Sport

Hélt upp á HM-gullið með nýrri klippingu en konan var brjáluð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Franziska Preuss sést hér með gullverðlaunin sín en seinna tók hún upp rakvélina og klippti þjálfara sinn eins og sjá má til hægri.
Franziska Preuss sést hér með gullverðlaunin sín en seinna tók hún upp rakvélina og klippti þjálfara sinn eins og sjá má til hægri. Getty/Tom Weller/NRK

Norski þjálfarinn Sverre Olsbu Röiseland fagnaði heimsmeistaratitli skjólstæðings síns í skíðaskotfimi í gær með afar sérstökum hætti.

Röiseland er þjálfari þýska landsliðsins og í gær tryggði hin þýska Franziska Preuss sér gull á heimsmeistaramótinu.

Hún fékk ekki aðeins gullverðlaun um hálsinn því þjálfarinn hennar var búinn að lofa henni einu öðru.

„Ég fékk að vita það í gær að við höfðum bara unnið silfur eða brons. Ég lofaði því að ef Franziska mynda vinna gull þá mætti hún klippa mig. Ég sagði samt við hana að hún yrði að gera það áður en Marte kæmi,“ sagði Sverre Olsbu Röiseland við norska ríkisútvarpið.

Fréttin um klippinguna hjá norska ríkisútvarpinu.NRK

Franziska var fljót að finna rakvélina og lét til sína taka. NRK fjallaði um nýju klippinguna sem er vissulega mjög sérstök.

NRK sýndi líka mynd af því þegar hann sýndi eiginkonu sinni, Marte Olsbu Röiseland, útkomuna og það er óhætt að segja að hún hafi ekki verð sátt.

„Þetta var algjörlega hryllilegt. Það versta sem ég hef séð. Ég held að ég hafi aldrei séð hann með svona slæma klippingu og vonandi sé ég það aldrei aftur,“ sagði Marte sem sjálf er keppniskona í skíðaskotfimi.

„Ég var mjög hrifinn af frammistöðu hennar Franzisku í keppninni í dag en ég get ekki sagt það sama um hæfileika hennar með rakvélina. Þetta er forljótt,“ sagði Marte.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×