Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. febrúar 2025 20:05 Life360 er eitt af þeim forritum sem ungmenni nota til að fylgjast með vinum sínum og foreldrar til að vakta börnin sín. Getty Afar algengt er að ungmenni deili staðsetningu sinni með vinum og kunningjum í gegnum hin ýmsu snjallsímaforrit. Því fylgja kostir og gallar að deila staðsetningu sinni með öðrum en sérfræðingur óttast að vanþekking ríki um þær hættur sem þessu geta fylgt. Það sé algeng upplifun barna að ókunnugir reyni að nálgast þau. Forritið Find My í Iphone, Life360 og SnapChat eru meðal þeirra forrita sem hægt er að nýta til að fylgjast með staðsetningu fjölskyldu og vina. Þær Kamilla og Eldey, 15 og 16 ára, segja í samtali við fréttastofu að nánast allir sem þær þekkja nýti bæði SnapChat og Life360 til að fylgjast með vinum sínum. „Hún var að gera það áðan fyrir fimm mínútum,“ segir Kamilla og hlær. „Já bara til að tékka hvar þau eru,“ segir Eldey. Fleiri ungmenni sem fréttastofa ræddi við könnuðust vel við forritin, sérstaklega. Kristján Örn Sigurðsson er einnig meðal þeirra sem hefur prófað Life360 sem hann og vinirnir nýttu til að auðvelda sér lífið í útskriftarferðinni. „Þá var fínt að vera með þetta, til að vita hver var á hvaða skemmtistað og svona. En svo hættum við að nota þetta eftir það,“ útskýrir Kristján, en nánar var rætt við nokkur hress ungmenni í kvöldfréttum Stöðvar 2 um málið. Einnig algengt meðal foreldra Foreldrar nýta tæknina gjarnan til að fylgjast með börnum sínum í öryggisskyni og það er skiljanlegt að sögn sérfræðings. Því fylgi hins vegar kostir og gallar að sögn Skúla Braga Geirdal sem er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd og sviðstjóri SAFT netöryggismiðstöðvar. „Hætturnar eru auðvitað aðgengi að börnunum. Og þegar við horfum á samfélagsmiðla þar sem er eitthvað 13 ára aldurstakmark sem gengur út á söfnun persónuupplýsinga, við þurfum að vera að horfa á þetta í breiðara samhengi. Það er aðgengi að skaðlegu efni og áreiti og áreitni frá ókunnugum,“ segir Skúli. „Ef að við leyfum staðsetninguna okkar þá erum við að gefa færi á okkur og færi á því að nálgast börnin okkar, að fylgjast með þeim. Hverjir eru það, eru það vinir, eru það fyrrverandi kærastar eða eru það ókunnugir einstaklingar?“ Skúli Bragi Geirdal.Vísir/Sigurjón Hann óttast að foreldrar séu oft ekki meðvitaðir um hætturnar enda sé meining foreldra af hinu góða og hugsuð til að hlúa að öryggi barnanna. „Ég er með kveikt á staðsetningunni hjá barninu mínu til að geta fylgst með því, en á móti býð ég öðrum þá upp á þann möguleika að geta fylgst með þeim,“ útskýrir Skúli. Ókunnugir reyni að nálgast börn í yngstu bekkjum Hann heldur reglulega fræðslu fyrir börn og foreldra um netöryggi á samfélagsmiðlum og hvernig sé best að umgangast slíka miðla. „Ég finn fyrir því í öllu okkar fræðslustarfi, alveg niður í 1. bekk, að það er ofboðslega algeng upplifun barna að ókunnugir reyni að nálgast þau,“ segir Skúli. Fólk á öllum aldri geti hugað betur að því hvernig það umgengst nýja tækni. „Fólk á mínum aldri að sjálfsögðu líka. Við fáum þessa tækni í hendurnar og byrjum að fylgjast með öðrum og finnst það eðlilegt. Við förum að horfa á persónuupplýsingar á þann hátt að „já ég hef ekkert að fela“. En þetta snýst ekkert um það að við séum glæpamenn, heldur meira hvað er gert með þessar persónuupplýsingar. Ég held að við lifum í þannig nútímasamfélagi að við séum orðin ónæm fyrir því hversu mikið magn þetta er og hvernig aðrir eru að nýta það,“ segir Skúli. Samfélagsmiðlar Persónuvernd Netöryggi Börn og uppeldi Símanotkun barna Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Forritið Find My í Iphone, Life360 og SnapChat eru meðal þeirra forrita sem hægt er að nýta til að fylgjast með staðsetningu fjölskyldu og vina. Þær Kamilla og Eldey, 15 og 16 ára, segja í samtali við fréttastofu að nánast allir sem þær þekkja nýti bæði SnapChat og Life360 til að fylgjast með vinum sínum. „Hún var að gera það áðan fyrir fimm mínútum,“ segir Kamilla og hlær. „Já bara til að tékka hvar þau eru,“ segir Eldey. Fleiri ungmenni sem fréttastofa ræddi við könnuðust vel við forritin, sérstaklega. Kristján Örn Sigurðsson er einnig meðal þeirra sem hefur prófað Life360 sem hann og vinirnir nýttu til að auðvelda sér lífið í útskriftarferðinni. „Þá var fínt að vera með þetta, til að vita hver var á hvaða skemmtistað og svona. En svo hættum við að nota þetta eftir það,“ útskýrir Kristján, en nánar var rætt við nokkur hress ungmenni í kvöldfréttum Stöðvar 2 um málið. Einnig algengt meðal foreldra Foreldrar nýta tæknina gjarnan til að fylgjast með börnum sínum í öryggisskyni og það er skiljanlegt að sögn sérfræðings. Því fylgi hins vegar kostir og gallar að sögn Skúla Braga Geirdal sem er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd og sviðstjóri SAFT netöryggismiðstöðvar. „Hætturnar eru auðvitað aðgengi að börnunum. Og þegar við horfum á samfélagsmiðla þar sem er eitthvað 13 ára aldurstakmark sem gengur út á söfnun persónuupplýsinga, við þurfum að vera að horfa á þetta í breiðara samhengi. Það er aðgengi að skaðlegu efni og áreiti og áreitni frá ókunnugum,“ segir Skúli. „Ef að við leyfum staðsetninguna okkar þá erum við að gefa færi á okkur og færi á því að nálgast börnin okkar, að fylgjast með þeim. Hverjir eru það, eru það vinir, eru það fyrrverandi kærastar eða eru það ókunnugir einstaklingar?“ Skúli Bragi Geirdal.Vísir/Sigurjón Hann óttast að foreldrar séu oft ekki meðvitaðir um hætturnar enda sé meining foreldra af hinu góða og hugsuð til að hlúa að öryggi barnanna. „Ég er með kveikt á staðsetningunni hjá barninu mínu til að geta fylgst með því, en á móti býð ég öðrum þá upp á þann möguleika að geta fylgst með þeim,“ útskýrir Skúli. Ókunnugir reyni að nálgast börn í yngstu bekkjum Hann heldur reglulega fræðslu fyrir börn og foreldra um netöryggi á samfélagsmiðlum og hvernig sé best að umgangast slíka miðla. „Ég finn fyrir því í öllu okkar fræðslustarfi, alveg niður í 1. bekk, að það er ofboðslega algeng upplifun barna að ókunnugir reyni að nálgast þau,“ segir Skúli. Fólk á öllum aldri geti hugað betur að því hvernig það umgengst nýja tækni. „Fólk á mínum aldri að sjálfsögðu líka. Við fáum þessa tækni í hendurnar og byrjum að fylgjast með öðrum og finnst það eðlilegt. Við förum að horfa á persónuupplýsingar á þann hátt að „já ég hef ekkert að fela“. En þetta snýst ekkert um það að við séum glæpamenn, heldur meira hvað er gert með þessar persónuupplýsingar. Ég held að við lifum í þannig nútímasamfélagi að við séum orðin ónæm fyrir því hversu mikið magn þetta er og hvernig aðrir eru að nýta það,“ segir Skúli.
Samfélagsmiðlar Persónuvernd Netöryggi Börn og uppeldi Símanotkun barna Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira