„Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 1. mars 2025 14:16 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir boðaðar breytingar á lögum, sem fela í sér auknar heimildir lögreglu, ekki ógna stoðum réttarríkisins. Drög að frumvarpi dómsmálaráðherra hafa verið kynnt í samráðsgátt, sem hefur það að markmiði að auka skilvirkni og efla getu yfirvalda til að endurheimta ávinning af glæpum. Meðal þess sem lagt er til er að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar. Ráðherra segir markmiðið að bregðast við athugasemdum og samræma íslenska löggjöf í takt við það sem þekkist í nágrannalöndum. „Þetta er í raun og veru viðbragð við því þegar að Ísland lenti eins og við munum á gráum lista vegna þess að í tíð fyrri stjórnvalda vantaði verulega upp á aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þetta eru fjármálaupplýsingar sem önnur stjórnvöld eru þegar með aðgang að og mér fannst bara fráleitt að lögreglan væri í verri stöðu en Skatturinn eða fjármálaeftirlitið,“ segir Þorbjörg. Stóra málið snúist um að löggjöf Íslands sé sambærileg við það sem gengur og gerist í samanburðarlöndum og að „Ísland sé ekki lengur útsett fyrir því að vera á gráum lista með löndum á borð við Albaníu, Simbabve og Sýrlandi,“ líkt og ráðherra orðar það. Hún ítrekar að það sé ekki svo að lögregla geti gengið í fjárhagsupplýsingar borgaranna að tilefnislausu. „Þetta eru upplýsingar sem önnur stjórnvöld hafa aðgengi að án þess að vera með dómsúrskurð, þetta eru upplýsingar sem að liggja fyrir í kerfunum okkar. Þá er ekkert sem segir að lögreglan eigi að vera í verri stöðu hvað það varðar. Þetta er ekki lagasetning sem hefur áhrif á daglegt líf fólks,“ segir Þorbjörg. „Við erum einfaldlega að uppfæra löggjöf á Íslandi vegna gangrýni sem við höfum fengið á alþjóðlegum vettvangi.“ Hún segir efasemdaraddir ekki koma á óvart sem fyrstu viðbrögð við frumvarpinu, en boðaðar breytingar eiga sér eðlilegar skýringar. „Þetta er auðvitað alltaf í beinum tengslum við rannsóknir sakamála og stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Alþingi Lögreglan Fjármálafyrirtæki Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira
Ráðherra segir markmiðið að bregðast við athugasemdum og samræma íslenska löggjöf í takt við það sem þekkist í nágrannalöndum. „Þetta er í raun og veru viðbragð við því þegar að Ísland lenti eins og við munum á gráum lista vegna þess að í tíð fyrri stjórnvalda vantaði verulega upp á aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þetta eru fjármálaupplýsingar sem önnur stjórnvöld eru þegar með aðgang að og mér fannst bara fráleitt að lögreglan væri í verri stöðu en Skatturinn eða fjármálaeftirlitið,“ segir Þorbjörg. Stóra málið snúist um að löggjöf Íslands sé sambærileg við það sem gengur og gerist í samanburðarlöndum og að „Ísland sé ekki lengur útsett fyrir því að vera á gráum lista með löndum á borð við Albaníu, Simbabve og Sýrlandi,“ líkt og ráðherra orðar það. Hún ítrekar að það sé ekki svo að lögregla geti gengið í fjárhagsupplýsingar borgaranna að tilefnislausu. „Þetta eru upplýsingar sem önnur stjórnvöld hafa aðgengi að án þess að vera með dómsúrskurð, þetta eru upplýsingar sem að liggja fyrir í kerfunum okkar. Þá er ekkert sem segir að lögreglan eigi að vera í verri stöðu hvað það varðar. Þetta er ekki lagasetning sem hefur áhrif á daglegt líf fólks,“ segir Þorbjörg. „Við erum einfaldlega að uppfæra löggjöf á Íslandi vegna gangrýni sem við höfum fengið á alþjóðlegum vettvangi.“ Hún segir efasemdaraddir ekki koma á óvart sem fyrstu viðbrögð við frumvarpinu, en boðaðar breytingar eiga sér eðlilegar skýringar. „Þetta er auðvitað alltaf í beinum tengslum við rannsóknir sakamála og stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Alþingi Lögreglan Fjármálafyrirtæki Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira