum fái ríkisborgararétt, að svo virtist sem forsetinn bæri enga virðingu fyrir lögunum. Þau væru eitthvað til að sneiða hjá, ef þau væru í vegi pólitísks- eða einkahags hans. Meðal þess sem Trump skrifaði undir í gær var tilskipun um umfangsmikla tolla á stál og ál.AP/Alex Brandon Kerfið ekki hannað fyrir þennan hraða Líklegt er að mörg þessara mála muni að endingu rata á borð Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þar eru sex af níu dómurum skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum og þar af þrír af Trump sjálfum. Fyrsta málið sem líklegt þykir að endi hjá Hæstarétti snýr að ríkisborgararétti barna sem fæðast í Bandaríkjunum. Tilraunir forsetans til að stöðva fjárútlát sem þingið hefur þegar samþykkt og að leggja niður stofnun um þróunaraðstoð Bandaríkjanna, sem var stofnuð var á tímum John F. Kennedy, mun samkvæmt AP líklega einnig fara fyrir Hæstarétt. Repúblikanar, sem eru í meirihluta í báðum deildum þingsins, hafa sýnt lítinn sem engan vilja til að standa í hárinu á Trump og standa vörð um skiptingu valds í Bandaríkjunum. Í samtali við New York Times segja nokkrir lagaprófessorar að stjórnarskrárkrísa hafi myndast í bandaríkjunum. Trump hafi gripið til svo umfangsmikilla aðgerða sem virðist fara gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og annarra aðgerða sem gætu verið ólöglegar að annað eins hafi aldrei sést. Þessi sérfræðingar segja að flóð tilskipana frá Hvíta húsinu marki tilraunir til að breyta valdi forsetaembættisins. Umfangið sé svo mikið að því sé greinilega ætlað að koma í veg fyrir mikla umræðu og vandlega íhugun af höndum dómara. Kerfið sé ekki hannað fyrir þennan hraða. Í mörgum tilfellum gæti skaðinn þegar verið skeður þegar niðurstaða liggur loksins fyrir. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ítrekar að honum er alvara um Kanada Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað að honum sé alvara um að hann vilji að Kanada verði hluti af Bandaríkjunum. Kanadamönnum væri betur borgið innan Bandaríkjanna og hélt hann því fram Bandaríkjamenn „niðurgreiddu“ Kanada. 10. febrúar 2025 14:37 Afturkallar öryggisheimildir Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur afturkallað öryggisheimildir Joe Biden, forvera hans í embætti forseta. Biden gerði slíkt hið sama þegar hann var forseti í kjölfar innrásarinnar í þinghúsið þann 6. janúar 2021. Í tilkynningu Trump segir að auk þess að afturkalla öryggisheimildina eigi að láta af daglegum öryggisfundum með Biden. 8. febrúar 2025 08:54 Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Ungur starfsmaður DOGE, hefur sagt af sér eftir að hann var bendlaður við síðu á samfélagsmiðli þar sem hann lét fjölda rasískra ummæla falla. Hinn 25 ára gamli Marko Elez, hefur komið að vinnu DOGE við að skera verulega niður hjá alríkinu í Bandaríkjunum, undir stjórn Elons Musk, auðugasta manns heims. 7. febrúar 2025 15:59 Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast fækka starfsmönnum U.S. Agency for International Development (USAID) úr 10 þúsund í tæplega 300. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum. 7. febrúar 2025 08:20 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar mistök í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Frá því hann tók við völdum fyrir þremur vikum síðan hefur ríkisstjórn Trumps gripið til aragrúa aðgerða sem lagaleg óvissa ríkir um. Hann hefur skrifað undir fjölmargar forsetatilskipanir og dómarar hafa nokkrum sinnum gripið fram fyrir hendurnar á honum og stöðvað framfylgd skipananna tímabundið á meðan þær eiga að vera teknar til skoðunar. Aðgerðir Trumps í upphafi kjörtímabilsins ríma mjög við hið umdeilda plagg sem kallast Project 2025, sem er í einföldu máli sagt áherslulisti og leiðarvísir um það að rífa niður stjórnsýslu- og embættismannakerfi Bandaríkjanna og endurbyggja það með íhaldssamara ívafi og á á þann veg svo vald forsetaembættisins væri aukið. Sjá einnig: Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Bandamenn Trumps, eins og Elon Musk, auðugasti maður heims, og JD Vance, varaforseti, hafa lagt til að ríkisstjórnin hunsi úrskurði dómara sem þeir séu ósáttir við. Vance hefur til að mynda haldið því fram að dómarar megi ekki takmarka framkvæmdavaldið, sem er ekki rétt hjá honum. Sérfræðingar eru þegar farnir að lýsa ástandi sem stjórnarskrárkrísu. Mörg málaferli yfirstandandi John J. McConnell Jr., áðurnefndur dómari, lýsti því yfir í gær að ríkisstjórnin hefði ekki orðið við skýrri skipun hans frá 29. janúar síðastliðnum, þó hún hafi verið „skýr og ótvíræð“. Hann segir ekkert standa í vegi þess að verða við skipuninni. Strax í kjölfar þess að dómarinn lýsti vanþóknun sinni yfir áfrýjaði Hvíta húsið úrskurði hans frá 29. janúar til æðra dómstigs. Annar dómari komst í gær að þeirri niðurstöðu að brottrekstur Trumps á yfirmanni ríkisstofnunar sem hefur meðal annars það verkefni að vernda uppljóstrara innan stjórnsýslu Bandaríkjanna, væri mögulega ólöglegur. Sá maður heitir Hampton Dellinger og hefur hann höfðað mál gegn ríkisstjórninni á þeim grunni að það fari gegn lögum að reka hann. Trump hefur skrifað undir gífurlegan fjölda forsetatilskipana en margar þeirra standa á veikum grunni, lagalega séð.AÐ/Axel Brandon Hann segir lögin skýr um að forsetar geti ekki rekið hann án ástæðu. Hann þurfi að hafa verið sakaður um vanhæfi eða brot í starfi. Dellinger var í raun ráðinn af öldungadeild Bandaríkjaþings til fimm ára en Trump rak einnig í gær yfirmann siðferðisskrifstofu Bandaríkjanna, sem var einnig ráðinn af öldungadeildinni í fyrra og til fimm ára, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Dómarar hafa einnig stöðvað tilraunir Trumps til að binda enda á það að börn sem fæðast í Bandaríkjunum fái ríkisborgararétt, sem bundið er í stjórnarskrá Bandaríkjanna og tímabundið starfslokatilboð hans til opinberra starfsmanna. Þá er búið að höfða mál gegn fjölmörgum öðrum skipunum og aðgerðum Trumps og bandamanna hans. Í raun hefur ríkisstjórn Trumps komið illa út úr langflestum af þeim úrskurðum sem hafa verið gefnir út vegna aðgerða hans undanfarnar þrjár vikur. Einn dómari, sem skipaður var af Ronald Reagan, skrifaði um viðleitni Trumps til að binda enda á það að börn sem fæðist í Bandaríkjunum fái ríkisborgararétt, að svo virtist sem forsetinn bæri enga virðingu fyrir lögunum. Þau væru eitthvað til að sneiða hjá, ef þau væru í vegi pólitísks- eða einkahags hans. Meðal þess sem Trump skrifaði undir í gær var tilskipun um umfangsmikla tolla á stál og ál.AP/Alex Brandon Kerfið ekki hannað fyrir þennan hraða Líklegt er að mörg þessara mála muni að endingu rata á borð Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þar eru sex af níu dómurum skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum og þar af þrír af Trump sjálfum. Fyrsta málið sem líklegt þykir að endi hjá Hæstarétti snýr að ríkisborgararétti barna sem fæðast í Bandaríkjunum. Tilraunir forsetans til að stöðva fjárútlát sem þingið hefur þegar samþykkt og að leggja niður stofnun um þróunaraðstoð Bandaríkjanna, sem var stofnuð var á tímum John F. Kennedy, mun samkvæmt AP líklega einnig fara fyrir Hæstarétt. Repúblikanar, sem eru í meirihluta í báðum deildum þingsins, hafa sýnt lítinn sem engan vilja til að standa í hárinu á Trump og standa vörð um skiptingu valds í Bandaríkjunum. Í samtali við New York Times segja nokkrir lagaprófessorar að stjórnarskrárkrísa hafi myndast í bandaríkjunum. Trump hafi gripið til svo umfangsmikilla aðgerða sem virðist fara gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og annarra aðgerða sem gætu verið ólöglegar að annað eins hafi aldrei sést. Þessi sérfræðingar segja að flóð tilskipana frá Hvíta húsinu marki tilraunir til að breyta valdi forsetaembættisins. Umfangið sé svo mikið að því sé greinilega ætlað að koma í veg fyrir mikla umræðu og vandlega íhugun af höndum dómara. Kerfið sé ekki hannað fyrir þennan hraða. Í mörgum tilfellum gæti skaðinn þegar verið skeður þegar niðurstaða liggur loksins fyrir.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ítrekar að honum er alvara um Kanada Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað að honum sé alvara um að hann vilji að Kanada verði hluti af Bandaríkjunum. Kanadamönnum væri betur borgið innan Bandaríkjanna og hélt hann því fram Bandaríkjamenn „niðurgreiddu“ Kanada. 10. febrúar 2025 14:37 Afturkallar öryggisheimildir Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur afturkallað öryggisheimildir Joe Biden, forvera hans í embætti forseta. Biden gerði slíkt hið sama þegar hann var forseti í kjölfar innrásarinnar í þinghúsið þann 6. janúar 2021. Í tilkynningu Trump segir að auk þess að afturkalla öryggisheimildina eigi að láta af daglegum öryggisfundum með Biden. 8. febrúar 2025 08:54 Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Ungur starfsmaður DOGE, hefur sagt af sér eftir að hann var bendlaður við síðu á samfélagsmiðli þar sem hann lét fjölda rasískra ummæla falla. Hinn 25 ára gamli Marko Elez, hefur komið að vinnu DOGE við að skera verulega niður hjá alríkinu í Bandaríkjunum, undir stjórn Elons Musk, auðugasta manns heims. 7. febrúar 2025 15:59 Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast fækka starfsmönnum U.S. Agency for International Development (USAID) úr 10 þúsund í tæplega 300. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum. 7. febrúar 2025 08:20 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar mistök í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Ítrekar að honum er alvara um Kanada Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað að honum sé alvara um að hann vilji að Kanada verði hluti af Bandaríkjunum. Kanadamönnum væri betur borgið innan Bandaríkjanna og hélt hann því fram Bandaríkjamenn „niðurgreiddu“ Kanada. 10. febrúar 2025 14:37
Afturkallar öryggisheimildir Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur afturkallað öryggisheimildir Joe Biden, forvera hans í embætti forseta. Biden gerði slíkt hið sama þegar hann var forseti í kjölfar innrásarinnar í þinghúsið þann 6. janúar 2021. Í tilkynningu Trump segir að auk þess að afturkalla öryggisheimildina eigi að láta af daglegum öryggisfundum með Biden. 8. febrúar 2025 08:54
Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Ungur starfsmaður DOGE, hefur sagt af sér eftir að hann var bendlaður við síðu á samfélagsmiðli þar sem hann lét fjölda rasískra ummæla falla. Hinn 25 ára gamli Marko Elez, hefur komið að vinnu DOGE við að skera verulega niður hjá alríkinu í Bandaríkjunum, undir stjórn Elons Musk, auðugasta manns heims. 7. febrúar 2025 15:59
Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast fækka starfsmönnum U.S. Agency for International Development (USAID) úr 10 þúsund í tæplega 300. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum. 7. febrúar 2025 08:20