Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2025 16:35 JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna. EPA/RONALD WITTEK JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hellti sér yfir leiðtoga Evrópu á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í dag. Menningarátök voru Vance efst í huga og talaði hann lítið um öryggi á öryggisráðstefnunni. Meðal annars sakaði hann evrópska ráðamenn um að hunsa vilja þjóða sinna, snúa úrslitum kosninga, hunsa trúfrelsi og um að gera ekki nóg til að stöðva flæði flótta- og farandfólks. Hann gagnrýndi þá einnig fyrir viðhorf til þungunarrofs og sakaði Evrópu um að hafa fjarlægst þau „hefðbundnu gildi“ sem heimsálfan hefði deilt með Bandaríkjamönnum. Þá kallaði Vance evrópska embættismenn „commissars“, sem voru lágt settir embættismenn í Kommúnistaflokki Sovétríkjanna, og sagði þá hafa meiri áhuga á því að kæfa málfrelsi íbúa en að tryggja öryggi þeirra. Samkvæmt frétt Politico voru áhorfendur á ráðstefnunni slegnir yfir ummælum Vance. Gestirnir höfðu búist við því að Vance varpaði frekara ljósi á ætlanir ríkisstjórnar Donalds Trump varðandi Úkraínu og það hvort til stæði að kalla bandaríska hermenn heim frá Evrópu. Kvartaði yfir farand- og flóttafólki Vance fór einnig gagnrýnum orðum um þá ákvörðun hæstaréttar Rúmeníu frá því í nóvember um að fella úr gildi úrslit forsetakosninga þar í landi. Mjög svo hægri sinnaður maður vann þær kosningar en hann var sakaður um að hafa hagnast á ólöglegri áróðursherferð sem talin er eiga rætur í Rússlandi. Þegar kemur að málefnum flótta- og farandfólks vísaði Vance til árásarinnar í München í gær, þar sem 24 ára maður frá Afganistan keyrði inn í þvögu fólks og slasaði að minnsta kosti 28. Sjá einnig: Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun „Hve oft þurfum við að verða fyrir þessum hræðulegu áföllum áður en við breytum um stefnu og tökum siðmenningu okkar í aðra átt,“ sagði Vance, sem kemur frá Bandaríkjunum. Hann sagði þar að auki að þessar árásir væru til komnar vegna markvissra ákvarðana stjórnmálamanna í Evrópu. „Óásættanleg“ ummæli Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýndi ummæli Vance harðlega þegar hann steig á svið. Hann sagði Vance hafa dregið raunverulegt lýðræði Evrópu í efa. „Hann talar um útrýmingu lýðræðis og ef ég hef skilið hann rétt, er hann að líkja aðstæðum í Evrópu við þær í alræðisríkjum. Það er óásættanlegt,“ sagði Pistorius samkvæmt AFP fréttaveitunni. Hann sagði það lýðræði sem Vance lýsti ekki vera það lýðræði sem hann ætti í kosningabaráttu í. Allir hefðu sína rödd og það ætti einnig við stjórnmálaflokka Þýskalands, sem gætu valið með hverjum þeir vinna. „Lýðræði þýðir ekki að hinn háværi minnihluti hafi sjálfkrafa rétt fyrir sér.“ Hann sagði einnig að lýðræði þyrfti að geta varið sig gegn öfgum. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Þýskaland Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Meðal annars sakaði hann evrópska ráðamenn um að hunsa vilja þjóða sinna, snúa úrslitum kosninga, hunsa trúfrelsi og um að gera ekki nóg til að stöðva flæði flótta- og farandfólks. Hann gagnrýndi þá einnig fyrir viðhorf til þungunarrofs og sakaði Evrópu um að hafa fjarlægst þau „hefðbundnu gildi“ sem heimsálfan hefði deilt með Bandaríkjamönnum. Þá kallaði Vance evrópska embættismenn „commissars“, sem voru lágt settir embættismenn í Kommúnistaflokki Sovétríkjanna, og sagði þá hafa meiri áhuga á því að kæfa málfrelsi íbúa en að tryggja öryggi þeirra. Samkvæmt frétt Politico voru áhorfendur á ráðstefnunni slegnir yfir ummælum Vance. Gestirnir höfðu búist við því að Vance varpaði frekara ljósi á ætlanir ríkisstjórnar Donalds Trump varðandi Úkraínu og það hvort til stæði að kalla bandaríska hermenn heim frá Evrópu. Kvartaði yfir farand- og flóttafólki Vance fór einnig gagnrýnum orðum um þá ákvörðun hæstaréttar Rúmeníu frá því í nóvember um að fella úr gildi úrslit forsetakosninga þar í landi. Mjög svo hægri sinnaður maður vann þær kosningar en hann var sakaður um að hafa hagnast á ólöglegri áróðursherferð sem talin er eiga rætur í Rússlandi. Þegar kemur að málefnum flótta- og farandfólks vísaði Vance til árásarinnar í München í gær, þar sem 24 ára maður frá Afganistan keyrði inn í þvögu fólks og slasaði að minnsta kosti 28. Sjá einnig: Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun „Hve oft þurfum við að verða fyrir þessum hræðulegu áföllum áður en við breytum um stefnu og tökum siðmenningu okkar í aðra átt,“ sagði Vance, sem kemur frá Bandaríkjunum. Hann sagði þar að auki að þessar árásir væru til komnar vegna markvissra ákvarðana stjórnmálamanna í Evrópu. „Óásættanleg“ ummæli Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýndi ummæli Vance harðlega þegar hann steig á svið. Hann sagði Vance hafa dregið raunverulegt lýðræði Evrópu í efa. „Hann talar um útrýmingu lýðræðis og ef ég hef skilið hann rétt, er hann að líkja aðstæðum í Evrópu við þær í alræðisríkjum. Það er óásættanlegt,“ sagði Pistorius samkvæmt AFP fréttaveitunni. Hann sagði það lýðræði sem Vance lýsti ekki vera það lýðræði sem hann ætti í kosningabaráttu í. Allir hefðu sína rödd og það ætti einnig við stjórnmálaflokka Þýskalands, sem gætu valið með hverjum þeir vinna. „Lýðræði þýðir ekki að hinn háværi minnihluti hafi sjálfkrafa rétt fyrir sér.“ Hann sagði einnig að lýðræði þyrfti að geta varið sig gegn öfgum.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Þýskaland Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira