„Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 10:49 Steinunn Ása tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins. vísir/vilhelm Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, sjónvarpskona úr þáttunum Með okkar augum hefur lengi barist fyrir réttindum fólks með fötlun. Árið 2022 sagði hún frá því ofbeldi og misrétti sem hún var beitt og nú tekur hún þátt í söngvakeppninni og hvetur fólk í sömu stöðu til að rísa upp og segja frá. Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, sjónvarpskona úr þáttunum Með okkar augum hefur lengi barist fyrir réttindum fólks með fötlun. Árið 2022 sagði hún frá því ofbeldi og misrétti sem hún var beitt og nú tekur hún þátt í söngvakeppninni og hvetur fólk í sömu stöðu til að rísa upp og segja frá. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. „Þetta er svolítið merkileg saga, hún er falleg en hún er líka ljót, líka erfið,“ segir Steinunn Ása um sögu sína. Hugmyndin að laginu Rísum upp hafi kviknað þegar hún sá hvað það breytti miklu fyrir hana að segja frá. Hvetur fólk til að segja frá „Um 70 prósent fatlaðra kvenna verða fyrir ofbeldi, og ég hugsaði hvernig getum við bjargað þeim, hvernig er hægt að hugga þær og segja þeim að þær eru ekki einar í þessu,“ segir Steinunn Ása. Hún fékk því þá hugmynd að semja lag og texta og taka þátt í söngvakeppni RÚV til að koma boðskapnum sem víðast að og hvetja fólk til að segja frá ofbeldi. Það þurfi að hlusta á fólk með fötlun og taka mark á því og sýna því virðingu. „Við þurfum að vanda okkur betur og gera miklu betur en við höfum gert í þessum málefnum.“ Steinunn Ása hafði því samband við Valgeir Magnússon og Heiðar Örn Kristjánsson, laga- og textahöfunda sem voru til í að taka þátt í verkefninu. Textinn spratt svo upp úr djúpu samtali við Láru Ómarsdóttur og saman varð til lagið Rísum upp. Vildi fá einhvern annan til að flytja lagið Steinunn Ása segir að þótt undirtónninn sé alvarlegur í laginu þá var mikilvægt fyrir hana að hann væri hvetjandi og jákvæður því saman séu þau sterk. „Þetta er fallegur boðskapur þótt tónninn undir niðri sé mjög djúpur og alvarlegur og það er alltaf hægt að finna sjálfstyrkinguna í honum.“ Flytjandi lagsins er Bára Katrín en fyrst stóð til að Steinunn Ása myndi sjálf flytja lagið. „Ég átti að vera alveg í frontinum en ég fann það á mér að það væri of mikil fórn fyrir mig og ég væri ekki alveg tilbúin í þetta. Þetta yrði svo stærra svo ég vildi bara fá einhvern annan fyrir mig og ég er ofsalega sátt með þetta,“ segir hún. Hægt er að hlusta á lagið hér en lagið er eitt þeirra fimm sem keppa á laugardag um sæti í lokakeppni söngvakeppninnar. Eurovision Bylgjan Tónlist Tengdar fréttir Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Ríkisútvarpið hefur svipt hulunni af þeim tíu keppendum sem munu koma til með að stíga á svið í Söngvakeppninni 2025. Meðal þeirra eru Dagur Sig, Stebbi JAK, VÆB og Bjarni Ara. 17. janúar 2025 20:11 Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Tinna Óðins einn keppanda í Söngvakeppninni segist fyrst og fremst ætla að skemmta fólki þegar hún stígur á svið með lag sitt Þrá næstu helgi. Hún segir að við sviðsetningu lagsins verði ýmislegt sem ekki hefur sést áður í keppninni. Tinna segir lag sitt allt öðruvísi en bandarískt popplag sem líkt hefur verið við lagið. 11. febrúar 2025 07:04 Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, sjónvarpskona úr þáttunum Með okkar augum hefur lengi barist fyrir réttindum fólks með fötlun. Árið 2022 sagði hún frá því ofbeldi og misrétti sem hún var beitt og nú tekur hún þátt í söngvakeppninni og hvetur fólk í sömu stöðu til að rísa upp og segja frá. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. „Þetta er svolítið merkileg saga, hún er falleg en hún er líka ljót, líka erfið,“ segir Steinunn Ása um sögu sína. Hugmyndin að laginu Rísum upp hafi kviknað þegar hún sá hvað það breytti miklu fyrir hana að segja frá. Hvetur fólk til að segja frá „Um 70 prósent fatlaðra kvenna verða fyrir ofbeldi, og ég hugsaði hvernig getum við bjargað þeim, hvernig er hægt að hugga þær og segja þeim að þær eru ekki einar í þessu,“ segir Steinunn Ása. Hún fékk því þá hugmynd að semja lag og texta og taka þátt í söngvakeppni RÚV til að koma boðskapnum sem víðast að og hvetja fólk til að segja frá ofbeldi. Það þurfi að hlusta á fólk með fötlun og taka mark á því og sýna því virðingu. „Við þurfum að vanda okkur betur og gera miklu betur en við höfum gert í þessum málefnum.“ Steinunn Ása hafði því samband við Valgeir Magnússon og Heiðar Örn Kristjánsson, laga- og textahöfunda sem voru til í að taka þátt í verkefninu. Textinn spratt svo upp úr djúpu samtali við Láru Ómarsdóttur og saman varð til lagið Rísum upp. Vildi fá einhvern annan til að flytja lagið Steinunn Ása segir að þótt undirtónninn sé alvarlegur í laginu þá var mikilvægt fyrir hana að hann væri hvetjandi og jákvæður því saman séu þau sterk. „Þetta er fallegur boðskapur þótt tónninn undir niðri sé mjög djúpur og alvarlegur og það er alltaf hægt að finna sjálfstyrkinguna í honum.“ Flytjandi lagsins er Bára Katrín en fyrst stóð til að Steinunn Ása myndi sjálf flytja lagið. „Ég átti að vera alveg í frontinum en ég fann það á mér að það væri of mikil fórn fyrir mig og ég væri ekki alveg tilbúin í þetta. Þetta yrði svo stærra svo ég vildi bara fá einhvern annan fyrir mig og ég er ofsalega sátt með þetta,“ segir hún. Hægt er að hlusta á lagið hér en lagið er eitt þeirra fimm sem keppa á laugardag um sæti í lokakeppni söngvakeppninnar.
Eurovision Bylgjan Tónlist Tengdar fréttir Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Ríkisútvarpið hefur svipt hulunni af þeim tíu keppendum sem munu koma til með að stíga á svið í Söngvakeppninni 2025. Meðal þeirra eru Dagur Sig, Stebbi JAK, VÆB og Bjarni Ara. 17. janúar 2025 20:11 Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Tinna Óðins einn keppanda í Söngvakeppninni segist fyrst og fremst ætla að skemmta fólki þegar hún stígur á svið með lag sitt Þrá næstu helgi. Hún segir að við sviðsetningu lagsins verði ýmislegt sem ekki hefur sést áður í keppninni. Tinna segir lag sitt allt öðruvísi en bandarískt popplag sem líkt hefur verið við lagið. 11. febrúar 2025 07:04 Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Ríkisútvarpið hefur svipt hulunni af þeim tíu keppendum sem munu koma til með að stíga á svið í Söngvakeppninni 2025. Meðal þeirra eru Dagur Sig, Stebbi JAK, VÆB og Bjarni Ara. 17. janúar 2025 20:11
Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Tinna Óðins einn keppanda í Söngvakeppninni segist fyrst og fremst ætla að skemmta fólki þegar hún stígur á svið með lag sitt Þrá næstu helgi. Hún segir að við sviðsetningu lagsins verði ýmislegt sem ekki hefur sést áður í keppninni. Tinna segir lag sitt allt öðruvísi en bandarískt popplag sem líkt hefur verið við lagið. 11. febrúar 2025 07:04
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“