Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar 26. febrúar 2025 12:32 Í kvöldfréttum Stöðvar 2, þann 24. febrúar sl. stóðu tveir herramenn á horni Smyrilshlíðar og Haukahlíðar og ofbauð hvað Reykjavík væri orðin ljót. Hlíðarendahverfið var þar tekið sem „gott“ dæmi um hve ljótar og illa skipulagðar nýbyggingar séu. Páll Jakob Líndal, annar þessara herramanna, sagði að umhverfið væri hvorki uppbyggilegt né heilsusamlegt. Var hann reiðubúinn til þess að vísa í ýmsar skýrslur sínu máli til stuðnings, en aldrei gerði hann það í þessu viðtali né kom efnislega inn á það hvað væri óuppbyggilegt við hverfið eða óheilsusamlegt. Hver tenging þessara manna er við hverfið veit ég ekki, en þessu viðhorfi til hverfisins er haldið uppi af fólki sem hefur litla sem enga tengingu við það. Hlíðarendahverfið er skipulagt á hugmyndinni um stífa randbyggð, á ensku útleggst það sem „urban block“ eða „perimeter-block“. Í sögulegu samhengi er þetta byggðamynstur ríkjandi síðan borgarmyndun hófst frá örófi alda allt fram á miðja 20. öld. Skýrasta dæmið hér á landi um stífa randbyggð eru verkamannabústaðirnir við Hringbraut I og II áfangi. Það sem einkennir randbyggðina er að húsin eru staðsett á jaðri lóðarinnar fast upp við götu. Samband húsanna við göturýmið er því mjög sterkt og möguleiki er á að jarðhæðir verði lifandi með verslun og þjónustu, líkt og er víða í Hlíðarendahverfinu. Það skemmtilegasta við randbyggðina eru að tækifæri skapast fyrir skemmtilega inngarða (eða húsagarða). Sem íbúi í Hlíðarendahverfinu tekur maður eftir að umfjöllun sú sem hefur verið keyrð áfram af Páli Jakobi Líndal er þess efnis, að við búum í dimmu, ósmekklegu og óheilsusamlegu hverfi sem sverji sig í ætt við ömurlegar aðstæður í 19. aldar verkamannahverfum evrópskra iðnaðarborga. Þetta er alls ekki í takt við upplifun íbúa. Aldrei eru kostir og gæði hverfisins dregin fram sem eru til að mynda augljós nálægð við bestu útivistarsvæði Reykjavíkur, Öskjuhlíðina og Nauthólsvík. Miðbærinn með öllu sínu menningarlífi er í göngufjarlægð og mjög auðvelt er að notfæra sér almenningssamgöngur þar sem stoppistöð með fjölförnustu strætóleiðunum stoppa innan við 250m frá hverfinu. Að því sögðu er það besta við hverfið hins vegar inngarðarnir og það líf sem þeim fylgir. Undantekningarlaust eru börn þar úti að leik, eitthvað sem er sjaldséð sjón nú til dags á öðrum leikvöllum borgarinnar. Inngarðarnir er snertipunkturinn við nágrannana og húsfélögin. Húsfélagið á mínum reit hefur verið mjög öflugt í að nýta garðinn í þágu íbúa og gesta með viðburðum. Er sumarhátíð orðinn árviss viðburður (sem Stöð 2 hefur sýnt frá í fréttatímum sínum), garðurinn er skreyttur af metnaði á Hrekkjavöku og svo er haldin jólagleði fyrir börnin og kveikt á ljósum á veglegu jólatré í inngarðinum. Hverfið er vissulega enn í uppbyggingu og líður ef til vill fyrir að því fylgir iðulega drasl. Þá hefur Valur ekki lokið frágangi á sinni lóð sem er á íþróttasvæði þeirra og er í raun nýtt sem bílastæði af byggingarverkamönnum. Það er þó upplifun mín og annarra sem hér búa að hverfið sé gott og ánægja mikil meðal íbúa. Ég get því engan veginn tekið undir það að hverfið sé óuppbyggilegt, því hvergi hef ég fundið fyrir jafn sterkri samfélagskennd og í þessu hverfi. Og ekki get ég sagt að hverfið sé sérstaklega óheilsusamlegt þar sem mjög auðvelt er að lifa hér bíllausum lífsstíl þar sem stutt er í flest alla þjónustu og nálægð við almenningssamgöngur og hjólastíga mikil. Ekkert hverfi er fullkomið. Gæði Hlíðarendahverfisins liggja í góðum og vel notuðum inngörðum. Þessi neikvæða og einhliða umræða frá utanaðkomandi aðilum er ekki í samræmi við upplifun okkar íbúa. Verið því öll velkomin í húsagarðana í Hlíðarenda og upplifið þetta sjálf. Höfundur er borgarfræðingur og íbúi í Hlíðarendahverfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2, þann 24. febrúar sl. stóðu tveir herramenn á horni Smyrilshlíðar og Haukahlíðar og ofbauð hvað Reykjavík væri orðin ljót. Hlíðarendahverfið var þar tekið sem „gott“ dæmi um hve ljótar og illa skipulagðar nýbyggingar séu. Páll Jakob Líndal, annar þessara herramanna, sagði að umhverfið væri hvorki uppbyggilegt né heilsusamlegt. Var hann reiðubúinn til þess að vísa í ýmsar skýrslur sínu máli til stuðnings, en aldrei gerði hann það í þessu viðtali né kom efnislega inn á það hvað væri óuppbyggilegt við hverfið eða óheilsusamlegt. Hver tenging þessara manna er við hverfið veit ég ekki, en þessu viðhorfi til hverfisins er haldið uppi af fólki sem hefur litla sem enga tengingu við það. Hlíðarendahverfið er skipulagt á hugmyndinni um stífa randbyggð, á ensku útleggst það sem „urban block“ eða „perimeter-block“. Í sögulegu samhengi er þetta byggðamynstur ríkjandi síðan borgarmyndun hófst frá örófi alda allt fram á miðja 20. öld. Skýrasta dæmið hér á landi um stífa randbyggð eru verkamannabústaðirnir við Hringbraut I og II áfangi. Það sem einkennir randbyggðina er að húsin eru staðsett á jaðri lóðarinnar fast upp við götu. Samband húsanna við göturýmið er því mjög sterkt og möguleiki er á að jarðhæðir verði lifandi með verslun og þjónustu, líkt og er víða í Hlíðarendahverfinu. Það skemmtilegasta við randbyggðina eru að tækifæri skapast fyrir skemmtilega inngarða (eða húsagarða). Sem íbúi í Hlíðarendahverfinu tekur maður eftir að umfjöllun sú sem hefur verið keyrð áfram af Páli Jakobi Líndal er þess efnis, að við búum í dimmu, ósmekklegu og óheilsusamlegu hverfi sem sverji sig í ætt við ömurlegar aðstæður í 19. aldar verkamannahverfum evrópskra iðnaðarborga. Þetta er alls ekki í takt við upplifun íbúa. Aldrei eru kostir og gæði hverfisins dregin fram sem eru til að mynda augljós nálægð við bestu útivistarsvæði Reykjavíkur, Öskjuhlíðina og Nauthólsvík. Miðbærinn með öllu sínu menningarlífi er í göngufjarlægð og mjög auðvelt er að notfæra sér almenningssamgöngur þar sem stoppistöð með fjölförnustu strætóleiðunum stoppa innan við 250m frá hverfinu. Að því sögðu er það besta við hverfið hins vegar inngarðarnir og það líf sem þeim fylgir. Undantekningarlaust eru börn þar úti að leik, eitthvað sem er sjaldséð sjón nú til dags á öðrum leikvöllum borgarinnar. Inngarðarnir er snertipunkturinn við nágrannana og húsfélögin. Húsfélagið á mínum reit hefur verið mjög öflugt í að nýta garðinn í þágu íbúa og gesta með viðburðum. Er sumarhátíð orðinn árviss viðburður (sem Stöð 2 hefur sýnt frá í fréttatímum sínum), garðurinn er skreyttur af metnaði á Hrekkjavöku og svo er haldin jólagleði fyrir börnin og kveikt á ljósum á veglegu jólatré í inngarðinum. Hverfið er vissulega enn í uppbyggingu og líður ef til vill fyrir að því fylgir iðulega drasl. Þá hefur Valur ekki lokið frágangi á sinni lóð sem er á íþróttasvæði þeirra og er í raun nýtt sem bílastæði af byggingarverkamönnum. Það er þó upplifun mín og annarra sem hér búa að hverfið sé gott og ánægja mikil meðal íbúa. Ég get því engan veginn tekið undir það að hverfið sé óuppbyggilegt, því hvergi hef ég fundið fyrir jafn sterkri samfélagskennd og í þessu hverfi. Og ekki get ég sagt að hverfið sé sérstaklega óheilsusamlegt þar sem mjög auðvelt er að lifa hér bíllausum lífsstíl þar sem stutt er í flest alla þjónustu og nálægð við almenningssamgöngur og hjólastíga mikil. Ekkert hverfi er fullkomið. Gæði Hlíðarendahverfisins liggja í góðum og vel notuðum inngörðum. Þessi neikvæða og einhliða umræða frá utanaðkomandi aðilum er ekki í samræmi við upplifun okkar íbúa. Verið því öll velkomin í húsagarðana í Hlíðarenda og upplifið þetta sjálf. Höfundur er borgarfræðingur og íbúi í Hlíðarendahverfinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun