Flokki fólksins einum refsað Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. febrúar 2025 12:43 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. vísir/Anton Brink Flokki fólksins er einum refsað fyrir stjórnarsetu miðað við fylgistap þeirra að mati prófessors í stjórnmálafræði. Ný könnun staðfesti að hægt sé að mynda burðugt framboð með sameiningu flokka á vinstri vængnum. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu hefur fylgi Flokks fólksins fallið um tæp fimm prósentustig frá kosningunum í nóvember og er það mesta breyting á stöðu stjórnmálaflokks á tímabilinu. Það stendur nú í níu prósentum og dróst saman um tæp fjögur prósentustig á milli kannana. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir fylgishrunið fyrr á ferðinni en hann hafi átt von á, þrátt fyrir að það hafi verið viðbúið að einhverju leyti. „Það mátti auðvitað alltaf gera ráð fyrir því að flokkur af þessu tagi myndi tapa fylgi við það eitt að setjast í ríkisstjórn; áskorandaflokkur fremur en flokkur sem hefur fest sig í sessi sem einn af meginflokkum flokkakerferfisins,“ segir Eiríkur. „En til viðbótar hafa ýmis erfiðleikamál verið í kringum Flokk fólksins, bæði hvað varðar eftirgjöf málefna og fjárhagsleg mál flokksins og einstakra þingmanna hans.“ Í seinni tíð hafi stjórnarseta jafnan reynst flokkum dýrkeyptari en áður. Björt Framtíð þurrkaðist út af þingi eftir setu í ríkisstjórn og Vinstri Græn nú síðast. Í könnuninni stendur fylgi samstarfsflokkanna Samfylkingar og Viðreisnar í stað eða braggast aðeins. „Þannig að kostnaður á stjórnarsetunni fellur allur á Flokk fólksins að þessu sinni,“ segir Eiríkur. Óralangt sé þó til næstu kosninga í pólitísku samhengi og ómögulegt að segja til um þróunina til lengri tíma. Kallar á gerjun á vinstri vængnum Samkvæmt könnuninni bæta Sósíalistar aðeins við sig og mælast með 5,5 prósent. Þá haldast Píratar og Vinstri Grænir stöðugir í kringum þrjú prósent. Eírkur segir athyglivert að flokkarnir þrír sem ekki náðu á inn á þing haldi sjó og bendir á að samanlagt séu þeir með um tólf prósenta fylgi. „Ef við tökum Sósíalista, Pírata og Vinstri Græna saman að þá hafa þessir flokkar auðvitað umtalsvert fylgi og myndu vera bara stór og myndugur þingflokkur væru þeir saman, en í sitt hvoru lagi eru þau öll út af þingi. Það er auðvitað athyglivert og þessi skoðanakönnun kallar á einhverja gerjun á vinstri vængnum,“ segir Eiríkur. „Myndu þessir þrír flokkar ná saman eru allar líkur á að þetta yrði burðugt framboð sem myndi ná inn á þing.“ Flokkur fólksins Píratar Viðreisn Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skoðanakannanir Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun Maskínu hefur fylgi Flokks fólksins fallið um tæp fimm prósentustig frá kosningunum í nóvember og er það mesta breyting á stöðu stjórnmálaflokks á tímabilinu. Það stendur nú í níu prósentum og dróst saman um tæp fjögur prósentustig á milli kannana. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir fylgishrunið fyrr á ferðinni en hann hafi átt von á, þrátt fyrir að það hafi verið viðbúið að einhverju leyti. „Það mátti auðvitað alltaf gera ráð fyrir því að flokkur af þessu tagi myndi tapa fylgi við það eitt að setjast í ríkisstjórn; áskorandaflokkur fremur en flokkur sem hefur fest sig í sessi sem einn af meginflokkum flokkakerferfisins,“ segir Eiríkur. „En til viðbótar hafa ýmis erfiðleikamál verið í kringum Flokk fólksins, bæði hvað varðar eftirgjöf málefna og fjárhagsleg mál flokksins og einstakra þingmanna hans.“ Í seinni tíð hafi stjórnarseta jafnan reynst flokkum dýrkeyptari en áður. Björt Framtíð þurrkaðist út af þingi eftir setu í ríkisstjórn og Vinstri Græn nú síðast. Í könnuninni stendur fylgi samstarfsflokkanna Samfylkingar og Viðreisnar í stað eða braggast aðeins. „Þannig að kostnaður á stjórnarsetunni fellur allur á Flokk fólksins að þessu sinni,“ segir Eiríkur. Óralangt sé þó til næstu kosninga í pólitísku samhengi og ómögulegt að segja til um þróunina til lengri tíma. Kallar á gerjun á vinstri vængnum Samkvæmt könnuninni bæta Sósíalistar aðeins við sig og mælast með 5,5 prósent. Þá haldast Píratar og Vinstri Grænir stöðugir í kringum þrjú prósent. Eírkur segir athyglivert að flokkarnir þrír sem ekki náðu á inn á þing haldi sjó og bendir á að samanlagt séu þeir með um tólf prósenta fylgi. „Ef við tökum Sósíalista, Pírata og Vinstri Græna saman að þá hafa þessir flokkar auðvitað umtalsvert fylgi og myndu vera bara stór og myndugur þingflokkur væru þeir saman, en í sitt hvoru lagi eru þau öll út af þingi. Það er auðvitað athyglivert og þessi skoðanakönnun kallar á einhverja gerjun á vinstri vængnum,“ segir Eiríkur. „Myndu þessir þrír flokkar ná saman eru allar líkur á að þetta yrði burðugt framboð sem myndi ná inn á þing.“
Flokkur fólksins Píratar Viðreisn Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skoðanakannanir Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira