Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. febrúar 2025 13:31 Reyn segir tilskipanir Trumps hafa vakið ugg hjá mörgu hinsegin fólki. Vísir/Getty Forseti Trans Íslands segir marga veigra sér við því að ferðast til Bandaríkjanna, sérstaklega kynsegin fólk og þeir sem eru sýnilega hinsegin. Íslendingar þurfi að vera vakandi fyrir bakslagi og berjast gegn áhrifum frá Bandaríkjunum. Hinsegin kórinn hefur ákveðið að taka ekki þátt í World Pride í Washington D.C. Í Bandaríkjunum í sumar þrátt fyrir að hafa þegið boð. Kórinn er uggandi vegna öryggis trans fólks vestanhafs og efast að kynsegin einstaklingum verð yfir höfuð hleypt inn í landið. Donald Trump forseti Bandaríkjanna undirritaði forsetatilskipun um kynjatvíhyggju stjórnvalda á fyrstu dögum í embætti og hefur þegar verið hætt að taka við umsóknum um vegabréf merkt X. Héðan í frá verða aðeins gefin út vegabréf merkt karl eða kona, sem ræðst eftir líffræðilegu kyni umsækjanda. „Það er mikill uggur í fólki yfir stöðunni vestanhafs og við höfum horft upp á bandrískt trans fólk lenda í vandræðum með að fá vegabréf, eða fá nýútgefin vegabréf með eldri kynskráningu eftir að hafa breytt henni. Það gerir það að verkum að þau eru kannski ekki með vegabréf sem passar við útlit þeirra,“ segir Reyn Alpha Magnúsdóttir, forseti Trans Íslands. Áhyggjur af því að bandarísk orðræða smitist Íslenskt hinsegin fólk hafi áhyggjur af því að vera illa tekið á landamærunum. „Sérstaklega fólk sem er með vegabréf með hlutlausri kynskráningu héðan. Það er hreinlega óvissa með það hvort því verði hleypt inn í landið.“ Umræða hefur verið um það síðustu ár að bakslag hafi orðið í baráttu hinsegin fólks. Reyn segir það hafa verið sérstaklega áberandi síðustu þrjú ár. Straumhvörf í Bandaríkjunum hafi áhrif á öll. „Við erum mjög tengd, tengdari en við höfum nokkru sinni verið sem heimur. Ísland hefur verið undir mjög miklum menningarlegum áhrifum frá Bandaríkjunum þannig að það eru áhyggjur af því að þessi orðræða sé að smitast til Íslands.“ Hinsegin Bandaríkin Málefni trans fólks Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Hinsegin kórnum hafði þegið boð um að koma fram á World Pride í Washington D.C. í Bandaríkjunum í sumar en er hættur við. Hinsegin fólk er uggandi vegna öryggis trans fólks vestanhafs og hvort kynsegin einstaklingum verði yfir höfuð hleypt inn í landið. 21. febrúar 2025 08:34 Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Hinsegin kórinn hefur ákveðið að taka ekki þátt í World Pride í Washington D.C. Í Bandaríkjunum í sumar þrátt fyrir að hafa þegið boð. Kórinn er uggandi vegna öryggis trans fólks vestanhafs og efast að kynsegin einstaklingum verð yfir höfuð hleypt inn í landið. Donald Trump forseti Bandaríkjanna undirritaði forsetatilskipun um kynjatvíhyggju stjórnvalda á fyrstu dögum í embætti og hefur þegar verið hætt að taka við umsóknum um vegabréf merkt X. Héðan í frá verða aðeins gefin út vegabréf merkt karl eða kona, sem ræðst eftir líffræðilegu kyni umsækjanda. „Það er mikill uggur í fólki yfir stöðunni vestanhafs og við höfum horft upp á bandrískt trans fólk lenda í vandræðum með að fá vegabréf, eða fá nýútgefin vegabréf með eldri kynskráningu eftir að hafa breytt henni. Það gerir það að verkum að þau eru kannski ekki með vegabréf sem passar við útlit þeirra,“ segir Reyn Alpha Magnúsdóttir, forseti Trans Íslands. Áhyggjur af því að bandarísk orðræða smitist Íslenskt hinsegin fólk hafi áhyggjur af því að vera illa tekið á landamærunum. „Sérstaklega fólk sem er með vegabréf með hlutlausri kynskráningu héðan. Það er hreinlega óvissa með það hvort því verði hleypt inn í landið.“ Umræða hefur verið um það síðustu ár að bakslag hafi orðið í baráttu hinsegin fólks. Reyn segir það hafa verið sérstaklega áberandi síðustu þrjú ár. Straumhvörf í Bandaríkjunum hafi áhrif á öll. „Við erum mjög tengd, tengdari en við höfum nokkru sinni verið sem heimur. Ísland hefur verið undir mjög miklum menningarlegum áhrifum frá Bandaríkjunum þannig að það eru áhyggjur af því að þessi orðræða sé að smitast til Íslands.“
Hinsegin Bandaríkin Málefni trans fólks Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Hinsegin kórnum hafði þegið boð um að koma fram á World Pride í Washington D.C. í Bandaríkjunum í sumar en er hættur við. Hinsegin fólk er uggandi vegna öryggis trans fólks vestanhafs og hvort kynsegin einstaklingum verði yfir höfuð hleypt inn í landið. 21. febrúar 2025 08:34 Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Hinsegin kórnum hafði þegið boð um að koma fram á World Pride í Washington D.C. í Bandaríkjunum í sumar en er hættur við. Hinsegin fólk er uggandi vegna öryggis trans fólks vestanhafs og hvort kynsegin einstaklingum verði yfir höfuð hleypt inn í landið. 21. febrúar 2025 08:34
Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17