Umræðan

Okkar eigið SIU

Baldur Thorlacius skrifar

Nei, ég er ekki að tala um SIUUU fagnið hans Christiano Ronaldo. En það væri vissulega fagnaðarefni ef við tækjum upp okkar eigið SIU. SIU er nýtt átaksverkefni Evrópusambandsins sem stendur fyrir Savings and Investments Union. SIU mun taka við af CMU, eða Capital Markets Union (já, Evrópusambandið elskar skammstafanir), sem hefur verið í gangi frá árinu 2016.

CMU hafði það markmið að efla fjármögnunarumhverfið í Evrópu með því að gera fjármagnsmarkaði, eins og hluta- og skuldabréfamarkaði, öflugri. Talið var að evrópsk fyrirtæki, sérstaklega þau sem teldust lítil og meðalstór, væru of háð bankafjármögnun og því þyrfti að skoða leiðir til að gera fjármagnsmarkaðina aðgengilegri. Í skýrslu frá 2019 kom til dæmis fram að 70% af ytri fjármögnun evrópskra lítilla og meðalstórra fyrirtækja kæmi úr bankakerfinu, samanborið við 40% hjá bandarískum.*

SIU byggir á sömu markmiðum en leggur meiri áherslu á samspilið milli sparnaðar og fjárfestinga. Að bæta sparnaðarmöguleika heimila, þar á meðal lífeyriskerfi, og efla fjármögnunarumhverfi fyrirtækja, sem kemur svo til með að styrkja samkeppnishæfi Evrópusambandsins. Áherslan hvorki bara á ávöxtun sparnaðar né fjármögnunarumhverfið heldur hvort tveggja.

Talið var að evrópsk fyrirtæki, sérstaklega þau sem teldust lítil og meðalstór, væru of háð bankafjármögnun og því þyrfti að skoða leiðir til að gera fjármagnsmarkaðina aðgengilegri.

Það er mikilvægt að hugsa um þessa hluti heildstætt, eins og vistkerfi. Í öflugu vistkerfi fjármálamarkaða hefur fólk aðgang að fjölbreyttum sparnaðarleiðum og getur tekið upplýsta ákvörðun um hvað hentar þeim best, ávöxtun er góð, fyrirtæki hafa aðgang að fjármagni til að fjárfesta og stunda nýsköpun, sem skapar störf og styrkir efnahagslífið. Allt hangir þetta saman.

Við ættum því að fylgja fordæmi Evrópusambandsins og taka upp okkar eigið SIU. Hætta að horfa afmarkað á einstaka hluta vistkerfisins heldur skoða hlutina alltaf út frá heildarmyndinni.


Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá hjá Nasdaq Iceland.

https://www.allianz.com/content/dam/onemarketing/azcom/Allianz_com/economic-research/publications/specials/en/2019/20190409-TheView-EuropeanSMEs_COMPRESSED.pdf




Umræðan

Sjá meira


×