Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. febrúar 2025 21:37 Svali hjá Tenerife ferðum hefur meira en nóg að gera með sínu fólki að taka á móti Íslendingum og fara í ferðir með þá um eyjuna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um tvö þúsund Íslendingar eru staddir á Tenerife í hverri viku nú yfir vetrartímann og njóta þess að sleikja sólina með heimamönnum. Á síðasta ári heimsóttu um fimmtíu þúsund Íslendingar eyjuna en alls voru ferðamennirnir, sem sóttu Tenerife það ár um sjö milljónir talsins. Það myndast oft langar biðraðir í Leifsstöð þegar Íslendingar bíða eftir því að komast upp í flugvél og fljúga til Tenerife í sólina. Eyjan hefur upp á fjölbreytta afþreyingu að bjóða en íbúar á Tenerife er um ein milljón en á hverju ári koma þangað um sjö milljónir ferðamanna. Það er alveg ljóst að Íslendingar elska að vera í sólinni á Tenerife einhvern tímann yfir veturinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigvaldi Kaldalóns eða Svali eins og hann er alltaf kallaður hjá Tenerife ferðum þekkir eyjuna allra manna best enda með fjölbreyttar ferðir fyrir Íslendinga. „Íslenskir ferðamenn eru náttúrulega mjög vel liðnir og það er aðallega vegna þess að við erum að skilja eftir einhverja aura hérna. Við erum dugleg að fara út að borða, í skoðunarferðir og erum ekki bara bundin við hótel garðinn,” segir Svali. En veit Svali hvað það eru margir Íslendingar á eyjunni yfir vetrartímann? „Ég myndi typpa á að í hverri viku séu hérna einhversstaðar í kringum átján hundruð til tvö þúsund manns. Það er bara eins og gott byggðafélag,” segir Svali hlæjandi. Það er mjög vinsælt hjá hjónum að láta teikna skopmynd af sér á Tenerife en allskonar listamenn taka á móti fólki og bjóða því þjónustu sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alveg ljóst að Íslendingar elska Tenerife enda íslenska fánanum flaggað víða. „Já, það er fullmikið af Íslendingum hérna, maður getur varla verið að grínast á íslensku þá skilur það einhver,” segir Matthías Bjarnason og hlær en hann er núna ferðamaður á Tenerife. Matthías Bjarnason frá Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi nýtur þess að vera á Tenerife með sínu fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er best við þennan stað? „Bara sólin og strendurnar og tær sjór. Verðlagið er líka fínt hérna og bjórinn er ódýr”, segir Lára systir Matthíasar. Lára Bjarnadóttir frá Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem elskar eins og bróðir sinn að vera á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur líst bara mjög vel á Tenerife, hér er bara dásamlegt að vera, ótrúlega huggulegt að brjóta veturinn svona upp og koma hérna í febrúar, við mælum með því. Og hér eru Íslendingar út um allt,” segja vinkonurnar og ferðamennirnir frá Akranesi eða þær Helga Sjöfn Jónasdóttir og Vigdís Elfa Jónsdóttir. Vinkonurnar frá Akranesi, sem fóru þangað með fjölskyldum sínum til að fagna 40 ára afmælinu sínu báðar tvær. Helga Sjöfn til vinstri og Vigdís Elfa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sólarlagið á Tenerife er engu líkt.Magnús Hlynur Hreiðarsson McDonalds er einn af vinsælustu veitingastöðunum hjá Íslendingum á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
Það myndast oft langar biðraðir í Leifsstöð þegar Íslendingar bíða eftir því að komast upp í flugvél og fljúga til Tenerife í sólina. Eyjan hefur upp á fjölbreytta afþreyingu að bjóða en íbúar á Tenerife er um ein milljón en á hverju ári koma þangað um sjö milljónir ferðamanna. Það er alveg ljóst að Íslendingar elska að vera í sólinni á Tenerife einhvern tímann yfir veturinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigvaldi Kaldalóns eða Svali eins og hann er alltaf kallaður hjá Tenerife ferðum þekkir eyjuna allra manna best enda með fjölbreyttar ferðir fyrir Íslendinga. „Íslenskir ferðamenn eru náttúrulega mjög vel liðnir og það er aðallega vegna þess að við erum að skilja eftir einhverja aura hérna. Við erum dugleg að fara út að borða, í skoðunarferðir og erum ekki bara bundin við hótel garðinn,” segir Svali. En veit Svali hvað það eru margir Íslendingar á eyjunni yfir vetrartímann? „Ég myndi typpa á að í hverri viku séu hérna einhversstaðar í kringum átján hundruð til tvö þúsund manns. Það er bara eins og gott byggðafélag,” segir Svali hlæjandi. Það er mjög vinsælt hjá hjónum að láta teikna skopmynd af sér á Tenerife en allskonar listamenn taka á móti fólki og bjóða því þjónustu sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alveg ljóst að Íslendingar elska Tenerife enda íslenska fánanum flaggað víða. „Já, það er fullmikið af Íslendingum hérna, maður getur varla verið að grínast á íslensku þá skilur það einhver,” segir Matthías Bjarnason og hlær en hann er núna ferðamaður á Tenerife. Matthías Bjarnason frá Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi nýtur þess að vera á Tenerife með sínu fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er best við þennan stað? „Bara sólin og strendurnar og tær sjór. Verðlagið er líka fínt hérna og bjórinn er ódýr”, segir Lára systir Matthíasar. Lára Bjarnadóttir frá Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem elskar eins og bróðir sinn að vera á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur líst bara mjög vel á Tenerife, hér er bara dásamlegt að vera, ótrúlega huggulegt að brjóta veturinn svona upp og koma hérna í febrúar, við mælum með því. Og hér eru Íslendingar út um allt,” segja vinkonurnar og ferðamennirnir frá Akranesi eða þær Helga Sjöfn Jónasdóttir og Vigdís Elfa Jónsdóttir. Vinkonurnar frá Akranesi, sem fóru þangað með fjölskyldum sínum til að fagna 40 ára afmælinu sínu báðar tvær. Helga Sjöfn til vinstri og Vigdís Elfa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sólarlagið á Tenerife er engu líkt.Magnús Hlynur Hreiðarsson McDonalds er einn af vinsælustu veitingastöðunum hjá Íslendingum á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira