Íslenski boltinn

Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Birkir Jakob er stæðilegur sóknarmaður.
Birkir Jakob er stæðilegur sóknarmaður. valur

Birkir Jakob Jónsson er genginn til liðs við Bestu deildar lið Vals. Hann hefur verið á mála hjá ítalska stórliðinu Atalanta síðan árið 2021 en hefur fest sig til næstu fjögurra ára á Hlíðarenda.

Birkir á ellefu leiki að baki fyrir fyrir undir -fimmtán, -sautján og -nítján ára landslið Íslands, fæddur árið 2005 og því enn gjaldgengur í undir 21 árs landsliðið.

Birkir hefur verið hjá Atalanta undanfarin fjögur ár.

Á yngri árum sínum lék hann með Fram, Fylki og síðast Breiðablik, þar sem hann spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn í Lengjubikarnum árið 2021.

„Birkir Jakob er stór og sterkur strákur og gríðarlegt efni. Hann hefur verið í tæp fjögur ár í sterkri akademíu hjá Atalanta á Ítalíu þar sem hann hefur staðið sig vel. Hann hefur eiginleika sem leikmaður sem eiga eftir að styrkja hjá okkur sóknarlínuna. Okkur hlakkar mikið til þess að sjá hann í valsbúningnum næstu árin,“ segir Björn Steinar Jónsson formaður knattspyrnudeildarinnar í tilkynningu Vals sem má finna hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×