Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2025 12:32 Jenni Hermoso fagnar marki sínu gegn Kólumbíu á Ólympíuleikunum í París síðasta sumar. Getty Montse Tomé, þjálfari spænska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi Jenni Hermoso ekki í landsliðshópinn sem spilar við Belgíu og England í Þjóðadeildinni síðar í þessum mánuði. Réttarhöld standa yfir gegn Luis Rubiales, fyrrverandi formanni spænska knattspyrnusambandsins, sem ákærður var fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa, fyrir framan alla heimsbyggðina, gripið um höfuð Hermoso og kysst hana án samþykkis á munninn, eftir að Spánn varð heimsmeistari sumarið 2023. Hermoso er sjálf búin að bera vitni en það gerði hún í byrjun síðustu viku. „Ég vissi að þetta var koss frá yfirmanni mínum og að svona ætti ekki að gerast í neinum félags- eða vinnuaðstæðum,“ sagði Hermoso við réttarhöldin og bætti við: „Þetta augnablik skemmdi einn besta dag lífs míns.“ Landsliðsþjálfarinn Tomé hefur áður sagt að til þess að hlífa Hermoso hafi hún ekki verið valin í landsliðshópinn í síðustu leikjum, vináttuleikjum við Suður-Kóreu og Frakkland um mánaðamótin nóvember-desember. Á blaðamannafundi í dag sagði hún aðeins íþróttalegar ástæður að baki vali sínu og að dyrunum hefði ekki verið varanlega lokað gagnvart Hermoso né nokkrum öðrum leikmanni. Hermoso er 34 ára gömul og leikur með Tigres í mexíkósku úrvalsdeildinni. Hún lék síðast landsleik 25. október í 1-1 jafntefli við Kanada og var einnig í landsliðshópi Spánar sem hafnaði í 4. sæti á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Þar skoraði hún eitt mark. Spánverjar eru einnig án Alexia Putellas sem er að komast af stað eftir meiðsli. Irene Paredes kemur hins vegar inn í hópinn sem kemur saman til æfinga næsta mánudag. Fyrri leikur liðsins er við Belga 21. febrúar í Valencia og er það jafnframt söfnunarleikur fyrir fórnarlömb DANA-veðurofsans sem kostaði að minnsta kosti 224 manns lífið. Seinni leikurinn er við England á Wembley 26. febrúar. Réttarhöldin yfir Rubiales standa yfir til 19. febrúar. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Réttarhöldin yfir Luis Rubiales, fyrrum formanni spænska knattspyrnusambandsins, vegna kynferðislegrar áreitni halda áfram og nú var komið að Rubiales sjálfum að stíga í vitnastúkuna. 11. febrúar 2025 13:47 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Sjá meira
Réttarhöld standa yfir gegn Luis Rubiales, fyrrverandi formanni spænska knattspyrnusambandsins, sem ákærður var fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa, fyrir framan alla heimsbyggðina, gripið um höfuð Hermoso og kysst hana án samþykkis á munninn, eftir að Spánn varð heimsmeistari sumarið 2023. Hermoso er sjálf búin að bera vitni en það gerði hún í byrjun síðustu viku. „Ég vissi að þetta var koss frá yfirmanni mínum og að svona ætti ekki að gerast í neinum félags- eða vinnuaðstæðum,“ sagði Hermoso við réttarhöldin og bætti við: „Þetta augnablik skemmdi einn besta dag lífs míns.“ Landsliðsþjálfarinn Tomé hefur áður sagt að til þess að hlífa Hermoso hafi hún ekki verið valin í landsliðshópinn í síðustu leikjum, vináttuleikjum við Suður-Kóreu og Frakkland um mánaðamótin nóvember-desember. Á blaðamannafundi í dag sagði hún aðeins íþróttalegar ástæður að baki vali sínu og að dyrunum hefði ekki verið varanlega lokað gagnvart Hermoso né nokkrum öðrum leikmanni. Hermoso er 34 ára gömul og leikur með Tigres í mexíkósku úrvalsdeildinni. Hún lék síðast landsleik 25. október í 1-1 jafntefli við Kanada og var einnig í landsliðshópi Spánar sem hafnaði í 4. sæti á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Þar skoraði hún eitt mark. Spánverjar eru einnig án Alexia Putellas sem er að komast af stað eftir meiðsli. Irene Paredes kemur hins vegar inn í hópinn sem kemur saman til æfinga næsta mánudag. Fyrri leikur liðsins er við Belga 21. febrúar í Valencia og er það jafnframt söfnunarleikur fyrir fórnarlömb DANA-veðurofsans sem kostaði að minnsta kosti 224 manns lífið. Seinni leikurinn er við England á Wembley 26. febrúar. Réttarhöldin yfir Rubiales standa yfir til 19. febrúar.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Réttarhöldin yfir Luis Rubiales, fyrrum formanni spænska knattspyrnusambandsins, vegna kynferðislegrar áreitni halda áfram og nú var komið að Rubiales sjálfum að stíga í vitnastúkuna. 11. febrúar 2025 13:47 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Sjá meira
Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Réttarhöldin yfir Luis Rubiales, fyrrum formanni spænska knattspyrnusambandsins, vegna kynferðislegrar áreitni halda áfram og nú var komið að Rubiales sjálfum að stíga í vitnastúkuna. 11. febrúar 2025 13:47