Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2025 13:44 Hafi einhver velkst í vafa um það hvað Silja Bára hyggst setja á oddinn í sínum rekstorsslag tekur hún af allan vafa um það í aðsendri grein sem hún birti á Vísi nú rétt í þessu: Jafnréttindi og inngilding. vísir/vilhelm Silja Bára R. Ómarsdóttir er í rektorskjöri og hún ítrekar þær áherslur sem hún mun koma með í Háskóla Íslands verði hún kjörin. Hún segist vilja verða rektor inngildingar. „Staðreyndin er sú að háskólar voru stofnaðir af körlum í forréttindastöðu fyrir karla í forréttindastöðu,“ segir Silja Bára í aðsendri grein sem hún birtir á Vísi og kallar „Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands“. Rektorskosningar verða dagana 18. Og 19. Mars. Ef enginn frambjóðenda fær meirihluta gildra atkvæða er kosið milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu. Þeir sem eru í framboði eru auk Silju þau Björn Þorsteinsson, Ganna Progrebna, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Kolbrún Þ. Pálsdóttir, Magnús Karl Magnússon og Oluwafemi E Idowu. Silja segir að sem betur fer hafi mikið vatn runnið til sjávar frá því háskólar voru einsleitar stofnanir og þeir, líkt og aðrir skólar, hafa tekið stórfelldum breytingum á stuttum tíma. En enn sé langt í land: Að Háskóli Íslands sé jafn aðgengilegur öllum sem hann sækja. „Innan háskólans þarf að tryggja jöfn tækifæri til grunn- og framhaldsnáms, framgangs og starfsþróunar og tryggja jafnrétti í launasetningu. Það þarf að kynna vel og treysta þá ferla sem eru til staðar til að koma í veg fyrir og takast á við einelti, áreitni og ofbeldi, efla sálfræði- og félagsráðgjafarþjónustu og auka sveigjanleika í námi.“ Þá segir Silja að starfsfólk og stúdentar við Háskóla Íslands eiga rétt á því að þeim sé mætt af virðingu óháð uppruna, líkamsgerð, eða kyni, svo dæmi séu tekin. „Byggingar eiga að vera aðgengilegar og samfélagið sömuleiðis. Umfram allt þarf háskólasamfélagið að vera opið fyrir nýjum og fjölbreyttum áskorunum og þora að takast á við öll þau viðfangsefni sem fjölbreyttir háskólar þurfa og eiga að takast á við. Ég býð mig fram til að verða rektor sem stuðlar að jafnrétti og inngildingu í fjölbreyttum háskóla þar sem allt fólk fær notið sín.“ Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Jafnréttismál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Ellefu umsóknir bárust um embætti rektors Háskóla Íslands fyrir næsta kjörtímabil en átta umsækjendur voru taldir uppfylla skilyrði um embættisgengi. Rektorskjör fer fram á næstu vikum. 6. febrúar 2025 17:46 Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Samtök áhugafólks um spilafíkn hvetja til framboðs einstaklinga sem eru mótfallnir rekstri spilakassa í embætti rektors Háskóla Íslands. Gengið verði á frambjóðendur um afstöðu þeirra til reksturs háskólans á slíkum kössum. 16. janúar 2025 11:18 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Staðreyndin er sú að háskólar voru stofnaðir af körlum í forréttindastöðu fyrir karla í forréttindastöðu,“ segir Silja Bára í aðsendri grein sem hún birtir á Vísi og kallar „Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands“. Rektorskosningar verða dagana 18. Og 19. Mars. Ef enginn frambjóðenda fær meirihluta gildra atkvæða er kosið milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu. Þeir sem eru í framboði eru auk Silju þau Björn Þorsteinsson, Ganna Progrebna, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Kolbrún Þ. Pálsdóttir, Magnús Karl Magnússon og Oluwafemi E Idowu. Silja segir að sem betur fer hafi mikið vatn runnið til sjávar frá því háskólar voru einsleitar stofnanir og þeir, líkt og aðrir skólar, hafa tekið stórfelldum breytingum á stuttum tíma. En enn sé langt í land: Að Háskóli Íslands sé jafn aðgengilegur öllum sem hann sækja. „Innan háskólans þarf að tryggja jöfn tækifæri til grunn- og framhaldsnáms, framgangs og starfsþróunar og tryggja jafnrétti í launasetningu. Það þarf að kynna vel og treysta þá ferla sem eru til staðar til að koma í veg fyrir og takast á við einelti, áreitni og ofbeldi, efla sálfræði- og félagsráðgjafarþjónustu og auka sveigjanleika í námi.“ Þá segir Silja að starfsfólk og stúdentar við Háskóla Íslands eiga rétt á því að þeim sé mætt af virðingu óháð uppruna, líkamsgerð, eða kyni, svo dæmi séu tekin. „Byggingar eiga að vera aðgengilegar og samfélagið sömuleiðis. Umfram allt þarf háskólasamfélagið að vera opið fyrir nýjum og fjölbreyttum áskorunum og þora að takast á við öll þau viðfangsefni sem fjölbreyttir háskólar þurfa og eiga að takast á við. Ég býð mig fram til að verða rektor sem stuðlar að jafnrétti og inngildingu í fjölbreyttum háskóla þar sem allt fólk fær notið sín.“
Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Jafnréttismál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Ellefu umsóknir bárust um embætti rektors Háskóla Íslands fyrir næsta kjörtímabil en átta umsækjendur voru taldir uppfylla skilyrði um embættisgengi. Rektorskjör fer fram á næstu vikum. 6. febrúar 2025 17:46 Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Samtök áhugafólks um spilafíkn hvetja til framboðs einstaklinga sem eru mótfallnir rekstri spilakassa í embætti rektors Háskóla Íslands. Gengið verði á frambjóðendur um afstöðu þeirra til reksturs háskólans á slíkum kössum. 16. janúar 2025 11:18 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Ellefu umsóknir bárust um embætti rektors Háskóla Íslands fyrir næsta kjörtímabil en átta umsækjendur voru taldir uppfylla skilyrði um embættisgengi. Rektorskjör fer fram á næstu vikum. 6. febrúar 2025 17:46
Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Samtök áhugafólks um spilafíkn hvetja til framboðs einstaklinga sem eru mótfallnir rekstri spilakassa í embætti rektors Háskóla Íslands. Gengið verði á frambjóðendur um afstöðu þeirra til reksturs háskólans á slíkum kössum. 16. janúar 2025 11:18