Innlent

For­maður fjár­laga­nefndar fullur efa og uggandi fanga­verðir

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálf sjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálf sjö. Stöð 2

Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. Rætt verður við Ragnar Þór Ingólfsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Í kvöldfréttum verður einnig rætt við fangaverði sem eru uggandi yfir stöðu geðheilbrigðisþjónustu innan fangelsa. Fangaverðir og fangar lendi í stórhættulegum aðstæðum vegna úrræðaleysis.

Við verðum í beinni frá ráðhúsinu og fáum nýjustu fréttir af meirihlutaviðræðum Einnig verður rætt verður forsætisráðherra um öryggisráðstefnuna í Munchen en hún segir leiðtoga Evrópu taka skilaboðum Bandaríkjamanna af fullri alvöru.

Að auki hittum við barnabarn Helgu Steffensen sem ætlar að endurverkja Brúðubílinn.

Í sportpakkanum verður farið yfir leiki dagsins í Enska boltanum, í þýska kvennaboltanum og kvennakörfunni. Einnig verður rætt við Guðlaug Victor um óvægna gagnrýni sem hann fékk á sig á dögunum.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá á Stöð 2, Bylgjunni og hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×