Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 13:16 Vegir hafa víða farið illa í íslenskri veðráttu en samkvæmt nýrri skýrslu er vegakerfið meðal þeirra innviða sem svokölluð innviðaskuld bitni hvað verst á. Vísir/Vilhelm Uppsöfnuð viðhaldsskuld í innviðakerfinu á Íslandi er áætluð 680 milljarðar króna og „gengur ekkert“ að vinna hana niður. Til samanburðar mældist innviðaskuldin 420 milljarðar króna í sambærilegri úttekt sem gerð var fyrir fjórum árum. Mest er uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu eða á bilinu 265 til 290 milljarðar króna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynntu í Hörpu í hádeginu í dag. Í skýrslunni er fjallað um ástand og framtíðarhorfur inviða á Íslandi. Þessi mikla innviðaskuld er sögð draga úr lífskjörum landsmanna að því er fram kemur í skýrslunni. Framtíðarhorfur eru metnar hvað verstar fyrir vegakerfið, hafnir, vatnsveitur, flugvelli og lendingarstaði að Keflavíkurflugvelli frátöldum. Einnig er lagt mat á endurstofnvirði innviða á Íslandi sem er áætlað um 6.700 milljarðar króna. Það jafngildir 147% af vergri landsframleiðslu og er að sögn hærra hlutfall en „í flestum öðrum löndum“. Taflan sýnir samantekt af helstu niðurstöðum skýrslunnar sem fjallar um stöðu og ástand innviða á Íslandi.Samtök iðnaðarins Innviðum var gefin einkunn á skalanum 1 til 5 og var niðurstaðan 3. „Einkunnin 3 gefur til kynna að umtalsvert viðhald sé nauðsynlegt til að halda starfsemi innviða gangandi og að verulega fjárfestingu þurfi til að bæta ástand þeirra til lengri tíma,“ segir um einkunnagjöfina. Taflan hér að ofan sýnir einmitt einkunnagjöf fyrir einstaka innviðaflokka auk upplýsinga um endurstofnsvirði, uppsafnaða viðhaldsskuld og mat á framtíðarhorfum. Meðal annarra niðurstaðna sem þar eru reifaðar er að íslenskt innviðakerfi hafi ekki fylgt eftir vexti hagkerfisins. „Hægur vöxtur innviðakerfisins er hamlandi fyrir framtíðarvaxtarmöguleika hagkerfisins og getur haft alvarleg áhrif á verðmætasköpun, lífsgæði og samkeppnishæfni landsins,“ segir meðal annars. Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarinsVísir/Egill Þá er sagt sláandi að staða innviða hafi ekki farið batnandi á undanförnum árum þrátt fyrir yfirlýstan vilja stjórnvalda til að bæta úr stöðunni. Þetta vekji upp spurningar um viðnámsþrótt samfélagsins og hvort innviðir hafi burði til þess að virka sem skyldi þegar á reynir og því nauðsynlegt að bregðast við. Skuldum safnað í formi vanræktra innviða „Má með réttu segja að viðhaldsskuldin sé form skuldasöfnunar af hálfu hins opinbera þar sem ríki og sveitarfélög eru að velta skuld yfir á komandi kynslóðir með því að fresta nauðsynlegu viðhaldi. Kostnaðurinn af slíkri skuldasöfnun fyrir samfélagið allt er mikill í formi minni afkastagetu og lægra þjónustustigs,“ segir í helstu niðurstöðum. Hagsmunasamtökin sem standa að skýrslunni kalla eftir því að stjórnvöld bregðist tafarlaust við og ráðist í aðgerðir. „Með því að nýta þá möguleika sem fjárfesting í innviðum býður upp á er hægt að styrkja stoðir samfélagsins og leggja grunn að bættum lífsgæðum til framtíðar. Aukin innviðafjárfesting getur verið lykill að sjálfbærum hagvexti.“ Vegagerð Byggingariðnaður Samgöngur Rekstur hins opinbera Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynntu í Hörpu í hádeginu í dag. Í skýrslunni er fjallað um ástand og framtíðarhorfur inviða á Íslandi. Þessi mikla innviðaskuld er sögð draga úr lífskjörum landsmanna að því er fram kemur í skýrslunni. Framtíðarhorfur eru metnar hvað verstar fyrir vegakerfið, hafnir, vatnsveitur, flugvelli og lendingarstaði að Keflavíkurflugvelli frátöldum. Einnig er lagt mat á endurstofnvirði innviða á Íslandi sem er áætlað um 6.700 milljarðar króna. Það jafngildir 147% af vergri landsframleiðslu og er að sögn hærra hlutfall en „í flestum öðrum löndum“. Taflan sýnir samantekt af helstu niðurstöðum skýrslunnar sem fjallar um stöðu og ástand innviða á Íslandi.Samtök iðnaðarins Innviðum var gefin einkunn á skalanum 1 til 5 og var niðurstaðan 3. „Einkunnin 3 gefur til kynna að umtalsvert viðhald sé nauðsynlegt til að halda starfsemi innviða gangandi og að verulega fjárfestingu þurfi til að bæta ástand þeirra til lengri tíma,“ segir um einkunnagjöfina. Taflan hér að ofan sýnir einmitt einkunnagjöf fyrir einstaka innviðaflokka auk upplýsinga um endurstofnsvirði, uppsafnaða viðhaldsskuld og mat á framtíðarhorfum. Meðal annarra niðurstaðna sem þar eru reifaðar er að íslenskt innviðakerfi hafi ekki fylgt eftir vexti hagkerfisins. „Hægur vöxtur innviðakerfisins er hamlandi fyrir framtíðarvaxtarmöguleika hagkerfisins og getur haft alvarleg áhrif á verðmætasköpun, lífsgæði og samkeppnishæfni landsins,“ segir meðal annars. Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarinsVísir/Egill Þá er sagt sláandi að staða innviða hafi ekki farið batnandi á undanförnum árum þrátt fyrir yfirlýstan vilja stjórnvalda til að bæta úr stöðunni. Þetta vekji upp spurningar um viðnámsþrótt samfélagsins og hvort innviðir hafi burði til þess að virka sem skyldi þegar á reynir og því nauðsynlegt að bregðast við. Skuldum safnað í formi vanræktra innviða „Má með réttu segja að viðhaldsskuldin sé form skuldasöfnunar af hálfu hins opinbera þar sem ríki og sveitarfélög eru að velta skuld yfir á komandi kynslóðir með því að fresta nauðsynlegu viðhaldi. Kostnaðurinn af slíkri skuldasöfnun fyrir samfélagið allt er mikill í formi minni afkastagetu og lægra þjónustustigs,“ segir í helstu niðurstöðum. Hagsmunasamtökin sem standa að skýrslunni kalla eftir því að stjórnvöld bregðist tafarlaust við og ráðist í aðgerðir. „Með því að nýta þá möguleika sem fjárfesting í innviðum býður upp á er hægt að styrkja stoðir samfélagsins og leggja grunn að bættum lífsgæðum til framtíðar. Aukin innviðafjárfesting getur verið lykill að sjálfbærum hagvexti.“
Vegagerð Byggingariðnaður Samgöngur Rekstur hins opinbera Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent