Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kaldar vinnu­markaðstölur „tala með“ vaxtalækkun en ó­víst hvort það dugi til

Þegar litið er á þróun atvinnuleysis miðað við árstíðabundna leitni þá sýnir hún að vinnumarkaðurinn er að kólna hraðar en hefðbundnar atvinnuleysistölur gefa til kynna, að sögn hagfræðinga Arion banka. Þrátt fyrir að öll tölfræði vinnumarkaðarins „tali með“ frekari vaxtalækkunum er ólíklegt að það dugi til þegar peningastefnunefnd kemur saman í febrúar.

Innherji
Fréttamynd

Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum

Íslenska útgáfan af Taskmaster hefur göngu sína á Sýn á næstu vikum og mun eflaust slá í gegn hér á landi líkt og það hefur gert víða um heim. Upprunalegu þættirnir, sem eru frá Bretlandi, komu til sögunnar fyrir rúmlega áratug síðan og seríurnar orðnar 20 talsins.

Lífið
Fréttamynd

Hættu við lendingu í miðju að­flugi

Flugvél Icelandair þurfti að hætta við lendingu í miðju aðflugi í Keflavík og fara í svokallað fráhvarfsflug. Vélin hafði flogið frá Arlanda í Stokkhólmi og kom til lendingar í Keflavík um þrjúleytið í dag.

Innlent
Fréttamynd

Spyr hvaðan á peningurinn eigi að koma til að greiða hærri auðlinda­skatta

Í annað sinn á skömmum tíma er verðmat á Kaldvík lækkað talsvert, meðal annars vegna ytri áfalla og mun minni framleiðslu í ár en áður var búist við, enda þótt félagið sé enn sagt vera undirverðlagt á markaði. Í nýrri greiningu segir að miðað við rekstrarafkomuna sé erfitt að sjá hvaðan peningurinn eigi að koma til að standa undir boðaðri hækkun á auðlindaskatti.

Innherjamolar
Fréttamynd

Loðnu­ver­tíð hafin og floti farinn til loðnumælinga

Loðnuvertíðin er hafin en fyrsta loðnan veiddist í dag út af Austfjörðum og er stefnt að því að henni verði landað á Norðfirði á morgun. Þá héldu fimm skip á miðin í dag til loðnumælinga á vegum Hafrannsóknastofnunar en niðurstöðurnar ráða miklu um það hversu stór loðnukvótinn verður.

Innlent
Fréttamynd

Heiðar kjörinn stjórnar­for­maður Ís­lands­banka

Heiðar Guðjónsson hefur verið kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka. Tilnefninganefnd bankans tilnefndi hann sem stjórnarformann en hann leiddi hóp fjárfesta í bankanum sem fóru fram á að hluthafafundur yrði haldinn. Enginn annar gaf kost á sér og því var Heiðar sjálfkjörinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kol­beinn Tumi tekur við af Erlu Björgu

Erla Björg Gunnarsdóttir hefur sagt upp störfum sem ritstjóri fréttastofu Sýnar en hún hefur gegnt stöðunni í hálft fimmta ár. Formleg starfslok hafa ekki farið fram en Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri mun taka við stjórnartaumunum á fréttastofunni frá og með deginum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Búast við enn betri rekstrar­af­komu og hækka verðmatið á Amaroq

Amaroq fer inn í nýtt ár í sterkri stöðu eftir að hafa náð markmiðum sínum um gullframleiðslu og birt borniðurstöður í Nanoq-verkefninu sem voru umfram væntingar, að sögn erlendra greinenda, og útlit er fyrir að afkoma félagsins verði betri en áður var spáð. Af þeim sökum hefur verðmat á félaginu verið hækkað um fjórðung.

Innherjamolar
Fréttamynd

Leggja til að Heiðar verði stjórnar­for­maður Ís­lands­banka

Tilnefningarnefnd Íslandsbanka hefur tilnefnt sjö í stjórn bankans, sem kjörin verður á hluthafafundi þann 19. janúar. Fimm þeirra eru þegar í stjórn bankans en lagt er til að Heiðar Guðjónsson, sem er stærsti einkafjárfestirinn í bankanum, og Margrét Pétursdóttir komi ný inn. Þá leggur tilnefningarnefndin jafnframt til að Heiðar verði kjörinn formaður stjórnar. Heiðar fór fyrir hópi fjárfesta sem kröfðust þess að hluthafafundur yrði haldinn og ný stjórn kjörin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skrá Styrkás í Kaup­höllina á næsta ári

Stjórn Styrkáss hf. hefur samþykkt að hefja undirbúning skráningar félagsins í Nasdaq OMX kauphöllina á Íslandi með það að markmiði að félagið verði skráð á öðrum ársfjórðungi 2027. Umsjónaraðilar með skráningu félagsins í kauphöll verða ráðnir fyrir lok þessa ársfjórðungs.

Viðskipti innlent