Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2025 21:56 Karoline Leavitt, talskona Trumps, í Hvíta húsinu í dag við hlið skiltis sem gert var til fagnaðar þess að dómari gaf frá sér tímabundinn úrskurð um að hvíta húsið þyrfti ekki að veita AP fréttaveitunni aðgang, að svo stöddu. Hvíta húsið hefur deilt við fréttaveituna vegna þess að hún notar enn nafnið „Mexíkóflói“ yfir Mexíkóflóa en ekki „Ameríkuflói“. AP/Evan Vucci Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, tilkynnti í kvöld að í framtíðinni muni starfsmenn Donalds Trump, forseta, sjálfir velja hvaða blaðamenn fái að sækja Hvíta húsið heim og sitja blaðamannafundi og hverjir fá að fylgja Trump eftir á ferðum hans um heiminn. Hingað til hefur það verið ákveðið af samtökum blaðamanna. Í rúm hundrað ár hafa hópar blaðamanna, ljósmyndara og tökumanna verið valdir til að fylgja forsetum Bandaríkjanna eftir, mynda þá og skrifa um þá fréttir, sem allir fjölmiðlar hafa haft aðgang að. Þessi hópar hafa verið valdi af samtökum blaðamanna sem á ensku kallast „White house correspondents Association“ eða WHCA og voru þau stofnuð árið 1914. Þessi ætla starfsmenn Trumps að breyta. „Upplýsingateymi Hvíta hússins, þessarar ríkisstjórnar, mun ákveða hverjir fá að njóta þessa einstaka réttar og takmarkaðs aðgengi að rýmum eins og forsetaflugvélinni og skrifstofu forsetans.“ Þetta sagði Leavitt á upplýsingafundi sínum í dag en hún sagði einnig að sérstakur hópur blaðamanna frá höfuðborginni myndi ekki lengur „njóta einokunar“ á því hverjir fá aðgang að Hvíta húsinu. Þetta hefur strax vakið áhyggjur um stöðu fjölmiðla og forsetans þar sem þetta felur í raun í sér að Trump mun sjálfur velja þá fjölmiðla og það fjölmiðlafólk sem fjallar um hann. Leavitt hélt því fram í kvöld að það væri ekki réttur blaðamanna að hafa aðgang að forsetaembættinu. Færa ætti valdið um það hverjir fengu aðgang „aftur til fólksins“ en þeir yrðu valdir af starfsmönnum Trumps. .@PressSec Karoline Leavitt: "For decades a group of DC based journalists, the White House Correspondents' Association, has long dictated which journalists get to ask questions of the president of the United States in these most intimate spaces. Not anymore." pic.twitter.com/B4vbNmklyH— CSPAN (@cspan) February 25, 2025 Leavitt ítrekaði einnig að blaðamönnum AP fréttaveitunnar ekki aðgang að sérstökum viðburðum í Hvíta húsinu og tengdum viðburðum. Það var ákveðið eftir að forsvarsmenn fréttaveitunnar, sem er með viðskiptavini um allan heim, tóku þá ákvörðun að nota ekki nafnið „Ameríkuflói“ yfir Mexíkóflóa. Sjá einnig: Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Einn fræðimaður um forsetaembættið og fjölmiðla sagði í samtali við blaðamann AP að verið væri að setja hættulegt fordæmi. „Þetta þýðir að forsetinn geti valið hver fjallar um framkvæmdavaldið og hunsað þá staðreynd að það er almenningur sem rekur Hvíta húsið og fjármagni ferðalög forsetans og laun upplýsingafulltrúa hans með skattgreiðslum.“ Þá hefur fréttaveitan eftir Eugene Daniels, forseta WHCA, að samtökin séu sífellt að breyta og útvíkka hópa sem fjalla um forsetaembættið og veita nýjum miðlum aðgengi. Í yfirlýsingu segir Daniels að í frjálsu lýðræðisríki sé ótækt að forsetar komist upp með að velja miðla sem fjalla um þá. Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Í rúm hundrað ár hafa hópar blaðamanna, ljósmyndara og tökumanna verið valdir til að fylgja forsetum Bandaríkjanna eftir, mynda þá og skrifa um þá fréttir, sem allir fjölmiðlar hafa haft aðgang að. Þessi hópar hafa verið valdi af samtökum blaðamanna sem á ensku kallast „White house correspondents Association“ eða WHCA og voru þau stofnuð árið 1914. Þessi ætla starfsmenn Trumps að breyta. „Upplýsingateymi Hvíta hússins, þessarar ríkisstjórnar, mun ákveða hverjir fá að njóta þessa einstaka réttar og takmarkaðs aðgengi að rýmum eins og forsetaflugvélinni og skrifstofu forsetans.“ Þetta sagði Leavitt á upplýsingafundi sínum í dag en hún sagði einnig að sérstakur hópur blaðamanna frá höfuðborginni myndi ekki lengur „njóta einokunar“ á því hverjir fá aðgang að Hvíta húsinu. Þetta hefur strax vakið áhyggjur um stöðu fjölmiðla og forsetans þar sem þetta felur í raun í sér að Trump mun sjálfur velja þá fjölmiðla og það fjölmiðlafólk sem fjallar um hann. Leavitt hélt því fram í kvöld að það væri ekki réttur blaðamanna að hafa aðgang að forsetaembættinu. Færa ætti valdið um það hverjir fengu aðgang „aftur til fólksins“ en þeir yrðu valdir af starfsmönnum Trumps. .@PressSec Karoline Leavitt: "For decades a group of DC based journalists, the White House Correspondents' Association, has long dictated which journalists get to ask questions of the president of the United States in these most intimate spaces. Not anymore." pic.twitter.com/B4vbNmklyH— CSPAN (@cspan) February 25, 2025 Leavitt ítrekaði einnig að blaðamönnum AP fréttaveitunnar ekki aðgang að sérstökum viðburðum í Hvíta húsinu og tengdum viðburðum. Það var ákveðið eftir að forsvarsmenn fréttaveitunnar, sem er með viðskiptavini um allan heim, tóku þá ákvörðun að nota ekki nafnið „Ameríkuflói“ yfir Mexíkóflóa. Sjá einnig: Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Einn fræðimaður um forsetaembættið og fjölmiðla sagði í samtali við blaðamann AP að verið væri að setja hættulegt fordæmi. „Þetta þýðir að forsetinn geti valið hver fjallar um framkvæmdavaldið og hunsað þá staðreynd að það er almenningur sem rekur Hvíta húsið og fjármagni ferðalög forsetans og laun upplýsingafulltrúa hans með skattgreiðslum.“ Þá hefur fréttaveitan eftir Eugene Daniels, forseta WHCA, að samtökin séu sífellt að breyta og útvíkka hópa sem fjalla um forsetaembættið og veita nýjum miðlum aðgengi. Í yfirlýsingu segir Daniels að í frjálsu lýðræðisríki sé ótækt að forsetar komist upp með að velja miðla sem fjalla um þá.
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira