Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. mars 2025 14:03 Haraldur Þór fjallaði m.a. um nýja Ölfusárbrú á opnum fundi hjá Framsóknarfélaginu á Selfossi á dögunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps undrast að það eigi að setja gjaldtöku á nýja brú yfir Ölfusá við Selfoss og segir það ósanngjarnt fyrir íbúa á Suðurlandi að þurfa að borga fyrir það að aka yfir brú til að komast á höfuðborgarsvæðið. Bygging nýrrar brúar Ölfusá er hluti af verkefninu Hringvegur um Ölfusá hjá Vegagerðinni, sem snýst um færslu Hringvegarins út fyrir þéttbýlið á Selfossi. Byggja á 330 metra langa brú, sem mun kosta um 18 milljarða króna. Brúin verður stagbrú með 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju. Brúargólfið verður 19 metra breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum akstursstefnum, ásamt göngu- og hjólaleið. Gjaldtaka verður yfir nýju brúna, sem Haraldi Þór Jónssyni, oddvita Skeiða og Gnúpverjahrepps hugnast ekki. „Auðvitað er ég sáttur við brúna en við verðum samt að horfa á það að þetta er í fyrsta sinn, sem er verið að setja gjaldtöku á íbúa á Suðurlandi af því að núverandi vegakerfi er sprungið. Hingað til hafa veggjöld snúist um að stytta tíma. Ég held að þetta sé svolítið sérstakt þegar við hérna á Suðurlandi með alla þessa mikilvægu orkuinnviði, sem er lífæð samfélagsins á höfuðborgarsvæðinu þurfum allt í einu að fara að borga yfir brú til að komast í bæinn, mér finnst það ekki rétt,” segir Haraldur Þór Ósanngjarn segir oddvitinn. „Það er miklu eðlilegra að það sé rukkað kílómetragjald jafnt á alla og svo framvegis.” Gjaldtaka verður yfir nýja brú yfir Ölfusá, sem oddvita Skeiða og Gnúpverjahrepps hugnast ekki. Brúin verður tekin í notkun haustið 2028 ef allt gengur upp. Kostnaður við hana verður um 18 milljarðar króna.Aðsend Ætlar þú ekki að aka yfir nýju brúna á rafmagnsbílnum þínum? „Jú að sjálfsögðu mun ég aka yfir brúna og borga með bros á vör en það breytir því ekki að mér finnst þetta ósanngjarnt,” segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps. Framkvæmdir eru nú þegar hafnar við nýju brúnna, sem stefnt er að verði fullbyggð í október 2028. Ekkert mun kosta að aka yfir núverandi Ölfusárbrú þegar nýja brúin verður tekin í notkun enda hefur aldrei kostað neitt að aka yfir brúna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Ný Ölfusárbrú Skeiða- og Gnúpverjahreppur Neytendur Vegtollar Vegagerð Samgöngur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira
Bygging nýrrar brúar Ölfusá er hluti af verkefninu Hringvegur um Ölfusá hjá Vegagerðinni, sem snýst um færslu Hringvegarins út fyrir þéttbýlið á Selfossi. Byggja á 330 metra langa brú, sem mun kosta um 18 milljarða króna. Brúin verður stagbrú með 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju. Brúargólfið verður 19 metra breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum akstursstefnum, ásamt göngu- og hjólaleið. Gjaldtaka verður yfir nýju brúna, sem Haraldi Þór Jónssyni, oddvita Skeiða og Gnúpverjahrepps hugnast ekki. „Auðvitað er ég sáttur við brúna en við verðum samt að horfa á það að þetta er í fyrsta sinn, sem er verið að setja gjaldtöku á íbúa á Suðurlandi af því að núverandi vegakerfi er sprungið. Hingað til hafa veggjöld snúist um að stytta tíma. Ég held að þetta sé svolítið sérstakt þegar við hérna á Suðurlandi með alla þessa mikilvægu orkuinnviði, sem er lífæð samfélagsins á höfuðborgarsvæðinu þurfum allt í einu að fara að borga yfir brú til að komast í bæinn, mér finnst það ekki rétt,” segir Haraldur Þór Ósanngjarn segir oddvitinn. „Það er miklu eðlilegra að það sé rukkað kílómetragjald jafnt á alla og svo framvegis.” Gjaldtaka verður yfir nýja brú yfir Ölfusá, sem oddvita Skeiða og Gnúpverjahrepps hugnast ekki. Brúin verður tekin í notkun haustið 2028 ef allt gengur upp. Kostnaður við hana verður um 18 milljarðar króna.Aðsend Ætlar þú ekki að aka yfir nýju brúna á rafmagnsbílnum þínum? „Jú að sjálfsögðu mun ég aka yfir brúna og borga með bros á vör en það breytir því ekki að mér finnst þetta ósanngjarnt,” segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps. Framkvæmdir eru nú þegar hafnar við nýju brúnna, sem stefnt er að verði fullbyggð í október 2028. Ekkert mun kosta að aka yfir núverandi Ölfusárbrú þegar nýja brúin verður tekin í notkun enda hefur aldrei kostað neitt að aka yfir brúna. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Ný Ölfusárbrú Skeiða- og Gnúpverjahreppur Neytendur Vegtollar Vegagerð Samgöngur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira