Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 24. febrúar 2025 21:00 Það eru margar ástæður fyrir því að ég býð mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Fyrst og fremst vegna þess að ég tel mig geta eflt flokkinn, aukið fylgi hans og tryggt að hann verði áfram leiðandi afl í íslensku samfélagi. Það er frumskylda formanns að tryggja að flokknum vegni vel, því sterkari Sjálfstæðisflokkur þýðir sterkari málsvari frelsis, atvinnulífs og framfara. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá stofnun verið hreyfiafl umbóta á Íslandi. Árið 1929 var stefna hans mörkuð með þessum orðum: „Ísland taki að fullu og öllu sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina.“ „Að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“ Þessi gildi eiga jafn vel við í dag og þau áttu þá. En til að tryggja að þau verði að veruleika verðum við að sækja fram. Veikur Sjálfstæðisflokkur getur ekki staðið við stefnu sína og loforð við landsmenn. Þess vegna er mikilvægt að hann eigi sterka forystu sem vinnur að því að efla fylgið og ná til allra stétta, óháð bakgrunni eða búsetu. Við horfum fram á mikla óvissutíma. Yfirvofandi átök í Evrópu vekja upp áhyggjur um öryggi og stöðugleika, á meðan vinstrimeirihluti í bæði ríkis- og borgarstjórn skapar pólitískt ástand sem krefst þess að við tölum ennþá hærra fyrir einstaklingsfrelsinu. Í aðstæðum sem nú eru uppi hefur Sjálfstæðisstefnan enn meira gildi. Hún leggur áherslu á sjálfstæði, ábyrgð og sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins, sem gerir okkur kleift að bregðast betur við óvissu og öflugri andstöðu. Með því að styrkja Sjálfstæðisflokkinn tryggjum við að Ísland haldi áfram að vera ljósið í myrkrinu, á föstum grunni frelsis og ábyrgðar. Ronald Reagan komst vel að orði árið 1976: „Ekkert kemur í stað sigurs.“ Þetta er auðvitað hárrétt. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn er veikur tapar frelsið sínum sterkasta málsvara á Íslandi. Við höfum skyldu til að tryggja að hugsjónir okkar verði áfram grundvöllurinn að uppbyggingu Íslands til framtíðar. Þess vegna býð ég mig fram til að blása til sóknar, sameina krafta okkar og tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram leiðandi afl í íslensku samfélagi. Höfundur er alþingismaður og frambjóðandi til formanns Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Það eru margar ástæður fyrir því að ég býð mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Fyrst og fremst vegna þess að ég tel mig geta eflt flokkinn, aukið fylgi hans og tryggt að hann verði áfram leiðandi afl í íslensku samfélagi. Það er frumskylda formanns að tryggja að flokknum vegni vel, því sterkari Sjálfstæðisflokkur þýðir sterkari málsvari frelsis, atvinnulífs og framfara. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá stofnun verið hreyfiafl umbóta á Íslandi. Árið 1929 var stefna hans mörkuð með þessum orðum: „Ísland taki að fullu og öllu sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina.“ „Að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“ Þessi gildi eiga jafn vel við í dag og þau áttu þá. En til að tryggja að þau verði að veruleika verðum við að sækja fram. Veikur Sjálfstæðisflokkur getur ekki staðið við stefnu sína og loforð við landsmenn. Þess vegna er mikilvægt að hann eigi sterka forystu sem vinnur að því að efla fylgið og ná til allra stétta, óháð bakgrunni eða búsetu. Við horfum fram á mikla óvissutíma. Yfirvofandi átök í Evrópu vekja upp áhyggjur um öryggi og stöðugleika, á meðan vinstrimeirihluti í bæði ríkis- og borgarstjórn skapar pólitískt ástand sem krefst þess að við tölum ennþá hærra fyrir einstaklingsfrelsinu. Í aðstæðum sem nú eru uppi hefur Sjálfstæðisstefnan enn meira gildi. Hún leggur áherslu á sjálfstæði, ábyrgð og sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins, sem gerir okkur kleift að bregðast betur við óvissu og öflugri andstöðu. Með því að styrkja Sjálfstæðisflokkinn tryggjum við að Ísland haldi áfram að vera ljósið í myrkrinu, á föstum grunni frelsis og ábyrgðar. Ronald Reagan komst vel að orði árið 1976: „Ekkert kemur í stað sigurs.“ Þetta er auðvitað hárrétt. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn er veikur tapar frelsið sínum sterkasta málsvara á Íslandi. Við höfum skyldu til að tryggja að hugsjónir okkar verði áfram grundvöllurinn að uppbyggingu Íslands til framtíðar. Þess vegna býð ég mig fram til að blása til sóknar, sameina krafta okkar og tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram leiðandi afl í íslensku samfélagi. Höfundur er alþingismaður og frambjóðandi til formanns Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar