Innlent

Svona var blaða­manna­fundur nýs meiri­hluta í Reykja­vík

Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa
Líf Magneudóttir minnti á að nýr borgarstjóri ætti afmæli í dag. Heiða Björg er 54 ára í dag.
Líf Magneudóttir minnti á að nýr borgarstjóri ætti afmæli í dag. Heiða Björg er 54 ára í dag. Vísir/Vilhelm

Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Sósíalista, Flokks fólksins og Vinstri grænna boða til blaðamannafundar í Ráðhúsinu í dag. Bein útsending og textalýsing verður á Vísi frá fundinum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ráðhúsinu og verður fundurinn haldinn 15:50. Þar verður samstarfslýsing flokkanna kynnt og nýir borgarstjóri jafnframt kynntur til sögunnar.

Klukkan 16:40 verður svo haldin aukafundur í borgarstjórn þar sem kosið verður um meðal annarra forseta borgarstjórnar. Streymi frá fundinum má sjá að neðan.

Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum en eins og fram hefur komið telur fréttastofa sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að borgarstjóri verði Heiða Björg Hilmisdóttir Samfylkingu.

Fylgst verður með blaðamannafundinum á Stöð 2 Vísi í spilaranum hér að neðan en stöðina má einnig finna í myndlyklum Vodafone og Símans. 

Uppfært: Upptöku frá blaðamannafundi meirihlutans má sjá að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×