Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar 4. mars 2025 10:30 Nú er ég búinn að verja undanförnum vikum í Tansaníu nærri fólki sem lifir talsvert öðruvísi lífi en við erum vön í borgarlífi vesturlandabúans. Því lengri tíma sem ég ver hérna, því skýrara verður það fyrir mér hve langt við höfum villst af leið í nútíma samfélagi. Þegar ég fer í lítil þorp án áreita þar sem fólk hefur lifað í takt við náttúruna í árhundruðir sé ég visku í andlitunum sem minnir mig harkalega á mína eigin aftengingu og streitu. Fólkið þarf ekki að gera neitt eða segja neitt við mig. Maður finnur bara einhvern staðfastan kjarna, beintengingu og innri ró sem verður varla komið í orð. Ég skrifa þetta ekki til þess að upphefja allt hér úti, heldur til þess að lýsa því sem ég sé með eigin augum og finn í öllum frumum líkamans. Náttúran er fullkomin sköpun, þar sem hönnunin er svo nákvæm að það er eiginlega ekki hægt að koma því í orð. Því lengra sem við færumst náttúrunni og lögmálum hennar því stærri verður skekkjan. Í borgarlífi vesturlandabúans er aftengingin oft á tíðum orðin algjör. Við borðum mat sem er að megninu til framleiddur í verksmiðjum. Við erum stærstan hluta dagsins sósuð í gervibirtu og umhverfi uppfullu af eiturefnum. Ofan á það tökum við inn stanslaust misgáfulegt áreiti af upplýsingum í gegnum augun og eyrun. Í raun erum við upp til hópa daginn inn og út að setja rusl inn í munninn á okkur, rusl í augun á okkur, rusl í eyrun á okkur og rusl á húðina okkar (látum nefið liggja á milli hluta).Eðlileg niðurstaða alls þessa er að við höfum aldrei verið veikari og aldrei aftengdari innsæi okkar. Svo tökum við inn pillur til þess að laga vandann, sem skekkir okkur enn meira og aftengir okkur enn meira frá innsæinu og greindinni sem býr í frumum líkamans. Í allri þessarri aftengingu og veikindum er svo enn auðveldara að dáleiða okkur í að láta selja okkur hluti sem eru ekki góðir fyrir okkur. Matvælaiðnaðurinn er að stórum hluta orðinn að græðgismaskínu og lyfjaiðnaðurinn sömuleiðis. Svo er kominn upp heilsuiðnaður þar sem margt er gott, en allir þykjast vera með hina einu sönnu lausn sem virkar fyrir alla. Þó að auðvitað séu ákveðnir hlutir almennt góðir fyrir alla, en aðrir almennt slæmir má ekki gleymast að það hefur enginn verið í þínum líkama með þína sögu. Þess vegna veit þinn eigin líkami betur en allir sérfræðingar hvað virkar fyrir þig. Verkefnið fyrir okkur öll er að tengjast eigin líkamsgreind og innsæinu til þess að sækja bestu sérfræðiupplýsingar sem til eru. Þær sem búa nú þegar innra með þér. Ég hef sjálfur farið í gegnum löng tímabil af veikindum einmitt vegna þessarrar aftengingar og þarf stöðugt að vinna gegn henni til að vera heilbrigður. Í raun er ég mjög langt frá því að vera barnanna bestur í þessum efnum, en í hvert einasta skipti sem ég byrja að minnka ruslið sem ég tek inn í gegnum skynfærin, þá kikkar inn náttúruleg greind líkamans sem var þarna allan tímann, en ég gat bara ekki hlustað fyrir hávaðanum frá öllu ruslinu. Við vorum ekki hönnuð til þess að vera veik og líða illa og líkamar okkar eru virkilega góðir í að laga það sem aflaga hefur farið. En til þess að það geti gerst verðum við draga úr öllum óheilbrigðu áreitunum sem fara inn í kerfið, hvort sem það er í gegnum munninn, augun, húðina, eyrun eða nefið. Gleðin og léttirinn sem fylgir því þegar maður finnur náttúrulögmálin byrja að kikka inn í eigin líkama er eitthvað sem er erfitt að útskýra. Ef við erum í vafa um hvort eitthvað sé gott fyrir okkur er gott að spyrja sig hvort það sé í takt við lögmál náttúrunnar eða ekki. Leiðin áfram er að fara aftur til upprunans. Og leiðin til að breyta einhverju er að byrja að taka ábyrgð á sjálfum sér áður en maður gerir nokkuð annað. Þá byrjar að glitta í hina nýju jörð, sem kannski var þarna allan tímann áður en við villtumst af leið. Megum við öll eiga góðan dag og taka lítil skref til að tengjast innsæinu. Höfundur er háskólamenntaður, en hefur lært mest af skóla lífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Sölvi Tryggvason Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er ég búinn að verja undanförnum vikum í Tansaníu nærri fólki sem lifir talsvert öðruvísi lífi en við erum vön í borgarlífi vesturlandabúans. Því lengri tíma sem ég ver hérna, því skýrara verður það fyrir mér hve langt við höfum villst af leið í nútíma samfélagi. Þegar ég fer í lítil þorp án áreita þar sem fólk hefur lifað í takt við náttúruna í árhundruðir sé ég visku í andlitunum sem minnir mig harkalega á mína eigin aftengingu og streitu. Fólkið þarf ekki að gera neitt eða segja neitt við mig. Maður finnur bara einhvern staðfastan kjarna, beintengingu og innri ró sem verður varla komið í orð. Ég skrifa þetta ekki til þess að upphefja allt hér úti, heldur til þess að lýsa því sem ég sé með eigin augum og finn í öllum frumum líkamans. Náttúran er fullkomin sköpun, þar sem hönnunin er svo nákvæm að það er eiginlega ekki hægt að koma því í orð. Því lengra sem við færumst náttúrunni og lögmálum hennar því stærri verður skekkjan. Í borgarlífi vesturlandabúans er aftengingin oft á tíðum orðin algjör. Við borðum mat sem er að megninu til framleiddur í verksmiðjum. Við erum stærstan hluta dagsins sósuð í gervibirtu og umhverfi uppfullu af eiturefnum. Ofan á það tökum við inn stanslaust misgáfulegt áreiti af upplýsingum í gegnum augun og eyrun. Í raun erum við upp til hópa daginn inn og út að setja rusl inn í munninn á okkur, rusl í augun á okkur, rusl í eyrun á okkur og rusl á húðina okkar (látum nefið liggja á milli hluta).Eðlileg niðurstaða alls þessa er að við höfum aldrei verið veikari og aldrei aftengdari innsæi okkar. Svo tökum við inn pillur til þess að laga vandann, sem skekkir okkur enn meira og aftengir okkur enn meira frá innsæinu og greindinni sem býr í frumum líkamans. Í allri þessarri aftengingu og veikindum er svo enn auðveldara að dáleiða okkur í að láta selja okkur hluti sem eru ekki góðir fyrir okkur. Matvælaiðnaðurinn er að stórum hluta orðinn að græðgismaskínu og lyfjaiðnaðurinn sömuleiðis. Svo er kominn upp heilsuiðnaður þar sem margt er gott, en allir þykjast vera með hina einu sönnu lausn sem virkar fyrir alla. Þó að auðvitað séu ákveðnir hlutir almennt góðir fyrir alla, en aðrir almennt slæmir má ekki gleymast að það hefur enginn verið í þínum líkama með þína sögu. Þess vegna veit þinn eigin líkami betur en allir sérfræðingar hvað virkar fyrir þig. Verkefnið fyrir okkur öll er að tengjast eigin líkamsgreind og innsæinu til þess að sækja bestu sérfræðiupplýsingar sem til eru. Þær sem búa nú þegar innra með þér. Ég hef sjálfur farið í gegnum löng tímabil af veikindum einmitt vegna þessarrar aftengingar og þarf stöðugt að vinna gegn henni til að vera heilbrigður. Í raun er ég mjög langt frá því að vera barnanna bestur í þessum efnum, en í hvert einasta skipti sem ég byrja að minnka ruslið sem ég tek inn í gegnum skynfærin, þá kikkar inn náttúruleg greind líkamans sem var þarna allan tímann, en ég gat bara ekki hlustað fyrir hávaðanum frá öllu ruslinu. Við vorum ekki hönnuð til þess að vera veik og líða illa og líkamar okkar eru virkilega góðir í að laga það sem aflaga hefur farið. En til þess að það geti gerst verðum við draga úr öllum óheilbrigðu áreitunum sem fara inn í kerfið, hvort sem það er í gegnum munninn, augun, húðina, eyrun eða nefið. Gleðin og léttirinn sem fylgir því þegar maður finnur náttúrulögmálin byrja að kikka inn í eigin líkama er eitthvað sem er erfitt að útskýra. Ef við erum í vafa um hvort eitthvað sé gott fyrir okkur er gott að spyrja sig hvort það sé í takt við lögmál náttúrunnar eða ekki. Leiðin áfram er að fara aftur til upprunans. Og leiðin til að breyta einhverju er að byrja að taka ábyrgð á sjálfum sér áður en maður gerir nokkuð annað. Þá byrjar að glitta í hina nýju jörð, sem kannski var þarna allan tímann áður en við villtumst af leið. Megum við öll eiga góðan dag og taka lítil skref til að tengjast innsæinu. Höfundur er háskólamenntaður, en hefur lært mest af skóla lífsins.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun