„Þetta er saga þar sem ástin og ferillinn takast á. Og baráttan milli drauma og raunveruleikans,“ segja félagarnir sem voru til viðtals ásamt nemendum Verzló í Íslandi í dag.
„Þetta er stærsti söngleikurinn á landinu og það er staðfest. Við erum með fjörutíu manns á sviðinu og síðan fimmtán manns upp á efra sviðinu og það er ekkert leikhús á Íslandi, kannski ekki í Evrópu sem hefur efni á því að vera með svona marga á sviðinu,“ segja leikstjórarnir en nemendur Verzló leika ekki aðeins hlutverkin heldur spila líka tónlistina.
Hér að neðan má sjá þegar Sindri Sindrason skellti sér á æfingu hjá þessum flottu krökkum.