Segja loforð svikin í Skálafelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2025 11:51 Úr brekkum Skálafells. JMG Hópurinn Opnum Skálafell kallar eftir því að stjórnvöld og hluteigandi aðilar standi við gerða samninga um uppbyggingu í Skálafelli. Skíðasvæðið í Skálafelli hefur verið lokað í allan vetur, annað árið í röð. Fulltrúar hópsins óttast að stjórnvöld séu að reyna hlaupa undan gerðum samningum. Hópurinn hefur sent opið bréf á stjórn SSH, Samstarfsnefnd skíðasvæðanna og verkefnahóp um framkvæmdir á skíðasvæðunum þar sem þau krefjast að yfirvöld standi við samkomulag sem var undirritað árið 2018. Stjórnvöld reyni að humma sig frá málinu Árið 2018 undirrituðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samkomulag sem felur í sér að ráðist yrði í endurnýjun og uppsetningu á stólalyftum og búnaði til snjóframleiðslu á skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli. Samkvæmt samkomulaginu ættu framkvæmdir í Skálafelli að vera langt komnar en þær eru ekki enn hafnar. Hópurinn vill minna á að ekki er búið að ráðstafa öllu því fé sem eyrnamerkt var uppbyggingu skíðasvæða árið 2018. Um er að ræða alls 5,1 milljarð króna samkvæmt upphaflegri áætlun. Nú þegar vel heppnuðum fyrsta áfanga uppbyggingar í Bláfjöllum sé lokið ætti að vera hægt koma uppbyggingu í Skálafelli af stað á skynsaman hátt. Fulltrúar hópsins Opnum Skálafell segja að skíðasvæðið í Skálafelli muni hafa jákvæð áhrif fyrir iðkendur og áhugafólk á stórhöfuðborgarsvæðinu. Hópurinn óttast að seinagangur yfirvalda verði til þess að framkvæmdir í Skálafelli detti endalega upp fyrir. Það væru vonbrigði fyrir unnendur vetraríþótta og lýðheilsumál á stórhöfuðborgarsvæðinu. Mismunandi veðurskilyrði tryggi fleiri skíðadaga Brekkur Skálafells snúa í suður og búa við önnur veðurskilyrði en Bláfjöll. Þegar er vont veður í Bláfjöllum er oft gott veður í Skálafelli og öfugt. Ræðst það af landslaginu í kringum svæðin. Með opnun Skálafells verði hægt að tryggja fleiri skíðadaga á stórhöfuðborgarsvæðinu og eftirspurnin sé svo sannarlega til staðar. Ár hvert verja íbúar höfuðborgarsvæðisins umtalsverðum fjárhæðum í skíðaferðir erlendis og í vetrarfríum fyllast brekkur norðan heiða af skíða- og brettafólki af suðvesturhorninu. Úr Skálafelli.Vísir/Vilhelm Með fleiri skíðadögum verði einnig hægt að tryggja fleiri æfingadaga fyrir iðkendur og keppnisfólk á suðvesturhorninu. Skálafell bjóðia til að mynda upp á einu löglegu stórsvigsbrekkuna sunnan heiða. Bláfjöll yfirfull Skíðaáhugafólk sunnan heiða hefur lítið getað sótt í Bláfjöll undanfarnar vikur vegna veðurs. Á góðum dögum er skíðasvæðið þar oft yfirfullt af gestum. Hópurinn segir það skapa bæði vandamál hvað varði öryggis- og aðgengismál. Norðurleiðin (Öxlin) hafi verið varasöm í vetur vegna fólksfjölda og slæmra skilyrða. „Skálafell býður um margt upp á heppilegra aðgengi fyrir fjölskyldufólk þar sem brekkurnar byrja og enda á sama stað. Byrjendasvæðið er gott og aðgengilegt og eru brekkur í Skálafelli almennt bæði lengri og auðveldari en í Bláfjöllum. Skálafell er einnig fjölbreyttara svæði frá náttúrunnar hendi, margar tegundir af brekkum og ótal leiðir sem að dreifir úr gestum svæðisins,“ segir hópurinn en opið bréf þeirra má sjá í viðhengi að neðan. Tengd skjöl Opnum_SkalafellPDF1.6MBSækja skjal Skíðasvæði Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira
Hópurinn hefur sent opið bréf á stjórn SSH, Samstarfsnefnd skíðasvæðanna og verkefnahóp um framkvæmdir á skíðasvæðunum þar sem þau krefjast að yfirvöld standi við samkomulag sem var undirritað árið 2018. Stjórnvöld reyni að humma sig frá málinu Árið 2018 undirrituðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samkomulag sem felur í sér að ráðist yrði í endurnýjun og uppsetningu á stólalyftum og búnaði til snjóframleiðslu á skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli. Samkvæmt samkomulaginu ættu framkvæmdir í Skálafelli að vera langt komnar en þær eru ekki enn hafnar. Hópurinn vill minna á að ekki er búið að ráðstafa öllu því fé sem eyrnamerkt var uppbyggingu skíðasvæða árið 2018. Um er að ræða alls 5,1 milljarð króna samkvæmt upphaflegri áætlun. Nú þegar vel heppnuðum fyrsta áfanga uppbyggingar í Bláfjöllum sé lokið ætti að vera hægt koma uppbyggingu í Skálafelli af stað á skynsaman hátt. Fulltrúar hópsins Opnum Skálafell segja að skíðasvæðið í Skálafelli muni hafa jákvæð áhrif fyrir iðkendur og áhugafólk á stórhöfuðborgarsvæðinu. Hópurinn óttast að seinagangur yfirvalda verði til þess að framkvæmdir í Skálafelli detti endalega upp fyrir. Það væru vonbrigði fyrir unnendur vetraríþótta og lýðheilsumál á stórhöfuðborgarsvæðinu. Mismunandi veðurskilyrði tryggi fleiri skíðadaga Brekkur Skálafells snúa í suður og búa við önnur veðurskilyrði en Bláfjöll. Þegar er vont veður í Bláfjöllum er oft gott veður í Skálafelli og öfugt. Ræðst það af landslaginu í kringum svæðin. Með opnun Skálafells verði hægt að tryggja fleiri skíðadaga á stórhöfuðborgarsvæðinu og eftirspurnin sé svo sannarlega til staðar. Ár hvert verja íbúar höfuðborgarsvæðisins umtalsverðum fjárhæðum í skíðaferðir erlendis og í vetrarfríum fyllast brekkur norðan heiða af skíða- og brettafólki af suðvesturhorninu. Úr Skálafelli.Vísir/Vilhelm Með fleiri skíðadögum verði einnig hægt að tryggja fleiri æfingadaga fyrir iðkendur og keppnisfólk á suðvesturhorninu. Skálafell bjóðia til að mynda upp á einu löglegu stórsvigsbrekkuna sunnan heiða. Bláfjöll yfirfull Skíðaáhugafólk sunnan heiða hefur lítið getað sótt í Bláfjöll undanfarnar vikur vegna veðurs. Á góðum dögum er skíðasvæðið þar oft yfirfullt af gestum. Hópurinn segir það skapa bæði vandamál hvað varði öryggis- og aðgengismál. Norðurleiðin (Öxlin) hafi verið varasöm í vetur vegna fólksfjölda og slæmra skilyrða. „Skálafell býður um margt upp á heppilegra aðgengi fyrir fjölskyldufólk þar sem brekkurnar byrja og enda á sama stað. Byrjendasvæðið er gott og aðgengilegt og eru brekkur í Skálafelli almennt bæði lengri og auðveldari en í Bláfjöllum. Skálafell er einnig fjölbreyttara svæði frá náttúrunnar hendi, margar tegundir af brekkum og ótal leiðir sem að dreifir úr gestum svæðisins,“ segir hópurinn en opið bréf þeirra má sjá í viðhengi að neðan. Tengd skjöl Opnum_SkalafellPDF1.6MBSækja skjal
Skíðasvæði Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira