„Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Andri Már Eggertsson skrifar 26. febrúar 2025 23:15 Einar Jónsson, þjálfari Fram, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Vilhelm Fram vann þriggja marka sigur gegn Aftureldingu 36-33 eftir framlengingu. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var afar ánægður með sigurinn og var spenntur að mæta Stjörnunni í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn. „Það var aðalatriðið að vinna leikinn og koma okkur í þá stöðu að geta unnið þennan titil. Við vorum betri í framlengingunni og við vorum yfir eiginlega allan tímann og Afturelding komst í fyrsta skipti yfir undir lok leiks. Ég ber mikla virðingu fyrir Aftureldingu og ég er hrikalega ánægður að hafa klárað þetta.“ sagði Einar Jónsson í viðtali við Vísi eftir leik. Aðspurður út í hvað breyttist þegar Afturelding skoraði fjögur mörk í röð og komst yfir í fyrsta sinn í venjulegum leiktíma fannst Einari hans menn vera klaufar. „Við vorum smá klaufar og ég hefði viljað sjá betri markvörslu fyrri part seinni hálfleiks þar sem mér fannst við vera spila góða vörn. Ofan á það vorum við ólíkir sjálfum okkur þar sem við vorum með 6-7 tapaða bolta í seinni hálfleik sem er ekki okkar leikur en hrós á Aftureldingu sem gerði þetta vel og það var erfitt að spila við þá.“ „Þetta var eins týpískur leikur á milli Fram og Aftureldingar eins og hugsast getur. Þetta eru nánast undantekningarlaust geðveikir leikir og maður hafði trú á því að þetta gæti orðið svona eins og þetta var.“ Einar taldi það afar mikilvægt að hans lið hafi tekið frumkvæðið í framlengingunni og komist þremur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar. „Einhverjir vildu byrja með boltann en ég sagði nei við byrjum með boltann í seinni hálfleik. Mér finnst það miklu betra þar sem við skoruðum undir lok fyrri hálfleiks og þeir reyndar skoruðu grísamark og við í rauninni áttum að komast fjórum yfir þegar við byrjuðum með boltann í seinni hálfleik og skoruðum. Vörnin var frábær og ég held að það hafi verið grunnurinn í þessu.“ Fram mætir Stjörnunni í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn og Einar sagði að það myndi ekki skipta neinu máli að hans menn hafi spilað í 70 mínútur á meðan hinn leikurinn í undanúrslitum fór ekki í framlengingu. „Nei það er svo langt í þetta, tæp vika. Við mætum ferskir og þetta á ekki að hafa nein áhrif.“ Hvaða þýðingu myndi það hafa fyrir Einar og félagið að verða bikarmeistarar þar sem Framarar hafa ekki orðið bikarmeistarar í karlaflokki í tuttugu og fimm ár. „Það myndi hafa mikla þýðingu. Við ætluðum að koma okkur í þessa stöðu og núna verðum við að klára þetta fyrir okkar stuðningsmenn og okkar fólk. Okkur langar virkilega að vinna titla hérna og við munum gefa allt í það,“ sagði Einar að lokum. Fram Powerade-bikarinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Sjá meira
„Það var aðalatriðið að vinna leikinn og koma okkur í þá stöðu að geta unnið þennan titil. Við vorum betri í framlengingunni og við vorum yfir eiginlega allan tímann og Afturelding komst í fyrsta skipti yfir undir lok leiks. Ég ber mikla virðingu fyrir Aftureldingu og ég er hrikalega ánægður að hafa klárað þetta.“ sagði Einar Jónsson í viðtali við Vísi eftir leik. Aðspurður út í hvað breyttist þegar Afturelding skoraði fjögur mörk í röð og komst yfir í fyrsta sinn í venjulegum leiktíma fannst Einari hans menn vera klaufar. „Við vorum smá klaufar og ég hefði viljað sjá betri markvörslu fyrri part seinni hálfleiks þar sem mér fannst við vera spila góða vörn. Ofan á það vorum við ólíkir sjálfum okkur þar sem við vorum með 6-7 tapaða bolta í seinni hálfleik sem er ekki okkar leikur en hrós á Aftureldingu sem gerði þetta vel og það var erfitt að spila við þá.“ „Þetta var eins týpískur leikur á milli Fram og Aftureldingar eins og hugsast getur. Þetta eru nánast undantekningarlaust geðveikir leikir og maður hafði trú á því að þetta gæti orðið svona eins og þetta var.“ Einar taldi það afar mikilvægt að hans lið hafi tekið frumkvæðið í framlengingunni og komist þremur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar. „Einhverjir vildu byrja með boltann en ég sagði nei við byrjum með boltann í seinni hálfleik. Mér finnst það miklu betra þar sem við skoruðum undir lok fyrri hálfleiks og þeir reyndar skoruðu grísamark og við í rauninni áttum að komast fjórum yfir þegar við byrjuðum með boltann í seinni hálfleik og skoruðum. Vörnin var frábær og ég held að það hafi verið grunnurinn í þessu.“ Fram mætir Stjörnunni í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn og Einar sagði að það myndi ekki skipta neinu máli að hans menn hafi spilað í 70 mínútur á meðan hinn leikurinn í undanúrslitum fór ekki í framlengingu. „Nei það er svo langt í þetta, tæp vika. Við mætum ferskir og þetta á ekki að hafa nein áhrif.“ Hvaða þýðingu myndi það hafa fyrir Einar og félagið að verða bikarmeistarar þar sem Framarar hafa ekki orðið bikarmeistarar í karlaflokki í tuttugu og fimm ár. „Það myndi hafa mikla þýðingu. Við ætluðum að koma okkur í þessa stöðu og núna verðum við að klára þetta fyrir okkar stuðningsmenn og okkar fólk. Okkur langar virkilega að vinna titla hérna og við munum gefa allt í það,“ sagði Einar að lokum.
Fram Powerade-bikarinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Sjá meira