Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa Lovísa Arnardóttir skrifar 17. febrúar 2025 09:00 Svana Helen segir vilja fyrir því að skipuleggja verkefni betur svo færri þeirra fari fram úr áætlun í kostnaði. Bylgjan Svana Helen Björnsdóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands, segir verkfræðingum oft líða eins og þeir séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi ekki samkvæmt plani. Framkvæmdir séu illa skipulagðar og illa fjármagnaðar. „Það er þá oftast vegna þess að þau taka einhverjum breytingum. Menn fara af stað með hugmynd og það er þekkt staðreynd að margar opinberar framkvæmdir fara í gang því stjórnmálamenn ætla sér að reisa sér minnisvarða um eitthvað. Það er tekin ákvörðun um að fara af stað og hún er ekki nægilega vel undirbúin og ekki fullfjármögnuð,“ segir Svana sem ræddi framkvæmdir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þegar fjármagn þrýtur þá þurfi að stöðva framkvæmdina. Hún segir áríðandi að í öllum framkvæmdum undirbúi fólk sig vel og að verkefnin séu fullfjármögnuð áður en þau eru farin af stað. Svana Helen segir merkilegt að um 90 prósent allra opinberra framkvæmda fari að meðaltali 60 prósent fram úr áætlun. Rannsóknir Þórðar Víkings Friðgeirssonar, lektors við Háskólann í Reykjavík, hafi sýnt það. Til að ræða þetta heldur Verkfræðingafélagið ráðstefnu á fimmtudaginn um risaframkvæmdir og mikilvægi vandaðrar stjórnsýslu. Helen segir samgöngusáttmálann ástæðu þess að þau haldi þessa ráðstefnu núna. Næstu fjögur kjörtímabil muni fara í að framkvæma það sem er í sáttmálanum. Svana Helen segir mikilvægt að þegar verkefni nái yfir mörg kjörtímabil séu þau ekki háð pólitík. Að áætlanir standist og verkefnin séu framkvæmd. Önnur verkefni sem hafi náð yfir mörg kjörtímabil séu til dæmis Harpa, Landspítalinn og Vaðlaheiðargögn. Öll þessi verkefni hafi farið fram úr sér í kostnaði. Gert betur í Danmörku og Noregi Hún segir Dani og Norðmenn hafa endurskoðað sína stjórnsýslu og gangi betur að fara eftir áætlunum en Íslendingum. Hún segir vilja fyrir því að gera það sama hér. Fulltrúar fjármálaráðuneytisins og fjármálaráðherra verði á ráðstefnunni á fimmtudaginn og að fólk vilji gera þetta vel. Danskir og norskir sérfræðingar, sem hafa skoðað þessi mál í sínum löndum, fara yfir það á ráðstefnunni hvernig það var gert. Hún segir ráð sérfræðinga misvel þegin en verkfræðingar í Verkfræðingafélaginu hafi margir haft miklar áhyggjur af verkefnum Samgöngusáttmálans. „Vegna þess að við höfum upplifað að verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar ekki gengur vel.“ Skipulag Byggingariðnaður Bítið Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Sjá meira
„Það er þá oftast vegna þess að þau taka einhverjum breytingum. Menn fara af stað með hugmynd og það er þekkt staðreynd að margar opinberar framkvæmdir fara í gang því stjórnmálamenn ætla sér að reisa sér minnisvarða um eitthvað. Það er tekin ákvörðun um að fara af stað og hún er ekki nægilega vel undirbúin og ekki fullfjármögnuð,“ segir Svana sem ræddi framkvæmdir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þegar fjármagn þrýtur þá þurfi að stöðva framkvæmdina. Hún segir áríðandi að í öllum framkvæmdum undirbúi fólk sig vel og að verkefnin séu fullfjármögnuð áður en þau eru farin af stað. Svana Helen segir merkilegt að um 90 prósent allra opinberra framkvæmda fari að meðaltali 60 prósent fram úr áætlun. Rannsóknir Þórðar Víkings Friðgeirssonar, lektors við Háskólann í Reykjavík, hafi sýnt það. Til að ræða þetta heldur Verkfræðingafélagið ráðstefnu á fimmtudaginn um risaframkvæmdir og mikilvægi vandaðrar stjórnsýslu. Helen segir samgöngusáttmálann ástæðu þess að þau haldi þessa ráðstefnu núna. Næstu fjögur kjörtímabil muni fara í að framkvæma það sem er í sáttmálanum. Svana Helen segir mikilvægt að þegar verkefni nái yfir mörg kjörtímabil séu þau ekki háð pólitík. Að áætlanir standist og verkefnin séu framkvæmd. Önnur verkefni sem hafi náð yfir mörg kjörtímabil séu til dæmis Harpa, Landspítalinn og Vaðlaheiðargögn. Öll þessi verkefni hafi farið fram úr sér í kostnaði. Gert betur í Danmörku og Noregi Hún segir Dani og Norðmenn hafa endurskoðað sína stjórnsýslu og gangi betur að fara eftir áætlunum en Íslendingum. Hún segir vilja fyrir því að gera það sama hér. Fulltrúar fjármálaráðuneytisins og fjármálaráðherra verði á ráðstefnunni á fimmtudaginn og að fólk vilji gera þetta vel. Danskir og norskir sérfræðingar, sem hafa skoðað þessi mál í sínum löndum, fara yfir það á ráðstefnunni hvernig það var gert. Hún segir ráð sérfræðinga misvel þegin en verkfræðingar í Verkfræðingafélaginu hafi margir haft miklar áhyggjur af verkefnum Samgöngusáttmálans. „Vegna þess að við höfum upplifað að verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar ekki gengur vel.“
Skipulag Byggingariðnaður Bítið Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Sjá meira