„Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Jón Þór Stefánsson skrifar 19. febrúar 2025 09:45 Páll Ágúst Ólafsson er lögmaður manns sem missti starfsleyfið eftir uppflettingu í sjúkraskrá. Lögmaður flugmanns sem missti starfsleyfið eftir uppflettingu Samgöngustofu í sjúkraskrám furðar sig á fullyrðingum þess efnis að ekkert tjón hafi orðið vegna aðgangs utanaðkomandi aðila að sjúkraskrám Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Greint var frá því í gær að Persónuvernd hefði lagt fimm milljóna króna sekt á heilsugæsluna vegna málsins þar sem vinnsla persónuupplýsinga hefði ekki verið heimil. Í úrskurði Persónuverndar, þar sem ákveðið var hver sektin skyldi verða, var tekið tillit til þess að ekkert tjón virtist hafa orðið vegna brota heilsugæslunnar Í tilkynningu Heilsugæslunnar segir líka að ekkert tjón hafi orðið og að enginn grunur sé um misnotkun á aðganginum. „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni,“ segir Páll Ágúst Ólafsson lögmaður. Umbjóðandi hans var flugmaður en eftir uppflettingar Samgöngustofu í sjúkraskrá flugmannsins var hann sviptur flugleyfi. Hann hefur ekki getað unnið sem flugmaður síðan. Páll telur ljóst að umbjóðandi hans hafi orðið fyrir tjóni vegna þessa. Landlæknir hefur komist að þeirri niðurstöðu að uppflettingin hafi verið án heimildar og að það hafi falið í sér brot um sjúkraskrár. „Það er búið að svipta skjólstæðing minn æru og atvinnuréttindum. Hann getur ekki unnið við sitt fagsvið því þessi aðgangur var gróflega misnotaður,“ segir Páll Ágúst. „Þessi yfirlýsing er algjört kjaftæði“ Þá bendir hann á að bæði Persónuvernd og heilsugæslan hafi verið meðvituð um málið. Raunar sé allt stóra málið kom til af því þeir hafi gert athugasemdir til heilsugæslunnar vegna uppflettinga trúnaðarlæknis hjá Samgöngustofu, sem nú liggur fyrir að var ólögleg. „Staðreyndin er sú að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vissi ekki af þessu fyrr en að við fórum til þeirra vorið 2024 og sögðum þeim frá þessum samningum og gerðum þeim grein fyrir hvaða afleiðingar þetta hefði haft gagnvart mínum umbjóðanda,“ segir Páll Ágúst. „Þessi yfirlýsing er algjört kjaftæði. Þetta mál kom upp af því að við bentum á það." Það sem Páll furðar sig á er að Persónuvernd og heilsugæslan leyfi sér að segja að það sé ljóst að ekkert tjón hafi orðið. „Ég tel að niðurstaða Persónuverndar sé rétt, að það hafi verið brotið gegn lögum um sjúkraskrá með því að veita þennan aðgang. En það að fullyrða að ekkert tjón hafi orðið, það er rangt.“ Í gær var greint frá því að uppflettingar þessara utanaðkomandi aðila hafi varðað um 195 þúsund einstaklinga, en Í sjúkraskrárkerfi heilsugæslunnar er að finna 517 þúsund einstaklinga, bæði lífs og liðna, sem og innlenda sem erlenda. Samkvæmt svari heilsugæslunnar við fyrirspurn fréttastofu vörðuðu um 168 þúsund þessara uppflettinga samninga við einkareknar heilsugæslustöðvar, tæplega 21 þúsund hafi varðað samning við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, og tæplega 6,3 þúsund varðað samninga við aðra aðila, líkt og Samgöngustofu, KSÍ, Fluglæknasetrið, Vinnumálastofnun, og Janus endurhæfingu. Páll Ágúst setur einnig spurningamerki við fullyrðingar Persónuverndar og heilsugæslunnar vegna þess hve mörgum hafi verið flett upp. „Þeim finnst kannski einn einstaklingur ómerkilegur í samanburði við 195 þúsund. Við vitum ekki hvernig fór með þá, en sannarlega var persónuvernd upplýst um hvað þessi aðgangur kostaði minn skjólstæðing.“ Veistu meira um uppflettingamálið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Heilbrigðismál Heilsugæsla Persónuvernd Fréttir af flugi Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Greint var frá því í gær að Persónuvernd hefði lagt fimm milljóna króna sekt á heilsugæsluna vegna málsins þar sem vinnsla persónuupplýsinga hefði ekki verið heimil. Í úrskurði Persónuverndar, þar sem ákveðið var hver sektin skyldi verða, var tekið tillit til þess að ekkert tjón virtist hafa orðið vegna brota heilsugæslunnar Í tilkynningu Heilsugæslunnar segir líka að ekkert tjón hafi orðið og að enginn grunur sé um misnotkun á aðganginum. „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni,“ segir Páll Ágúst Ólafsson lögmaður. Umbjóðandi hans var flugmaður en eftir uppflettingar Samgöngustofu í sjúkraskrá flugmannsins var hann sviptur flugleyfi. Hann hefur ekki getað unnið sem flugmaður síðan. Páll telur ljóst að umbjóðandi hans hafi orðið fyrir tjóni vegna þessa. Landlæknir hefur komist að þeirri niðurstöðu að uppflettingin hafi verið án heimildar og að það hafi falið í sér brot um sjúkraskrár. „Það er búið að svipta skjólstæðing minn æru og atvinnuréttindum. Hann getur ekki unnið við sitt fagsvið því þessi aðgangur var gróflega misnotaður,“ segir Páll Ágúst. „Þessi yfirlýsing er algjört kjaftæði“ Þá bendir hann á að bæði Persónuvernd og heilsugæslan hafi verið meðvituð um málið. Raunar sé allt stóra málið kom til af því þeir hafi gert athugasemdir til heilsugæslunnar vegna uppflettinga trúnaðarlæknis hjá Samgöngustofu, sem nú liggur fyrir að var ólögleg. „Staðreyndin er sú að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vissi ekki af þessu fyrr en að við fórum til þeirra vorið 2024 og sögðum þeim frá þessum samningum og gerðum þeim grein fyrir hvaða afleiðingar þetta hefði haft gagnvart mínum umbjóðanda,“ segir Páll Ágúst. „Þessi yfirlýsing er algjört kjaftæði. Þetta mál kom upp af því að við bentum á það." Það sem Páll furðar sig á er að Persónuvernd og heilsugæslan leyfi sér að segja að það sé ljóst að ekkert tjón hafi orðið. „Ég tel að niðurstaða Persónuverndar sé rétt, að það hafi verið brotið gegn lögum um sjúkraskrá með því að veita þennan aðgang. En það að fullyrða að ekkert tjón hafi orðið, það er rangt.“ Í gær var greint frá því að uppflettingar þessara utanaðkomandi aðila hafi varðað um 195 þúsund einstaklinga, en Í sjúkraskrárkerfi heilsugæslunnar er að finna 517 þúsund einstaklinga, bæði lífs og liðna, sem og innlenda sem erlenda. Samkvæmt svari heilsugæslunnar við fyrirspurn fréttastofu vörðuðu um 168 þúsund þessara uppflettinga samninga við einkareknar heilsugæslustöðvar, tæplega 21 þúsund hafi varðað samning við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, og tæplega 6,3 þúsund varðað samninga við aðra aðila, líkt og Samgöngustofu, KSÍ, Fluglæknasetrið, Vinnumálastofnun, og Janus endurhæfingu. Páll Ágúst setur einnig spurningamerki við fullyrðingar Persónuverndar og heilsugæslunnar vegna þess hve mörgum hafi verið flett upp. „Þeim finnst kannski einn einstaklingur ómerkilegur í samanburði við 195 þúsund. Við vitum ekki hvernig fór með þá, en sannarlega var persónuvernd upplýst um hvað þessi aðgangur kostaði minn skjólstæðing.“ Veistu meira um uppflettingamálið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Persónuvernd Fréttir af flugi Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira