Neytendur

Inn­kalla bauna­súpu rétt í tæka tíð

Árni Sæberg skrifar
Baunasúpugrunnurinn sem um ræðir er seldur í eins lítra dollu.
Baunasúpugrunnurinn sem um ræðir er seldur í eins lítra dollu. Katla

Matvælaframleiðslufyrirtækið Katla hefur ákveðið að innkalla framleiðslulotu af baunasúpugrunni vegna rofs á hitastýringu í dreifikerfi. Ætla má að baunasúpugrunnur hafi verið á leið í potta fjölda landsmanna, enda er sjálfur sprengidagurinn í dag.

Í fréttatilkynningu frá Kötlu segir að eftirfarandi upplýsingar auðkenni vöruna sem innköllunin einskorðast við:

  • Vöruheiti: Baunasúpugrunnur
  • Strikamerki: 5690591156801
  • Best fyrir: 12.05.2025, 13.05.2025, 14.05.2025
  • Nettóþyngd: 1 L
  • Framleiðsluland: Ísland
  • Sölustaðir: Bónus, Krónan, Hagkaup

Viðskiptavinum sem hafa verslað vöruna sé bent að neyta ekki vörunnar heldur farga henni eða skila í næstu verslun þar sem hún var keypt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×