Jón segir að swing-senan á Íslandi sé stærri en margir geri sér grein fyrir, um tvö þúsund pör séu formlega skráð í samfélagið. Að auki séu fleiri pör sem taki þátt án þess að vera skráðir meðlimir.

Venjulegur fjölskyldufaðir
Sjálfur lýsir Jón sér sem venjulegum fjölskylduföður og virkum þátttakanda í swing-senunni. Hann segist ekki vilja koma fram undir nafni vegna fordóma sem hann upplifi í samfélaginu og til að vernda börnin sín. Hann vonast til að umræðan verði opnari með tímanum, líkt og hefur gerst með kynlífstækjaiðnaðinn.

Hann segir að klúbburinn verði ákveðinn samastaður fyrir fólk í senunni sem og aðra sem vilja hittast. Jón hefur leitað ráða hjá rekstraraðilum sambærilegra klúbba erlendis og hyggst móta staðinn í anda þeirra.
„Allir gestir þurfa að skrá inn persónuupplýsingar fyrir fram. Með því sköpum við öruggt og áreynslulaust umhverfi fyrir alla,“ segir Jón.
Tilraunaopnun um helgina
Klúbburinn verður með séstaka tilraunaopnun um helgina. Jón vill ekki gefa upp nákvæma staðsetningu staðarins til að vernda gesti en segir að hann sé á höfuðborgarsvæðinu.
Hann hefur þegar haldið einkasamkvæmi til að kanna viðbrögð og finnur fyrir miklum velvilja.
„Fyrstu kvöldin komu um 30 manns, sem er mjög gott merki um eftirspurn,“ segir Jón.
Aðspurður segir hann aldursbil gesta að jafnaði frá um 27 til 70 ára, og meirihlutinn sé fjölskyldufólk:
„Þetta er bara venjulegt fólk eins og ég og þú.“
Nafnið Aphrodite er vísun í ástar- og fegurðargyðjuna Afródítu úr grískri goðafræði.