Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Lovísa Arnardóttir skrifar 20. febrúar 2025 08:24 Kristín Skjaldardóttir fjallaði um hlutverk samskiptaráðgjafa á fundi Náum áttum í gær. Vísir/Vilhelm Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs vísaði í fyrra níu málum sem komu á þeirra borð til lögreglunnar. Þá tilkynntu þau 27 börn í fimmtán málum til barnaverndar. Kristín Skjaldardóttir, samskiptaráðgjafi, segir málin sem rata á þeirra borð enn of mörg. Árlega sé til þeirra tilkynnt um allt að 100 mál, eða um tvö á viku. Málin eru ekki bundin við ákveðnar íþróttir. „Það þarf að hafa í huga að við erum að vinna með allan aldur og það sem fór til lögreglunnar það varðaði einhvern sem er yfir 18 ára,“ segir Kristín. Það geti verið þjálfarar, starfsmenn eða iðkendur, á öllum aldri. „Þetta getur verið allt frá óviðeigandi snertingu til nauðgunar. Það er allur skalinn,“ segir Kristín. Kristín fjallaði um hlutverk samskiptaráðgjafans á morgunverðarfundi Náum áttum í gær þar sem fjallað var um kynferðisbrot og ungmenni. Fram kom í erindi hennar aðþau leituðu líka ráðgjafar lögreglu í tveimur málum. Eigi ekki að taka á málunum sjálf Kristín fór í erindi sínu ítarlega yfir starf samskiptaráðgjafans og þau úrræði sem þau hafa upp á að bjóða. Hún sagði sem dæmi mikilvægt að til væri viðbragðsáætlun hjá hverju félagi og sagði alls ekki æskilegt að íþróttafélögin taki sjálf á málum þegar þau komi upp. „Viðbragðsáætlunin var stórt framfaraskref. Í ofbeldiskafla kemur fram að ef einstaklingur er til rannsóknar hjá lögreglu eða mál hjá barnavernd þá er honum vikið til hliðar á meðan,“ segir Kristín. Það hafi reynt á þetta en það sé alltaf reynt að haga málum þannig að bæði þolandi og meintur gerandi geti iðkað sína íþrótt áfram. Íþróttastarf hafi forvarnargildi. Fjölmennt var á fundi Náum áttum í gær þar sem fjallað var um kynferðibrot ungmenna.Vísir/Vilhelm Séu meintir gerendur yfir 18 ára megi vísa þeim frá starfi. „Samskiptaráðgjafi fer ekki inn í mál sem eru hjá lögreglu eða barnavernd en við styðjum við félagið í viðbrögðum á meðan mál eru í vinnslu þar. Þetta er eitthvað sem hefur vantað mikið,“ segir Kristín. Samskiptatáðgjafi gefi einnig stundum umsagnir um mál. „Við gefum umsagnir þegar við á. Þá gefur samskiptaráðgjafi út umsögn vegna máls sem kemur inn á borð þeirra og leggur til hvernig taka eigi á málinu og viðkomandi aðilum. Við reynum að láta félögin sjá um úrlausnina sjálf en erum ráðgjafandi og til staðar ef þarf.“ Auðveldara þegar um er að ræða börn Þegar mál koma upp segir Kristín oft auðveldara að eiga við málin þegar þau varða börn. Þá sé hægt að tilkynna til barnaverndar. Séu gerendur og þolendur eldri sé fólk oft í vandræðum með það hvert eigi að leita. „Þá komum við sterk inn með okkar þekkingu. Við leiðum fólk áfram og styðjum við og hjálpum því að komast á réttan stað. Það er mjög algengt að einhver sé ósáttur við okkur í þeim málum sem við vinnum einfaldlega því við komum með tillögur að breytingum, bótum, tilfærslum eða einhverju slíku. Þetta er oft flókið af því að við erum líka að aðstoða þau sem eru yfir 18 ára.“ Kristín segir flest málin varða einstaklinga sem eru bæði í íþróttahreyfingunni. Komi mál til þeirra sem eigi ekki heima hjá þeim þá aðstoði þau viðkomandi að koma sínum máli í rétt ferli. Það geti verið hjá Stígamótum, Bjarkarhlíð eða öðrum álíka úrræðum. Til samskiptaráðgjafans getur líka leitað fólk vegna annars konar ofbeldis eða eineltis. Andlegt ofbeldi getur til dæmis verið ljót orðræða, niðurlæging og hundsun í garð fólks, sem og líkamlegar refsingar. Ef þú mætir of seint þá þarftu að hlaupa auka tíu hringi. Ef þú ert ekki nógu góð í þessari æfingu þarftu að standa upp við vegg með lóð. Þetta eru hlutir sem við viljum ekki sjá í íþróttum. Hún segir andlegt ofbeldi líka geta komið fram í ummælum eða athugasemdum um holdafar. „Mögulega þarf eitthvað að segja en það skiptir máli hvernig það er sagt. Hvort það sé sagt á niðurlægjandi hátt eða hvort það sé sett fram þannig að viðkomandi sé boðin aðstoð til að komast að því hvort það er einhver ástæða fyrir því að staðan sé eins og hún er hjá viðkomandi.“ Þurfa ekki öll að verða afreksíþróttamenn Kristín segir gott að hafa í huga að ekki öll börn þurfa að verða að afreksíþróttamönnum. „Íþróttir mega snúast um að það sé gaman. Að börnunum finnist þau góð þó að þau séu ekki best. Þau vilja kannski ekki koma fram fyrir fólki en líður vel á æfingum. Það þarf að hugsa um þetta líka. Ég held við séum meðvitaðri um þetta en það er enn mjög mikil áhersla á að allir séu að keppa. Það er slagur um að vera í A-liði og að komast úr C-liði.“ Kristín segir þetta ekki umræðu á þeirra borði en þetta sé eitthvað til að hafa í huga og snerti menningu innan íþróttahreyfingarinnar. Hér er hægt að leita aðstoðar og upplýsinga.Barnaheill „Börnunum getur liðið vel í sínu C-liði en svo geta foreldrar verið með meiri metnað. Það þarf að pæla í þessum hlutum. Börnin rekast misvel á innan íþrótta og æskulýðsstarfs og við getum stundum verið of fljót að drífa þau í einhverja eina íþrótt. Hvetja þau áfram þar því það væri svo frábært ef þau yrðu landsliðsmenn. Það þarf að opna á þessa umræðu því þetta á að snúast um vellíðan, að þau langi að vera með því þau leiðast síður í eitthvað óæskilegt eins og ofbeldi eða neyslu ef þau eru hluti af góðum hóp.“ Sjá einnig: Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ og Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Það er ekki langt síðan fjallað var í fjölmiðlum um aðferðir körfuboltaþjálfara sem ekki allir voru sammála um að væru réttar. „Við erum að leggja áherslu á að við viljum ekki hafa hlutina eins og í gamla daga. Eina leiðin til að breyta einhverju er að einhver sé tilbúinn til að koma í fræðslu og aðrir tilbúnir til að þiggja hana. Það er okkar markmið.“ Kenna þjálfurum að setja mörk Samskiptaráðgjafi býður upp á fræðslu fyrir iðkendur, foreldra, þjálfara og alla sem koma að íþrótta- eða æskulýðsstarfi. „Við erum líka að kenna þjálfurum að setja mörk. Það er endalaust áreiti frá foreldrum og þeir eiga ekki að þurfa að svara því. Við kennum þjálfurum að vernda sig og að vera ekki í samskiptum á samfélagsmiðlum þar sem eitthvað getur stækkað og orðið að einhverju óæskilegu, heldur að nota appið sem íþróttafélagið er með virkt og er með heimild fyrir.“ Hún segir allt starfsfólk þurfa að vera meðvitað um viðbragðsáætlun. „Mig langar auðvitað að málunum okkar fækki en það gerist ekki nema með fræðslu og forvörnum. Það á alltaf að vera markmið allra að fræðslan hafi verið það mikil og góð að það sé í undantekningartilfellum sem þarf að vinna stærri mál.“ Hún segir misvel staðið að fræðslu fyrir starfsmenn innan íþróttahreyfinga. Sem dæmi hafi fimleikasambandið staðið sig vel í fræðslu fyrir iðkendur sem einnig sjá um kennslu yngstu hópanna í fimleikum. „Við fáum oft að heyra það frá félögunum að það sé erfitt að fá fólk til sjálfboðastarfa þegar það eru svona miklar kröfur en af hverju ættum við að gefa afslátt þegar börnin okkar eiga í hlut? Við eigum ekki að gera það. Ef fólk hefur ekki áhuga á að sitja fræðslu fjórum sinnum yfir veturinn sem nýtist í öllu lífinu þá er það kannski ekki á réttri hillu.“ Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Kynferðisofbeldi Kynbundið ofbeldi Íþróttir barna Tengdar fréttir Börn ekki tilbúin til að spila með meistaraflokkum Engar reglur gilda hjá ÍSÍ um hvenær börn mega spila með meistaraflokkum íþróttafélaga en allt niður í ellefu ára börn hafa spilað með meistaraflokkum. Íþróttafræðingur segir þetta varhugavert 31. október 2023 15:29 Leggja til brottrekstur tilkynni leikmenn ekki ofbeldismál Starfshópur KSÍ, sem vann að endurskoðun á vinnulagi, viðhorfi og menningu innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur skilað af sér skýrslu og tillögur um endurbætur á þeim málum. Meðal tillaga er að leikmönnum sambandsins verði gert að skrifa undir skilmála að þeim beri að tilkynna ofbeldismál sem þeir tengjast, viðurlög varði brottrekstri. 10. desember 2021 11:26 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Sjá meira
„Það þarf að hafa í huga að við erum að vinna með allan aldur og það sem fór til lögreglunnar það varðaði einhvern sem er yfir 18 ára,“ segir Kristín. Það geti verið þjálfarar, starfsmenn eða iðkendur, á öllum aldri. „Þetta getur verið allt frá óviðeigandi snertingu til nauðgunar. Það er allur skalinn,“ segir Kristín. Kristín fjallaði um hlutverk samskiptaráðgjafans á morgunverðarfundi Náum áttum í gær þar sem fjallað var um kynferðisbrot og ungmenni. Fram kom í erindi hennar aðþau leituðu líka ráðgjafar lögreglu í tveimur málum. Eigi ekki að taka á málunum sjálf Kristín fór í erindi sínu ítarlega yfir starf samskiptaráðgjafans og þau úrræði sem þau hafa upp á að bjóða. Hún sagði sem dæmi mikilvægt að til væri viðbragðsáætlun hjá hverju félagi og sagði alls ekki æskilegt að íþróttafélögin taki sjálf á málum þegar þau komi upp. „Viðbragðsáætlunin var stórt framfaraskref. Í ofbeldiskafla kemur fram að ef einstaklingur er til rannsóknar hjá lögreglu eða mál hjá barnavernd þá er honum vikið til hliðar á meðan,“ segir Kristín. Það hafi reynt á þetta en það sé alltaf reynt að haga málum þannig að bæði þolandi og meintur gerandi geti iðkað sína íþrótt áfram. Íþróttastarf hafi forvarnargildi. Fjölmennt var á fundi Náum áttum í gær þar sem fjallað var um kynferðibrot ungmenna.Vísir/Vilhelm Séu meintir gerendur yfir 18 ára megi vísa þeim frá starfi. „Samskiptaráðgjafi fer ekki inn í mál sem eru hjá lögreglu eða barnavernd en við styðjum við félagið í viðbrögðum á meðan mál eru í vinnslu þar. Þetta er eitthvað sem hefur vantað mikið,“ segir Kristín. Samskiptatáðgjafi gefi einnig stundum umsagnir um mál. „Við gefum umsagnir þegar við á. Þá gefur samskiptaráðgjafi út umsögn vegna máls sem kemur inn á borð þeirra og leggur til hvernig taka eigi á málinu og viðkomandi aðilum. Við reynum að láta félögin sjá um úrlausnina sjálf en erum ráðgjafandi og til staðar ef þarf.“ Auðveldara þegar um er að ræða börn Þegar mál koma upp segir Kristín oft auðveldara að eiga við málin þegar þau varða börn. Þá sé hægt að tilkynna til barnaverndar. Séu gerendur og þolendur eldri sé fólk oft í vandræðum með það hvert eigi að leita. „Þá komum við sterk inn með okkar þekkingu. Við leiðum fólk áfram og styðjum við og hjálpum því að komast á réttan stað. Það er mjög algengt að einhver sé ósáttur við okkur í þeim málum sem við vinnum einfaldlega því við komum með tillögur að breytingum, bótum, tilfærslum eða einhverju slíku. Þetta er oft flókið af því að við erum líka að aðstoða þau sem eru yfir 18 ára.“ Kristín segir flest málin varða einstaklinga sem eru bæði í íþróttahreyfingunni. Komi mál til þeirra sem eigi ekki heima hjá þeim þá aðstoði þau viðkomandi að koma sínum máli í rétt ferli. Það geti verið hjá Stígamótum, Bjarkarhlíð eða öðrum álíka úrræðum. Til samskiptaráðgjafans getur líka leitað fólk vegna annars konar ofbeldis eða eineltis. Andlegt ofbeldi getur til dæmis verið ljót orðræða, niðurlæging og hundsun í garð fólks, sem og líkamlegar refsingar. Ef þú mætir of seint þá þarftu að hlaupa auka tíu hringi. Ef þú ert ekki nógu góð í þessari æfingu þarftu að standa upp við vegg með lóð. Þetta eru hlutir sem við viljum ekki sjá í íþróttum. Hún segir andlegt ofbeldi líka geta komið fram í ummælum eða athugasemdum um holdafar. „Mögulega þarf eitthvað að segja en það skiptir máli hvernig það er sagt. Hvort það sé sagt á niðurlægjandi hátt eða hvort það sé sett fram þannig að viðkomandi sé boðin aðstoð til að komast að því hvort það er einhver ástæða fyrir því að staðan sé eins og hún er hjá viðkomandi.“ Þurfa ekki öll að verða afreksíþróttamenn Kristín segir gott að hafa í huga að ekki öll börn þurfa að verða að afreksíþróttamönnum. „Íþróttir mega snúast um að það sé gaman. Að börnunum finnist þau góð þó að þau séu ekki best. Þau vilja kannski ekki koma fram fyrir fólki en líður vel á æfingum. Það þarf að hugsa um þetta líka. Ég held við séum meðvitaðri um þetta en það er enn mjög mikil áhersla á að allir séu að keppa. Það er slagur um að vera í A-liði og að komast úr C-liði.“ Kristín segir þetta ekki umræðu á þeirra borði en þetta sé eitthvað til að hafa í huga og snerti menningu innan íþróttahreyfingarinnar. Hér er hægt að leita aðstoðar og upplýsinga.Barnaheill „Börnunum getur liðið vel í sínu C-liði en svo geta foreldrar verið með meiri metnað. Það þarf að pæla í þessum hlutum. Börnin rekast misvel á innan íþrótta og æskulýðsstarfs og við getum stundum verið of fljót að drífa þau í einhverja eina íþrótt. Hvetja þau áfram þar því það væri svo frábært ef þau yrðu landsliðsmenn. Það þarf að opna á þessa umræðu því þetta á að snúast um vellíðan, að þau langi að vera með því þau leiðast síður í eitthvað óæskilegt eins og ofbeldi eða neyslu ef þau eru hluti af góðum hóp.“ Sjá einnig: Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ og Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Það er ekki langt síðan fjallað var í fjölmiðlum um aðferðir körfuboltaþjálfara sem ekki allir voru sammála um að væru réttar. „Við erum að leggja áherslu á að við viljum ekki hafa hlutina eins og í gamla daga. Eina leiðin til að breyta einhverju er að einhver sé tilbúinn til að koma í fræðslu og aðrir tilbúnir til að þiggja hana. Það er okkar markmið.“ Kenna þjálfurum að setja mörk Samskiptaráðgjafi býður upp á fræðslu fyrir iðkendur, foreldra, þjálfara og alla sem koma að íþrótta- eða æskulýðsstarfi. „Við erum líka að kenna þjálfurum að setja mörk. Það er endalaust áreiti frá foreldrum og þeir eiga ekki að þurfa að svara því. Við kennum þjálfurum að vernda sig og að vera ekki í samskiptum á samfélagsmiðlum þar sem eitthvað getur stækkað og orðið að einhverju óæskilegu, heldur að nota appið sem íþróttafélagið er með virkt og er með heimild fyrir.“ Hún segir allt starfsfólk þurfa að vera meðvitað um viðbragðsáætlun. „Mig langar auðvitað að málunum okkar fækki en það gerist ekki nema með fræðslu og forvörnum. Það á alltaf að vera markmið allra að fræðslan hafi verið það mikil og góð að það sé í undantekningartilfellum sem þarf að vinna stærri mál.“ Hún segir misvel staðið að fræðslu fyrir starfsmenn innan íþróttahreyfinga. Sem dæmi hafi fimleikasambandið staðið sig vel í fræðslu fyrir iðkendur sem einnig sjá um kennslu yngstu hópanna í fimleikum. „Við fáum oft að heyra það frá félögunum að það sé erfitt að fá fólk til sjálfboðastarfa þegar það eru svona miklar kröfur en af hverju ættum við að gefa afslátt þegar börnin okkar eiga í hlut? Við eigum ekki að gera það. Ef fólk hefur ekki áhuga á að sitja fræðslu fjórum sinnum yfir veturinn sem nýtist í öllu lífinu þá er það kannski ekki á réttri hillu.“
Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Kynferðisofbeldi Kynbundið ofbeldi Íþróttir barna Tengdar fréttir Börn ekki tilbúin til að spila með meistaraflokkum Engar reglur gilda hjá ÍSÍ um hvenær börn mega spila með meistaraflokkum íþróttafélaga en allt niður í ellefu ára börn hafa spilað með meistaraflokkum. Íþróttafræðingur segir þetta varhugavert 31. október 2023 15:29 Leggja til brottrekstur tilkynni leikmenn ekki ofbeldismál Starfshópur KSÍ, sem vann að endurskoðun á vinnulagi, viðhorfi og menningu innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur skilað af sér skýrslu og tillögur um endurbætur á þeim málum. Meðal tillaga er að leikmönnum sambandsins verði gert að skrifa undir skilmála að þeim beri að tilkynna ofbeldismál sem þeir tengjast, viðurlög varði brottrekstri. 10. desember 2021 11:26 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Sjá meira
Börn ekki tilbúin til að spila með meistaraflokkum Engar reglur gilda hjá ÍSÍ um hvenær börn mega spila með meistaraflokkum íþróttafélaga en allt niður í ellefu ára börn hafa spilað með meistaraflokkum. Íþróttafræðingur segir þetta varhugavert 31. október 2023 15:29
Leggja til brottrekstur tilkynni leikmenn ekki ofbeldismál Starfshópur KSÍ, sem vann að endurskoðun á vinnulagi, viðhorfi og menningu innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur skilað af sér skýrslu og tillögur um endurbætur á þeim málum. Meðal tillaga er að leikmönnum sambandsins verði gert að skrifa undir skilmála að þeim beri að tilkynna ofbeldismál sem þeir tengjast, viðurlög varði brottrekstri. 10. desember 2021 11:26