Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. febrúar 2025 20:02 Valentínusardagurinn er haldinn hátíðlegur á morgun. Nýttu tækifærið og brjóttu upp hversdagsleikann með notalegri samverustund með ástinni þinni. Getty Valentínusardagurinn eða dagur ástarinnar er haldinn hátíðlegur víðs vegar um heiminn á morgun, þann 14. febrúar. Í tilefni dagsins er tilvalið að brjóta upp hversdagsleikann og njóta stundarinnar með ástinni. Hér að neðan má finna nokkrar öðruvísi og skemmtilegar hugmyndir að samveru fyrir Valentínusardaginn. Heilsulind heima Skapið rómantíska og afslappandi Spa-stemningu heima fyrir. Kveikið á kertum, setjið notalega tónlist á fóninn, berið á ykkur maska og farið í heitt bað saman. Ef þið viljið færa upplifunina á hærra plan gætuð þið pantað nuddara heim. Getty Framandi réttir Eldið eitthvað nýtt og spennandi saman sem þið hafið aldrei prófað áður. Kaupið hráefnin í sérvöruverslun sem býður uppá fjölbreytt vöruúrval frá framandi landi. Skemmtileg og öðruvísi samverustund! Óvissuferð Farið saman í bíltúr án þess að hafa neinn sérstakan áfangastað í huga og látið ferðalagið leiða það í ljós. Þetta er frábær leið til að njóta samverunnar án nokkurrar pressu. Veisla fyrir bragðlaukana Farðu með ástinni í smakkferð um veitingahús borgarinnar þar sem þið pantið aðeins einn eða tvo litla rétti á hverjum stað. Þetta er sniðug leið til að kynnast nýjum stöðum og sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. Ástarsagan ykkar Leiddu ástina þína í gegnum ástarsöguna ykkar. Byrjaðu á því að fara á staðinn þar sem þið kynnust, þar sem þið kysstust fyrst, þar sem þið byrjuðuð að búa saman, og svo framvegis. Það er alltaf gaman að rifja upp góða og fallega tíma sem iljar manni um hjartarætur. Framtíðardraumar og markmið Valentínusardagurinn er frábær dagur til að huga að ástinni og sambandinu. Þá er einnig sniðugt að nýta daginn í að skrifa niður drauma og framtíðarmarkmið, stór sem smá. Lautarferð innandyra Setjið teppi á gólfið og farið í rómantíska lautarferð heima í stofu. Komið ykkur vel fyrir með ljúfri tónlist og góðu snarli. Þetta þarf oft ekki að vera flókið. Einfalt er oft best. Málið mynd af hvoru öðru Málið mynd hvert af öðru án þess að sýna útkomuna fyrr en þið eruð búin. Skapandi og skemmtileg iðja sem kemur ykkur mjög líklega til að hlæja saman. Happy senior friends painting together at art class. Cheerful elderly couple painting with paintbrushes at art workshop. Valentínusardagurinn Ástin og lífið Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira
Hér að neðan má finna nokkrar öðruvísi og skemmtilegar hugmyndir að samveru fyrir Valentínusardaginn. Heilsulind heima Skapið rómantíska og afslappandi Spa-stemningu heima fyrir. Kveikið á kertum, setjið notalega tónlist á fóninn, berið á ykkur maska og farið í heitt bað saman. Ef þið viljið færa upplifunina á hærra plan gætuð þið pantað nuddara heim. Getty Framandi réttir Eldið eitthvað nýtt og spennandi saman sem þið hafið aldrei prófað áður. Kaupið hráefnin í sérvöruverslun sem býður uppá fjölbreytt vöruúrval frá framandi landi. Skemmtileg og öðruvísi samverustund! Óvissuferð Farið saman í bíltúr án þess að hafa neinn sérstakan áfangastað í huga og látið ferðalagið leiða það í ljós. Þetta er frábær leið til að njóta samverunnar án nokkurrar pressu. Veisla fyrir bragðlaukana Farðu með ástinni í smakkferð um veitingahús borgarinnar þar sem þið pantið aðeins einn eða tvo litla rétti á hverjum stað. Þetta er sniðug leið til að kynnast nýjum stöðum og sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. Ástarsagan ykkar Leiddu ástina þína í gegnum ástarsöguna ykkar. Byrjaðu á því að fara á staðinn þar sem þið kynnust, þar sem þið kysstust fyrst, þar sem þið byrjuðuð að búa saman, og svo framvegis. Það er alltaf gaman að rifja upp góða og fallega tíma sem iljar manni um hjartarætur. Framtíðardraumar og markmið Valentínusardagurinn er frábær dagur til að huga að ástinni og sambandinu. Þá er einnig sniðugt að nýta daginn í að skrifa niður drauma og framtíðarmarkmið, stór sem smá. Lautarferð innandyra Setjið teppi á gólfið og farið í rómantíska lautarferð heima í stofu. Komið ykkur vel fyrir með ljúfri tónlist og góðu snarli. Þetta þarf oft ekki að vera flókið. Einfalt er oft best. Málið mynd af hvoru öðru Málið mynd hvert af öðru án þess að sýna útkomuna fyrr en þið eruð búin. Skapandi og skemmtileg iðja sem kemur ykkur mjög líklega til að hlæja saman. Happy senior friends painting together at art class. Cheerful elderly couple painting with paintbrushes at art workshop.
Valentínusardagurinn Ástin og lífið Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira