Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Út­lit fyrir ó­breyttan verðbólgu­takt í að­draganda næstu vaxtaákvörðunar

Fæstir hagfræðingar eiga von á því að verðbólgan muni hjaðna milli mánaða þegar mælingin fyrir janúar verður birt eftir tvær vikur, nokkrum dögum áður en peningastefnunefnd kemur saman, en miðað við meðalspá sex greinenda er útlit fyrir að tólf mánaða takturinn haldist óbreyttur annan mánuðinn í röð. Gangi bráðabirgðaspár eftir ætti verðbólgan hins vegar að taka nokkra dýfu í framhaldinu og vera komin undir fjögurra prósenta vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans strax í marsmánuði.

Innherji
Fréttamynd

Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur

Hlutabréfaverð augnlyfjafélagsins Oculis hækkaði langmest allra félaga í Kauphöllinni í dag, um 13,79 prósent. Veltan með bréf í félaginu var sömuleiðis sú langmesta í dag, 2,2 milljarðar króna. Það sem af er ári hefur verðið hækkað um 34 prósent og frá skráningu á markað hérlendis í apríl síðastliðnum hefur það hækkað um 95 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fékk yfir þrjú hundruð milljóna bónus þegar sam­runi JBT og Marel kláraðist

Árni Sigurðsson, sem er núna tekinn við sem aðstoðarforstjóri JBT-Marel, fékk í sinn hlut sérstaka bónusgreiðslu upp á samanlagt meira en þrjú hundruð milljónir króna þegar risasamruni félaganna formlega kláraðist í byrjun þessa árs. Til viðbótar fær Árni einnig umtalsverðan árangurstengdan kaupauka vegna ársins 2024 og samkvæmt nýjum ráðningarsamningi innihalda launakjör hans hjá sameinuðu fyrirtæki margvíslegar hvatatengdar greiðslur, meðal annars umfangsmikla kauprétti og annars konar bónusgreiðslur.

Innherji
Fréttamynd

Þóra kveður Stöð 2

Þóra Björg Clausen hefur sagt upp störfum sem dagskrárstjóri Stöðvar 2. Hún hefur starfað hjá Sýn í tíu ár og segir ákvörðunina ekki auðvelda. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekkert verður af kaupunum á Krafti

Styrkás og Kraftur hafa komist að samkomulagi um að fallið verði frá kaupum Styrkáss á öllu hlutafé í Krafti. Samkeppniseftirlitið féllst ekki á markaðsskilgreiningar sem félögin töldu að leggja ætti til grundvallar og því var hætt við kaupin og samrunatilkynning afturkölluð.

Innlent
Fréttamynd

Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna

Sparnaðarráð til handa nýrri ríkisstjórn halda áfram að hrúgast inn í samráðsgátt stjórnvald og telja nú vel á þriðja þúsund. Meðal þeirra sem ráðleggja ríkisstjórninni er flugfélagið Play, sem telur ríkið geta sparað sér verulega fjármuni með því að skipta heldur við Play en Icelandair.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Högum þykir miður að byggingin valdi ó­þægindum

Forstjóri Haga segir félaginu þykja miður að byggingin við Álfabakka 2, sem félagið hyggst leigja undir ákveðinn hluta starfsemi sinnar, valdi óþægindum fyrir nágranna og hafi fullan skilning á sjónarmiðum íbúa sem fram hafa komið eftir að byggingin reis.

Innlent
Fréttamynd

Sig­rún Ósk kveður Stöð 2

Sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur ákveðið að hætta störfum hjá Stöð 2 eftir sextán ára starf. Hún mun þó áfram vinna að nýrri þáttaröð sem fer í loftið á Stöð 2 eftir páska.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bið­staða á gjald­eyris­markaði eftir um 100 milljarða greiðslu til hlut­hafa Marel

Engin merki eru enn um að þeir miklu fjármunir sem voru greiddir út í erlendum gjaldeyri til íslenskra fjárfesta í byrjun ársins við yfirtöku JBT á Marel séu að leita inn á millibankamarkaðinn, að sögn gjaldeyrismiðlara, en gengi krónunnar hefur lækkað lítillega eftir snarpa styrkingu fyrr í haust, meðal annars vegna umfangsmikilla kaupa erlendra vogunarsjóða í Marel. Ætla má að lífeyrissjóðir hafi fengið í sinn hlut samanlagt jafnvirði nærri 50 milljarða í reiðufé við söluna en ósennilegt er að sjóðirnir muni selja þann gjaldeyri fyrir krónur.

Innherji
Fréttamynd

Gengi Ocu­lis í hæstu hæðum en er­lendir grein­endur telja það eiga mikið inni

Fjárfestar og greinendur hafa brugðist afar vel við jákvæðum niðurstöðum rannsóknar á mögulega byltingarkenndu lyfi Oculis við sjóntaugabólgu og hlutabréfaverð líftæknifyrirtækisins er núna í hæstu hæðum, meðal annars eftir hækkun á verðmatsgengi hjá sumum fjármálafyrirtækjum. Mikil velta var í dag með bréf Oculis í Kauphöllinni, sem er orðið verðmætara að markaðsvirði en Hagar, og er gengi bréfa félagsins upp um meira en fimmtíu prósent á örfáum mánuðum.

Innherji
Fréttamynd

Á­formar að auka vægi inn­lendra hluta­bréfa ó­líkt öðrum stærri líf­eyri­sjóðum

Ólíkt öðrum stærri lífeyrissjóðum landsins áformar Birta að auka nokkuð vægi sitt í innlendum hlutabréfaeignum á árinu 2025 frá því sem nú er á meðan sjóðurinn ætlar á sama tíma að halda hlutfalli erlendra fjárfestinga nánast óbreyttu. Lífeyrissjóður verslunarmanna hyggst hins vegar stækka enn frekar hlutdeild erlendra hlutabréfa í eignasafninu samhliða því að minni áhersla verður sett á íslensk hlutabréf.

Innherji