„Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2025 19:30 Rúben Amorim og Manchester United eru 12 stigum frá fallsæti. EPA-EFE/DANIEL HAMBURY „Þeir skoruðu en ekki við. Það var munurinn á leiknum í dag,“ sagði Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, eftir að lið hans tapaði 1-0 fyrir Tottenham Hotspur í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Tottenham, sem var 70 prósent með boltann í fyrri hálfleik og 57 prósent í heildina, skapaði sér færi upp á 2.15 xG (vænt mörk) á meðan Rauðu djöflarnir hans Amorim sköpuðu sér færi upp á 1.54 xG. „Við fengum færi (til að skora) og komumst í góðar stöður eftir skyndisóknir. Við gerðum hvað við gátum til að ná í úrslit en á endanum skoruðu þeir en ekki við,“ sagði Amorim. „Maður byrjar með eina hugmynd og við höfum beðið eftir langri viku til að vinna í hlutum. Við vinnum að ákveðnum gildum en þegar maður missir leikmenn dag eftir dag þá breytist nálgun manns á leiknum. Við getum ekki spilað eins með Joshua Zirkzee og Amad. Við vonumst til að fá leikmenn til baka fyrir næsta leik. Við verðum að vera í þessu saman til loka leiktíðarinnar og byrja þá upp á nýtt.“ Victor Lindelöf var eini varamaður Manchester United sem hafði náð 20 ára aldri. Amorim var spurður út í táningana á bekknum og ástæðuna fyrir því að hann gerði aðeins eina skiptingu í uppbótartíma. „Þetta er erfiðasta deild í heimi. Ég er að reyna fara varlega með þá. Mér leið eins og liðið væri að pressa á að ná inn jöfnunarmarki og vildi því ekki breyta neinu. En þeir munu spila.“ „Maður reynir að lesa í leikinn og skilja hvað maður sér á æfingasvæðinu. Liðið var að sækja og gera hvað það gat til að jafna leikinn og því ákvað ég að breyta ekki,“ sagði þjálfarinn jafnframt. „Ég er ekki áhyggjufullur. Ég skil stuðningsfólk okkar og hvað fjölmiðlum finnst um stöðu liðsins. Ég hata að tapa leikjum, það er versta tilfinningin. Annað hugsa ég ekki um. Ég er hér til að hjálpa leikmönnum mínum.“ „Ég skil stöðuna sem ég er í. Ég er öruggur í mínu starfi og vill bara vinna leiki. Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum en ég er ekki áhyggjufullur yfir stöðu minni,“ sagði Amorim að lokum en Man United er í 15. sæti með 29 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Sjá meira
Tottenham, sem var 70 prósent með boltann í fyrri hálfleik og 57 prósent í heildina, skapaði sér færi upp á 2.15 xG (vænt mörk) á meðan Rauðu djöflarnir hans Amorim sköpuðu sér færi upp á 1.54 xG. „Við fengum færi (til að skora) og komumst í góðar stöður eftir skyndisóknir. Við gerðum hvað við gátum til að ná í úrslit en á endanum skoruðu þeir en ekki við,“ sagði Amorim. „Maður byrjar með eina hugmynd og við höfum beðið eftir langri viku til að vinna í hlutum. Við vinnum að ákveðnum gildum en þegar maður missir leikmenn dag eftir dag þá breytist nálgun manns á leiknum. Við getum ekki spilað eins með Joshua Zirkzee og Amad. Við vonumst til að fá leikmenn til baka fyrir næsta leik. Við verðum að vera í þessu saman til loka leiktíðarinnar og byrja þá upp á nýtt.“ Victor Lindelöf var eini varamaður Manchester United sem hafði náð 20 ára aldri. Amorim var spurður út í táningana á bekknum og ástæðuna fyrir því að hann gerði aðeins eina skiptingu í uppbótartíma. „Þetta er erfiðasta deild í heimi. Ég er að reyna fara varlega með þá. Mér leið eins og liðið væri að pressa á að ná inn jöfnunarmarki og vildi því ekki breyta neinu. En þeir munu spila.“ „Maður reynir að lesa í leikinn og skilja hvað maður sér á æfingasvæðinu. Liðið var að sækja og gera hvað það gat til að jafna leikinn og því ákvað ég að breyta ekki,“ sagði þjálfarinn jafnframt. „Ég er ekki áhyggjufullur. Ég skil stuðningsfólk okkar og hvað fjölmiðlum finnst um stöðu liðsins. Ég hata að tapa leikjum, það er versta tilfinningin. Annað hugsa ég ekki um. Ég er hér til að hjálpa leikmönnum mínum.“ „Ég skil stöðuna sem ég er í. Ég er öruggur í mínu starfi og vill bara vinna leiki. Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum en ég er ekki áhyggjufullur yfir stöðu minni,“ sagði Amorim að lokum en Man United er í 15. sæti með 29 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Sjá meira